Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. desember 2025 16:35 Almar Guðmundsson er bæjarstjóri Garðabæjar. Sýn/arnar Bæjarstjóri Garðabæjar hefur áhyggjur af því að sveitarfélögin þurfi að bera allan hallann af lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða en hann vonar að ríkisstjórnin taki til hendi. „Ég skil vel sjónarmið helstu félaga fatlaðs fólks að auðvitað truflar þau að umræðan um málaflokkinn á milli ríkis og sveitarfélaga snýst svolítið um fjármögnun. Ég tek bara undir þau sjónarmið að auðvitað er það ekkert sérstaklega virðingarvert gagnvart þessum góða og mikilvæga hópi,“ segir Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, í Sprengisandi í morgun. Málaflokkurinn hafi hins vegar verið til vandræða frá árinu 2011 þegar hann færðist frá ríkinu til sveitarfélaga. „Hugsunin er auðvitað að það sé betra að þetta sé það sem við köllum nærþjónusta, að þeir sem veita þjónustuna séu nær fólkinu. Það er oft erfiðara þegar ríkið er með málaflokkana sjálft.“ Í byrjun nóvember var samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks lögfestur á Alþingi. Samningurinn var undirritaður árið 2007 og fullgiltur 2016. Með lögfestingunni verður hægt að beita samningnum sem fullgildri réttarheimild fyrir dómstólum. Í kjölfarið var birt skýrsla Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála en í henni segir að helming sveitarfélaga skorti stefnu í málefnum fatlaðs fólks. Rétt tæpan helming skorti fræðsluáætlun fyrir starfsfólk og svipaðan fjölda skortir viðbragðsáætlun vegna gruns um ofbeldi gagnvart þjónustunotendum. Kosti fjórtán milljarða „Sveitarfélögin hér eru sammála um að kostnaðarmatið á þessari breytingu, telur held ég fjórtán milljarða ef ég man rétt,“ segir Almar. „Meirihluti velferðarnefndar Alþingis, þegar málið var klárað, setti inn áminningu til ríkisstjórnarinnar um að hún ætti að fara í samtal við sveitarfélögin um þessi mál. Þetta er auðvitað afskaplega veik yfirlýsing og maður spyr sig hvort hún þýði nokkurn skapaðan hlut yfirhöfuð.“ Almar segir málefni fatlaðs fólks vera málaflokkinn sem hefur vaxið hvað hraðast í Garðabæ. Bærinn hafi byggt íbúðir og búsetukjarna auk þess að efla þjónustuna, hallinn ætti því ekki að bitna á þeim sem nýta sér þjónustuna. „En þetta skapar óvissu og við erum auðvitað hrædd um að sveitarstjórnirnar muni bera of mikið hallann og það er þannig að okkar veruleiki felst bara í þeim skattstofnum og öðrum sem að við höfum úr að spila og það er í raun lögbundið.“ Tvær breytingar hafa verið gerðar sem felast í tilfærslu tekjuskatts yfir í útsvar og þar af leiðandi hafi sveitarfélögin fengið meiri fjármuni. „Nú veit ég ekki hvort ríkisstjórnin velti því fyrir sér að þetta geti verið lausn í þessu, en það er afar óheppilegt fyrir þann hóp sem er undir að við séum ekki komin lengra með málið og það sé ekki betur undirbúið hvað þetta varðar af hálfu ríkisstjórnarinnar.“ Almar segir málið núna á herðum ríkisstjórnarinnar og hann vonast til að þau málaflokkinn föstum tökum og bregðist við. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild í spilaranum hér fyrir neðan: Málefni fatlaðs fólks Garðabær Sprengisandur Bylgjan Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Sjá meira
„Ég skil vel sjónarmið helstu félaga fatlaðs fólks að auðvitað truflar þau að umræðan um málaflokkinn á milli ríkis og sveitarfélaga snýst svolítið um fjármögnun. Ég tek bara undir þau sjónarmið að auðvitað er það ekkert sérstaklega virðingarvert gagnvart þessum góða og mikilvæga hópi,“ segir Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, í Sprengisandi í morgun. Málaflokkurinn hafi hins vegar verið til vandræða frá árinu 2011 þegar hann færðist frá ríkinu til sveitarfélaga. „Hugsunin er auðvitað að það sé betra að þetta sé það sem við köllum nærþjónusta, að þeir sem veita þjónustuna séu nær fólkinu. Það er oft erfiðara þegar ríkið er með málaflokkana sjálft.“ Í byrjun nóvember var samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks lögfestur á Alþingi. Samningurinn var undirritaður árið 2007 og fullgiltur 2016. Með lögfestingunni verður hægt að beita samningnum sem fullgildri réttarheimild fyrir dómstólum. Í kjölfarið var birt skýrsla Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála en í henni segir að helming sveitarfélaga skorti stefnu í málefnum fatlaðs fólks. Rétt tæpan helming skorti fræðsluáætlun fyrir starfsfólk og svipaðan fjölda skortir viðbragðsáætlun vegna gruns um ofbeldi gagnvart þjónustunotendum. Kosti fjórtán milljarða „Sveitarfélögin hér eru sammála um að kostnaðarmatið á þessari breytingu, telur held ég fjórtán milljarða ef ég man rétt,“ segir Almar. „Meirihluti velferðarnefndar Alþingis, þegar málið var klárað, setti inn áminningu til ríkisstjórnarinnar um að hún ætti að fara í samtal við sveitarfélögin um þessi mál. Þetta er auðvitað afskaplega veik yfirlýsing og maður spyr sig hvort hún þýði nokkurn skapaðan hlut yfirhöfuð.“ Almar segir málefni fatlaðs fólks vera málaflokkinn sem hefur vaxið hvað hraðast í Garðabæ. Bærinn hafi byggt íbúðir og búsetukjarna auk þess að efla þjónustuna, hallinn ætti því ekki að bitna á þeim sem nýta sér þjónustuna. „En þetta skapar óvissu og við erum auðvitað hrædd um að sveitarstjórnirnar muni bera of mikið hallann og það er þannig að okkar veruleiki felst bara í þeim skattstofnum og öðrum sem að við höfum úr að spila og það er í raun lögbundið.“ Tvær breytingar hafa verið gerðar sem felast í tilfærslu tekjuskatts yfir í útsvar og þar af leiðandi hafi sveitarfélögin fengið meiri fjármuni. „Nú veit ég ekki hvort ríkisstjórnin velti því fyrir sér að þetta geti verið lausn í þessu, en það er afar óheppilegt fyrir þann hóp sem er undir að við séum ekki komin lengra með málið og það sé ekki betur undirbúið hvað þetta varðar af hálfu ríkisstjórnarinnar.“ Almar segir málið núna á herðum ríkisstjórnarinnar og hann vonast til að þau málaflokkinn föstum tökum og bregðist við. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild í spilaranum hér fyrir neðan:
Málefni fatlaðs fólks Garðabær Sprengisandur Bylgjan Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Sjá meira