Innlent

Maðurinn hand­tekinn aftur í tengslum við mannslátið

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Maðurinn fannst látinn sunnudaginn 30. nóvember.
Maðurinn fannst látinn sunnudaginn 30. nóvember. Vísir/Vilhelm

Maðurinn sem handtekinn var fyrir fjórum dögum í tengslum við mannslát í Kópavogi hefur verið handtekinn öðru sinni. Honum var sleppt úr haldi í gær eftir nokkurra daga gæsluvarðhald.

Um ræðir karlmann um þrítugt sem var í dag úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald, eða til 17. desember, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að því er fram kemur í tilkynningu frá embættinu.

Maðurinn hafði líkt og fyrr segir þegar verið látinn laus og það bara í gær.

„Framvinda í rannsókn málsins leiddi hins vegar til þess að maðurinn var handtekinn öðru sinni og í framhaldinu var aftur krafist gæsluvarðhalds yfir honum, sem héraðsdómur féllst á líkt og að framan greinir,“ segir í tilkynningunni.

Lögreglan segir sér ekki unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

Uppfært 18:26: E. Agnes Eide Kristínardóttir yfirlögregluþjónn á rannsóknarsviði segir að gögn hafi fundist í dag sem urðu til þess að ákveðið var að handtaka manninn öðru sinni. Lögregla var með viðveru á vettvangi í dag.

Aðspurð kveðst Agnes ekki geta tjáð sig um hvort hugsanlegt morðvopn hafi fundist á vettvangi. Áverkar séu á hinum látna en ekki vitað með hvaða hætti þeir eru tilkomnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×