Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2025 15:01 Rodrygo fagnaði marki sínu með Xabi Alonso þjálfara. Getty/Diego Souto/ Rodrygo skoraði mark Real Madrid í 2-1 tapi á móti Manchester City í Meistaradeildinni í fótbolta í gærkvöldi en markafagn hans vakti sérstaka athygli. Rodrygo kom Real yfir en City-menn svöruðu með tveimur mörkum og tryggðu sér sigurinn. Real Madrid og þjálfarinn Xabi Alonso fóru inn í leikinn í miðri viku undir mikilli pressu eftir 2-0 tap á heimavelli gegn Celta Vigo á sunnudaginn, sem þýddi að lið Alonso hafði aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum í La Liga. Rodrygo went to celebrate with Xabi Alonso after scoring the goal! 🤍😃🫶🏻 pic.twitter.com/EFfH8kRtWZ— Xabi Zone (@XabiZone1) December 10, 2025 „Við vitum að það er mikil pressa hér,“ sagði Rodrygo. „Það er eðlilegt þegar hlutirnir ganga ekki upp á vellinum. Eftir markið mitt fór ég að faðma Xabi til að sýna samstöðu liðsins. Ég vissi að það væri mikilvægt að eiga þessa stund,“ sagði Rodrygo. Miklar væntingar og nú óviss framtíð Miklar væntingar voru gerðar þegar Real Madrid réð Alonso til að taka við af Carlo Ancelotti. Aðeins sex mánuðum eftir að hann sneri aftur til félagsins sem hann lék eitt sinn með, stendur hann frammi fyrir óvissri framtíð. Madrid er fjórum stigum á eftir toppliði Barcelona fyrir leikinn gegn Alavés á sunnudaginn. „Þetta er erfiður tími,“ sagði Rodrygo. „Það er erfitt fyrir okkur og það er líka erfitt fyrir hann [Alonso]. Hlutirnir eru ekki að ganga upp og ég vildi sýna fólki að við stöndum með þjálfaranum okkar. Ég veit að það er alltaf margt sagt. Það er oft reynt að búa til alls konar hluti og ég vildi bara segja það, að við værum sameinuð og að við þyrftum á þessari samstöðu að halda til að komast áfram og ná markmiðum okkar,“ sagði Rodrygo. Skilur baulið Rodrygo sagðist skilja baul frá áhorfendum á Bernabéu eftir tvö töp í röð. „Það er eðlilegt,“ sagði brasilíski landsliðsmaðurinn. „Það er sanngjarnt. Við vitum að Madrid er mjög kröfuhart félag, stuðningsmennirnir eru mjög kröfuharðir. Við höfum verið hér í mörg ár og við vitum að þetta er það sem gerist ef okkur gengur ekki vel. Við verðum að reyna að bæta okkur og reyna að komast út úr þessum aðstæðum.“ 🚨 𝐁𝐑𝐄𝐀𝐊𝐈𝐍𝐆: Rodrygo shows his support for Xabi Alonso.“We stand with the coach. Many things being said are lies.”“Hug with Xabi? It’s a difficult time for the players and everyone, and I wanted to show that we’re behind our manager.” pic.twitter.com/HVHZRgccom— 433 (@433) December 10, 2025 Rodrygo batt að minnsta kosti enda á 32 leikja markaþurrð sína á miðvikudaginn. Þurfti virkilega á þessu marki að halda „Ég þurfti virkilega á þessu marki að halda,“ sagði hann. „Ég reyni alltaf að skora, alltaf að hjálpa, og satt best að segja var ég ekki upp á mitt besta. Svona hlutir gerast í fótbolta. Ég verð að halda einbeitingu og halda áfram að æfa. Það er það sem ég hef verið að gera allan þennan tíma, vitandi að hlutirnir gengu ekki upp hjá mér,“ sagði Rodrygo. „Ég er dapur yfir tapinu, en ég vona að með þessu marki og þessari frammistöðu komist ég aftur í mitt besta form og hjálpi liðinu,“ sagði Rodrygo. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Leeds - Arsenal | Snúinn leikur fyrir toppliðið Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Sjá meira
Rodrygo kom Real yfir en City-menn svöruðu með tveimur mörkum og tryggðu sér sigurinn. Real Madrid og þjálfarinn Xabi Alonso fóru inn í leikinn í miðri viku undir mikilli pressu eftir 2-0 tap á heimavelli gegn Celta Vigo á sunnudaginn, sem þýddi að lið Alonso hafði aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum í La Liga. Rodrygo went to celebrate with Xabi Alonso after scoring the goal! 🤍😃🫶🏻 pic.twitter.com/EFfH8kRtWZ— Xabi Zone (@XabiZone1) December 10, 2025 „Við vitum að það er mikil pressa hér,“ sagði Rodrygo. „Það er eðlilegt þegar hlutirnir ganga ekki upp á vellinum. Eftir markið mitt fór ég að faðma Xabi til að sýna samstöðu liðsins. Ég vissi að það væri mikilvægt að eiga þessa stund,“ sagði Rodrygo. Miklar væntingar og nú óviss framtíð Miklar væntingar voru gerðar þegar Real Madrid réð Alonso til að taka við af Carlo Ancelotti. Aðeins sex mánuðum eftir að hann sneri aftur til félagsins sem hann lék eitt sinn með, stendur hann frammi fyrir óvissri framtíð. Madrid er fjórum stigum á eftir toppliði Barcelona fyrir leikinn gegn Alavés á sunnudaginn. „Þetta er erfiður tími,“ sagði Rodrygo. „Það er erfitt fyrir okkur og það er líka erfitt fyrir hann [Alonso]. Hlutirnir eru ekki að ganga upp og ég vildi sýna fólki að við stöndum með þjálfaranum okkar. Ég veit að það er alltaf margt sagt. Það er oft reynt að búa til alls konar hluti og ég vildi bara segja það, að við værum sameinuð og að við þyrftum á þessari samstöðu að halda til að komast áfram og ná markmiðum okkar,“ sagði Rodrygo. Skilur baulið Rodrygo sagðist skilja baul frá áhorfendum á Bernabéu eftir tvö töp í röð. „Það er eðlilegt,“ sagði brasilíski landsliðsmaðurinn. „Það er sanngjarnt. Við vitum að Madrid er mjög kröfuhart félag, stuðningsmennirnir eru mjög kröfuharðir. Við höfum verið hér í mörg ár og við vitum að þetta er það sem gerist ef okkur gengur ekki vel. Við verðum að reyna að bæta okkur og reyna að komast út úr þessum aðstæðum.“ 🚨 𝐁𝐑𝐄𝐀𝐊𝐈𝐍𝐆: Rodrygo shows his support for Xabi Alonso.“We stand with the coach. Many things being said are lies.”“Hug with Xabi? It’s a difficult time for the players and everyone, and I wanted to show that we’re behind our manager.” pic.twitter.com/HVHZRgccom— 433 (@433) December 10, 2025 Rodrygo batt að minnsta kosti enda á 32 leikja markaþurrð sína á miðvikudaginn. Þurfti virkilega á þessu marki að halda „Ég þurfti virkilega á þessu marki að halda,“ sagði hann. „Ég reyni alltaf að skora, alltaf að hjálpa, og satt best að segja var ég ekki upp á mitt besta. Svona hlutir gerast í fótbolta. Ég verð að halda einbeitingu og halda áfram að æfa. Það er það sem ég hef verið að gera allan þennan tíma, vitandi að hlutirnir gengu ekki upp hjá mér,“ sagði Rodrygo. „Ég er dapur yfir tapinu, en ég vona að með þessu marki og þessari frammistöðu komist ég aftur í mitt besta form og hjálpi liðinu,“ sagði Rodrygo.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Leeds - Arsenal | Snúinn leikur fyrir toppliðið Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Sjá meira