„Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Árni Gísli Magnússon skrifar 11. desember 2025 22:21 Andri Snær Stefánsson fékk ekki að fagna sigri í kvöld og raunar vantaði talsvert upp á það. VÍSIR/VILHELM Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA, var eðlilega ekki sáttur með leik síns liðs sem tapaði 22-28 gegn Aftureldingu á heimavelli í kvöld. KA skoraði ekki fyrr en eftir 13 mínútur í síðari hálfleik sem hleypti gestunum átta mörkum yfir og leikurinn í raun langt kominn þar með. Andri fór yfir þennan kafla í upphafi viðtalsins. „Við lentum bara á vegg sóknarlega, það var erfitt að finna réttu stöðurnar og við vorum alltof hægir og hikandi í okkar aðgerðum og leikurinn fer illa á þeim kafla, það er bara þannig, en að sama skapi þá vorum við líka í fyrri hálfleik í basli með sóknina og þar að auki að klúðra færum þannig við vorum bara í basli með að skora í dag.“ KA skoraði 38 mörk í síðasta leik, í 42-38 tapi gegn Haukum og því mikil sveifla á sóknarleiknum á einni viku. „Við ætluðum að vinna þennan leik í dag á vörn en það var hins vegar þannig að við erum of hikandi eins og ég sagði og það er bara eitthvað sem við verðum að taka og vinna í, því sem betur fer er stutt í næsta leik, svona er þetta stundum. Handbolti er stemningsíþrótt en við fundum ekki taktinn sem við vildum og þeir efldust og unnu sanngjarnan sigur.“ KA minnkaði muninn í fjögur mörk eftir að hafa ekki skorað í þrettán mínútur og virtist sóknarleikurinn lagast eftir að Bjarni Ófeigur fór af velli en hann aðeins með eitt mark úr níu skotum. En er Andri sammála því að hann hafi þurft að fara af velli svo aðrir leikmenn myndu sýna frumkvæði? „Já já, það var alveg rétt, við reyndum að finna lausnir allan leikinn. Sóknarlega að skipta mönnum og líka að fara í sjö á sex og það var allskonar sem við vorum að prófa og það er bara þannig að í handbolta þarf maður að þora og sækja á markið og þora að prófa en það bara gekk ekki hjá okkur sem lið í dag og það er bara staðan.“ KA fær aftur heimaleik í næstu umferð, þegar HK kemur í heimsókn á mánudaginn kemur. „Bara sem betur fer er stutt aftur í að við getum gert eitthvað gott fyrir fólkið okkar því að þetta var afleitt, ég segi bara afsakið við okkar flotta fólk sem fjölmennti í dag. Við bætum fyrir þetta á mánudaginn, það er klárt mál“, sagði Andri að lokum. Olís-deild karla KA Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Sjá meira
KA skoraði ekki fyrr en eftir 13 mínútur í síðari hálfleik sem hleypti gestunum átta mörkum yfir og leikurinn í raun langt kominn þar með. Andri fór yfir þennan kafla í upphafi viðtalsins. „Við lentum bara á vegg sóknarlega, það var erfitt að finna réttu stöðurnar og við vorum alltof hægir og hikandi í okkar aðgerðum og leikurinn fer illa á þeim kafla, það er bara þannig, en að sama skapi þá vorum við líka í fyrri hálfleik í basli með sóknina og þar að auki að klúðra færum þannig við vorum bara í basli með að skora í dag.“ KA skoraði 38 mörk í síðasta leik, í 42-38 tapi gegn Haukum og því mikil sveifla á sóknarleiknum á einni viku. „Við ætluðum að vinna þennan leik í dag á vörn en það var hins vegar þannig að við erum of hikandi eins og ég sagði og það er bara eitthvað sem við verðum að taka og vinna í, því sem betur fer er stutt í næsta leik, svona er þetta stundum. Handbolti er stemningsíþrótt en við fundum ekki taktinn sem við vildum og þeir efldust og unnu sanngjarnan sigur.“ KA minnkaði muninn í fjögur mörk eftir að hafa ekki skorað í þrettán mínútur og virtist sóknarleikurinn lagast eftir að Bjarni Ófeigur fór af velli en hann aðeins með eitt mark úr níu skotum. En er Andri sammála því að hann hafi þurft að fara af velli svo aðrir leikmenn myndu sýna frumkvæði? „Já já, það var alveg rétt, við reyndum að finna lausnir allan leikinn. Sóknarlega að skipta mönnum og líka að fara í sjö á sex og það var allskonar sem við vorum að prófa og það er bara þannig að í handbolta þarf maður að þora og sækja á markið og þora að prófa en það bara gekk ekki hjá okkur sem lið í dag og það er bara staðan.“ KA fær aftur heimaleik í næstu umferð, þegar HK kemur í heimsókn á mánudaginn kemur. „Bara sem betur fer er stutt aftur í að við getum gert eitthvað gott fyrir fólkið okkar því að þetta var afleitt, ég segi bara afsakið við okkar flotta fólk sem fjölmennti í dag. Við bætum fyrir þetta á mánudaginn, það er klárt mál“, sagði Andri að lokum.
Olís-deild karla KA Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti