„Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2025 09:01 Arne Slot með Ibrahima Konate á meðan allt lék í lyndi hjá Liverpool. Getty/Andrew Powell Það er óhætt að segja að Liverpool-miðvörðurinn Ibrahima Konaté hafi fengið að heyra það frá Messumönnum í gær þegar farið var yfir frammistöðu Frakkans á þessu vonbrigðartímabili fyrir Englandsmeistara Liverpool. Liverpool missti niður 2-0 forystu á móti Leeds um helgina og varð á endanum að sætta sig við 3-3 jafntefli. Konaté gaf vítaspyrnu í stöðunni 2-0 sem kom Leeds-mönnum inn í leikinn. Alberti Brynjari Ingasyni fannst þessi frammistaða Konaté vera enn eitt dæmið um slaka spilamennsku hans. Ekkert eðlilega heimskuleg ákvörðun „Þessi leikur var náttúrulega bara nánast kominn í hús. Þeir voru 2-0 yfir og sigur þarna hefði róað ástandið svo mikið fyrir [Arne] Slot. Þá hefðu þetta verið sjö stig í síðustu þremur leikjum,“ sagði Albert. „Þeir voru komnir í 2-0 og þessi leikur var í fullkomnu jafnvægi áður en hann henti sér í þessa tæklingu. Þetta er ekkert eðlilega heimskuleg ákvörðun hjá Konaté,“ sagði Albert og vildi líka meina að Konaté hafi gert mistök í öðru marki Leeds. Albert tók síðan fyrir fjölda atvika á leiktíðinni þar sem Konaté leit illa út í Liverpool-vörninni. „Það eru fimmtán leikir búnir á tímabili og það er hægt að finna svo rosalega margar klippur af Konaté,“ sagði Albert og sýndi nokkrar þeirra. Þetta er svo letilegt „Þetta er svo letilegt, fótavinnan er svo þung og hún er svo hæg. Þetta er bara leikur eftir leik þar sem Konaté á skítaframmistöðu,“ sagði Albert. „Það er eins og hann sé farinn í hausnum og vilji bara ekki meiðast,“ skaut Arnar Gunnlaugsson inn í. „Þetta er bara svo skrítið því þetta byrjaði bara strax í fyrstu umferð,“ sagði Albert. Hann benti líka á það að Arne Slot hefur verið óhræddur við að bekkja aðra leikmenn en Konaté er alltaf í liðinu. Slot er búinn að vera harður „Slot er búinn að vera harður. Við erum að tala um Salah hérna. Hann er harður að henda honum á bekkinn þrjá leiki í röð. Ég ber virðingu fyrir því, það er bara rétt hjá honum,“ sagði Albert og fór líka yfir aðra leikmenn Liverpool sem hefur sett á bekkinn. „Af hverju fær Konaté alltaf að vera í liðinu, maður sem vill ekki skrifa undir nýjan samning. Ég skil það ekki. Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot þarna þegar hann fór í fyrra. Það er eitthvað sem hann er með á honum,“ sagði Albert. Það má horfa á alla þessa umræðu um Ibrahima Konaté hér fyrir ofan. Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira
Liverpool missti niður 2-0 forystu á móti Leeds um helgina og varð á endanum að sætta sig við 3-3 jafntefli. Konaté gaf vítaspyrnu í stöðunni 2-0 sem kom Leeds-mönnum inn í leikinn. Alberti Brynjari Ingasyni fannst þessi frammistaða Konaté vera enn eitt dæmið um slaka spilamennsku hans. Ekkert eðlilega heimskuleg ákvörðun „Þessi leikur var náttúrulega bara nánast kominn í hús. Þeir voru 2-0 yfir og sigur þarna hefði róað ástandið svo mikið fyrir [Arne] Slot. Þá hefðu þetta verið sjö stig í síðustu þremur leikjum,“ sagði Albert. „Þeir voru komnir í 2-0 og þessi leikur var í fullkomnu jafnvægi áður en hann henti sér í þessa tæklingu. Þetta er ekkert eðlilega heimskuleg ákvörðun hjá Konaté,“ sagði Albert og vildi líka meina að Konaté hafi gert mistök í öðru marki Leeds. Albert tók síðan fyrir fjölda atvika á leiktíðinni þar sem Konaté leit illa út í Liverpool-vörninni. „Það eru fimmtán leikir búnir á tímabili og það er hægt að finna svo rosalega margar klippur af Konaté,“ sagði Albert og sýndi nokkrar þeirra. Þetta er svo letilegt „Þetta er svo letilegt, fótavinnan er svo þung og hún er svo hæg. Þetta er bara leikur eftir leik þar sem Konaté á skítaframmistöðu,“ sagði Albert. „Það er eins og hann sé farinn í hausnum og vilji bara ekki meiðast,“ skaut Arnar Gunnlaugsson inn í. „Þetta er bara svo skrítið því þetta byrjaði bara strax í fyrstu umferð,“ sagði Albert. Hann benti líka á það að Arne Slot hefur verið óhræddur við að bekkja aðra leikmenn en Konaté er alltaf í liðinu. Slot er búinn að vera harður „Slot er búinn að vera harður. Við erum að tala um Salah hérna. Hann er harður að henda honum á bekkinn þrjá leiki í röð. Ég ber virðingu fyrir því, það er bara rétt hjá honum,“ sagði Albert og fór líka yfir aðra leikmenn Liverpool sem hefur sett á bekkinn. „Af hverju fær Konaté alltaf að vera í liðinu, maður sem vill ekki skrifa undir nýjan samning. Ég skil það ekki. Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot þarna þegar hann fór í fyrra. Það er eitthvað sem hann er með á honum,“ sagði Albert. Það má horfa á alla þessa umræðu um Ibrahima Konaté hér fyrir ofan.
Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira