Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. desember 2025 09:12 Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra kynnti nýja samgönguáætlun á dögunum sem felur í sér breytta forgangsröðun jarðganga. Vísir/Anton Brink Innviðaráðherra hafnar því að ákvörðun um breytta forgangsröðun jarðganga hafi ekki verið tekin á upplýstan hátt. Hann skilji vonbrigði samfélagsins fyrir austan en segir að með nýrri forgangsröðun sem boðuð er með samgönguáætlun sé ekki verið að slá Fjarðarheiðargöng út af borðinu. Stofnun innviðafélags um stórframkvæmdir skapi forsendur til að ráðast hraðar í stór samgönguverkefni en verið hefur. Þetta segir Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun. Breytt forgangsröðun jarðganga hefur sætt harðri gagnrýni. Fjarðarheiðargöng, sem lengi höfðu verið áform um að yrðu næst í röðinni, lenda nú töluvert aftar í röðinni, meðal annars á eftir Fljótagöngum, Fjarðagöngum og Súðavíkurgöngum, samkvæmt nýrri forgangsröðun ráðherrans sem boðuð er í samgönguáætlun. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa meðal annars sagt allar forsendur samgönguáætlunar brostnar þar sem á daginn kom að innviðaráðherra hafði ekki lesið skýrslu Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri, RHA, um sem var birt til stuðnings breyttri forgangsröðun. Við þessari gagnrýni bregst ráðherrann meðal annars í grein sinni á Vísi. Ákvörðunin sé vel upplýst „Mikil umræða hefur skapast um nýja samgönguáætlun undanfarna daga, sérstaklega vegna breyttrar forgangsröðunar jarðganga. Ég hef fullan skilning á þeim vonbrigðum sem þessi breyting hefur valdið í samfélaginu eystra,“ skrifar Eyjólfur meðal annars. „Í umræðunni hefur verið gefið í skyn að ákvörðun um breytta forgangsröðun jarðganga hafi ekki verið tekin á upplýstan hátt. Staðreyndin er sú að ákvörðunin byggir á margra ára vinnu, meðal annars á viðamiklu samráðsferli um allt land og margvíslegum greiningum, heldur hann áfram. Nýja skýrslan staðfesti niðurstöður fyrri greininga Þar liggi einkum til grundvallar skýrsla starfshóps um Seyðisfjarðargöng frá 2019 og skýrsla Vegagerðarinnar og RHA um jarðgangakosti á Íslandi sem unnin var 2023. Í þriðja lagi hafi mikil umræða skapast um fyrrnefnda skýrslu RHA sem unnin var á þessu ári að beiðni ráðherra með það að markmiði að fá fram samanburðargreiningu á ábata jarðgangakosta að Seyðisfirði. Sjá einnig: „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Skýrslan barst ráðuneytinu 27. nóvember 2025, tæpri viku fyrir kynningu samgönguáætlunar. Ég fékk að sjálfsögðu ítarlega kynningu á efni hennar og lykiltölum frá sérfræðingum skrifstofu samgangna í innviðaráðuneytinu,“ skrifar Eyjólfur. „Þrátt fyrir skamman fyrirvara er gerð grein fyrir henni í greinargerð samgönguáætlunar, enda tekið mið af henni í samhengi við aðrar greiningar við endanlega ákvörðunartöku um forgangsröðun jarðganga. Niðurstöður hennar reyndust jafnframt í samræmi við fyrri greiningar. Þær staðfestu að samfélagslegur ábati og þ.m.t. arðsemi af Fjarðagöngum er mun meiri en af Fjarðarheiðargöngum,“ segir ennfremur í grein ráðherrans, þar sem hann rekur frekari rökstuðning fyrir ákvörðun sinni um breytta forgangsröðun. Skýrslan hampi ekki Fjarðagöngum frekar en Fjarðarheiðargöngum Þannig ítrekar ráðherrann að hann líti svo á að skýrslan staðfesti að meiri ábati sé af Fjarðagöngum en Fjarðarheiðargöngum. Þess má geta að Jón Þorvaldur Heiðarsson, einn höfunda skýrslunnar, hefur sagt að ekki sé hægt að líta svo á að skýrslan mæli frekar með Fjarðagöngum en Fjarðarheiðargöngum. „Mjóafjarðargöngin eru betri á einn mælikvarða af fjórum. Fjarðarheiðargöngin eru betri á einum mælikvarða af fjórum og svo eru þau jöfn á tveimur. Það er okkar niðurstaða. Það er bæði hægt að rökstyðja ákvörðun um að halda sig við Fjarðarheiðargöng með því sem stendur í skýrslunni. Það er líka hægt að rökstyðja það að fara í Mjófjarðargöng,“ sagði Jón meðal annars í samtali við fréttastofu í síðustu viku. Samgöngur Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jarðgöng á Íslandi Vegagerð Fjallabyggð Skagafjörður Múlaþing Fjarðabyggð Samgönguáætlun Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Þetta segir Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun. Breytt forgangsröðun jarðganga hefur sætt harðri gagnrýni. Fjarðarheiðargöng, sem lengi höfðu verið áform um að yrðu næst í röðinni, lenda nú töluvert aftar í röðinni, meðal annars á eftir Fljótagöngum, Fjarðagöngum og Súðavíkurgöngum, samkvæmt nýrri forgangsröðun ráðherrans sem boðuð er í samgönguáætlun. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa meðal annars sagt allar forsendur samgönguáætlunar brostnar þar sem á daginn kom að innviðaráðherra hafði ekki lesið skýrslu Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri, RHA, um sem var birt til stuðnings breyttri forgangsröðun. Við þessari gagnrýni bregst ráðherrann meðal annars í grein sinni á Vísi. Ákvörðunin sé vel upplýst „Mikil umræða hefur skapast um nýja samgönguáætlun undanfarna daga, sérstaklega vegna breyttrar forgangsröðunar jarðganga. Ég hef fullan skilning á þeim vonbrigðum sem þessi breyting hefur valdið í samfélaginu eystra,“ skrifar Eyjólfur meðal annars. „Í umræðunni hefur verið gefið í skyn að ákvörðun um breytta forgangsröðun jarðganga hafi ekki verið tekin á upplýstan hátt. Staðreyndin er sú að ákvörðunin byggir á margra ára vinnu, meðal annars á viðamiklu samráðsferli um allt land og margvíslegum greiningum, heldur hann áfram. Nýja skýrslan staðfesti niðurstöður fyrri greininga Þar liggi einkum til grundvallar skýrsla starfshóps um Seyðisfjarðargöng frá 2019 og skýrsla Vegagerðarinnar og RHA um jarðgangakosti á Íslandi sem unnin var 2023. Í þriðja lagi hafi mikil umræða skapast um fyrrnefnda skýrslu RHA sem unnin var á þessu ári að beiðni ráðherra með það að markmiði að fá fram samanburðargreiningu á ábata jarðgangakosta að Seyðisfirði. Sjá einnig: „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Skýrslan barst ráðuneytinu 27. nóvember 2025, tæpri viku fyrir kynningu samgönguáætlunar. Ég fékk að sjálfsögðu ítarlega kynningu á efni hennar og lykiltölum frá sérfræðingum skrifstofu samgangna í innviðaráðuneytinu,“ skrifar Eyjólfur. „Þrátt fyrir skamman fyrirvara er gerð grein fyrir henni í greinargerð samgönguáætlunar, enda tekið mið af henni í samhengi við aðrar greiningar við endanlega ákvörðunartöku um forgangsröðun jarðganga. Niðurstöður hennar reyndust jafnframt í samræmi við fyrri greiningar. Þær staðfestu að samfélagslegur ábati og þ.m.t. arðsemi af Fjarðagöngum er mun meiri en af Fjarðarheiðargöngum,“ segir ennfremur í grein ráðherrans, þar sem hann rekur frekari rökstuðning fyrir ákvörðun sinni um breytta forgangsröðun. Skýrslan hampi ekki Fjarðagöngum frekar en Fjarðarheiðargöngum Þannig ítrekar ráðherrann að hann líti svo á að skýrslan staðfesti að meiri ábati sé af Fjarðagöngum en Fjarðarheiðargöngum. Þess má geta að Jón Þorvaldur Heiðarsson, einn höfunda skýrslunnar, hefur sagt að ekki sé hægt að líta svo á að skýrslan mæli frekar með Fjarðagöngum en Fjarðarheiðargöngum. „Mjóafjarðargöngin eru betri á einn mælikvarða af fjórum. Fjarðarheiðargöngin eru betri á einum mælikvarða af fjórum og svo eru þau jöfn á tveimur. Það er okkar niðurstaða. Það er bæði hægt að rökstyðja ákvörðun um að halda sig við Fjarðarheiðargöng með því sem stendur í skýrslunni. Það er líka hægt að rökstyðja það að fara í Mjófjarðargöng,“ sagði Jón meðal annars í samtali við fréttastofu í síðustu viku.
Samgöngur Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jarðgöng á Íslandi Vegagerð Fjallabyggð Skagafjörður Múlaþing Fjarðabyggð Samgönguáætlun Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira