Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. desember 2025 15:35 Owen segist skilja líðan Salah vel en gjörðir hans verr. Samsett/Getty Michael Owen, fyrrum framherji Liverpool, sem varð síðar óvinsæll hjá félaginu þegar hann samdi við Manchester United, hefur lagt orð í belg varðandi framgang Mohamed Salah eftir leik Liverpool við Leeds í gær. Owen hefur unnið sem sérfræðingur í sjónvarpi undanfarin ár en tjáði sig um mál Salah á samfélagsmiðlinum X í morgun. Salah fór hörðum orðum um stjórnendur Liverpool eftir leik liðsins við Leeds í gær sem lauk með 3-3 jafntefli. Um var að ræða þriðja leikinn í röð þar sem Salah sat á varamannabekknum eftir dræmt gengi í aðdragandanum. Salah sagði þá sem valdið hafa gera sig að blóraböggli og að samband hans við þjálfarann Arne Slot væri brostið. Owen segist skilja afstöðu Salah en skilur ekkert í því að hann láti hana í ljós með þessum hætti, og á þessum tímapunkti. „Ó, Mo Salah. Ég get ímyndað mér hvernig þér líður. Þú ert búinn að bera þetta lið á herðum þér í langan tíma og unnið allt sem hægt er að vinna. En þetta er liðsíþrótt og þú getur ekki sagt það sem þú sagðir,“ segir Owen og bætir við: Oh @mosalah 🫣 I can imagine how you feel. You’ve carried this team for a long time and won everything there is to win. But this is a team game and you simply can’t publicly say what you’ve said. You’re going to afcon in a week. Surely you bite your lip, enjoy representing your…— Michael Owen (@themichaelowen) December 7, 2025 „Þú ert á leið á Afríkukeppnina eftir viku. Þú hlýtur að geta haldið aftur af þér, notið þess að spila fyrir þjóð þína og séð hvernig landið liggur eftir viku?“ Ljóst er að nóg verður að gera á skrifstofu Liverpool næstu daga og óljóst hvað verður í framhaldinu. Ólíklegt þykir að Slot og Salah geti slíðrað sverðin og leiða má að því líkur að annar þeirra yfirgefi félagið, ef ekki hreinlega báðir. Liverpool á leik við Inter Milan í Meistaradeild Evrópu í Mílanó á þriðjudagskvöldið kemur og mætir síðan Brighton á Anfield næsta laugardag. Í kjölfarið heldur Salah á Afríkumótið með egypska landsliðinu. Enski boltinn Tengdar fréttir Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Mohamed Salah segir Liverpool hafa fleygt sér undir rútuna, efast um framtíð sína hjá félaginu og segir samband hans og Arne Slot brostið. Egyptinn var á varamannabekknum hjá liðinu þriðja leikinn í röð í 3-3 jafntefli við Leeds United í kvöld. 6. desember 2025 21:46 Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Danny Murphy, fyrrum leikmaður Liverpool og sérfræðingur í Match of the Day á breska ríkisútvarpinu, BBC, gagnrýndi framkomu Mohamed Salah eftir leik liðsins við Leeds í gær. Salah rauf þögnina við fjölmiðla eftir þriðja leik hans á varamannabekk liðsins í röð þar sem hann útilokaði ekki brottför frá félaginu. 7. desember 2025 09:04 Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira
Owen hefur unnið sem sérfræðingur í sjónvarpi undanfarin ár en tjáði sig um mál Salah á samfélagsmiðlinum X í morgun. Salah fór hörðum orðum um stjórnendur Liverpool eftir leik liðsins við Leeds í gær sem lauk með 3-3 jafntefli. Um var að ræða þriðja leikinn í röð þar sem Salah sat á varamannabekknum eftir dræmt gengi í aðdragandanum. Salah sagði þá sem valdið hafa gera sig að blóraböggli og að samband hans við þjálfarann Arne Slot væri brostið. Owen segist skilja afstöðu Salah en skilur ekkert í því að hann láti hana í ljós með þessum hætti, og á þessum tímapunkti. „Ó, Mo Salah. Ég get ímyndað mér hvernig þér líður. Þú ert búinn að bera þetta lið á herðum þér í langan tíma og unnið allt sem hægt er að vinna. En þetta er liðsíþrótt og þú getur ekki sagt það sem þú sagðir,“ segir Owen og bætir við: Oh @mosalah 🫣 I can imagine how you feel. You’ve carried this team for a long time and won everything there is to win. But this is a team game and you simply can’t publicly say what you’ve said. You’re going to afcon in a week. Surely you bite your lip, enjoy representing your…— Michael Owen (@themichaelowen) December 7, 2025 „Þú ert á leið á Afríkukeppnina eftir viku. Þú hlýtur að geta haldið aftur af þér, notið þess að spila fyrir þjóð þína og séð hvernig landið liggur eftir viku?“ Ljóst er að nóg verður að gera á skrifstofu Liverpool næstu daga og óljóst hvað verður í framhaldinu. Ólíklegt þykir að Slot og Salah geti slíðrað sverðin og leiða má að því líkur að annar þeirra yfirgefi félagið, ef ekki hreinlega báðir. Liverpool á leik við Inter Milan í Meistaradeild Evrópu í Mílanó á þriðjudagskvöldið kemur og mætir síðan Brighton á Anfield næsta laugardag. Í kjölfarið heldur Salah á Afríkumótið með egypska landsliðinu.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Mohamed Salah segir Liverpool hafa fleygt sér undir rútuna, efast um framtíð sína hjá félaginu og segir samband hans og Arne Slot brostið. Egyptinn var á varamannabekknum hjá liðinu þriðja leikinn í röð í 3-3 jafntefli við Leeds United í kvöld. 6. desember 2025 21:46 Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Danny Murphy, fyrrum leikmaður Liverpool og sérfræðingur í Match of the Day á breska ríkisútvarpinu, BBC, gagnrýndi framkomu Mohamed Salah eftir leik liðsins við Leeds í gær. Salah rauf þögnina við fjölmiðla eftir þriðja leik hans á varamannabekk liðsins í röð þar sem hann útilokaði ekki brottför frá félaginu. 7. desember 2025 09:04 Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira
Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Mohamed Salah segir Liverpool hafa fleygt sér undir rútuna, efast um framtíð sína hjá félaginu og segir samband hans og Arne Slot brostið. Egyptinn var á varamannabekknum hjá liðinu þriðja leikinn í röð í 3-3 jafntefli við Leeds United í kvöld. 6. desember 2025 21:46
Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Danny Murphy, fyrrum leikmaður Liverpool og sérfræðingur í Match of the Day á breska ríkisútvarpinu, BBC, gagnrýndi framkomu Mohamed Salah eftir leik liðsins við Leeds í gær. Salah rauf þögnina við fjölmiðla eftir þriðja leik hans á varamannabekk liðsins í röð þar sem hann útilokaði ekki brottför frá félaginu. 7. desember 2025 09:04