Handbolti

Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur

Aron Guðmundsson skrifar
Stjörnumenn lutu í lægra haldi gegn HK í kvöld.
Stjörnumenn lutu í lægra haldi gegn HK í kvöld. Vísir/Anton Brink

HK vann dramatískan eins marks sigur á Stjörnunni í Olís deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 24-23.

HK var heilt yfir sterkari aðilinn framan af og þegar að liðin gengu inn til búningsherbergja í hálfleik leiddu piltarnir úr Kópavogi með fjórum mörkum, 15-11.

Forskotinu komu þeir upp í sjö mörk snemma í fyrri hálfleik í stöðunni 18-11 en þá tóku Stjörnumenn við sér og fóru hægt og bítandi að saxa á forskot HK og jöfnuðu leikinn í stöðunni 21-21 þegar rétt rúmar átta mínútur eftir lifðu leiks.

Lokamínúturnar voru spennandi í meira lagi en þegar aðeins nokkrar mínútur eftir lifðu leiks skoraði Jóhann Birgir Ingvarsson það sem reyndist sigurmarkið fyrir HK er hann kom þeim einu marki yfir 24-23.

Stjörnumenn reyndu að svara í kjölfarið en tókst ekki að koma boltanum í netið. Þar með var fjögurra leikja taphrina HK á enda.

HK er sem stendur í 9.sæti Olís deildarinnar með tíu stig eftir fjórtán leiki. Stjarnan er með sama stigafjölda einu sæti ofar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×