Fótbolti

Albert aftur í byrjunar­liðið en mar­tröðin heldur á­fram

Sindri Sverrisson skrifar
Albert Guðmundsson náði ekki að rétta af skelfilegt gengi Fiorentina í dag.
Albert Guðmundsson náði ekki að rétta af skelfilegt gengi Fiorentina í dag. Getty/Emanuele Comincini

Skelfilegt gengi Fiorentina hélt í dag áfram í ítölsku A-deildinni í fótbolta þegar liðið tapaði á útivelli gegn Sassuolo, 3-1. Fiorentina hefur ekki enn unnið leik í deildinni, í fjórtán umferðum.

Albert hafði komið inn á sem varamaður í síðustu tveimur deildarleikjum en lék frá byrjun í dag í fremstu víglínu ásamt Moise Kean.

Útlitið var gott fyrir Fiorentina á 9. mínútu þegar Rolando Mandragora kom liðinu yfir en strax fjórum mínútum síðar náði Cristian Volpato að jafna metin fyrir Sassuolo.

Tarik Muharemovic kom svo Sassuolo yfir rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og Ismael Koné skoraði þriðja mark liðsins á 65. mínútu.

Fiorentina er í neðsta sæti deildarinnar með aðeins sex stig, úr sex jafnteflum og átta töpum, og fimm stig eru upp í næsta örugga sæti. Liðið er með 25 stigum minna en á sama tíma fyrir ári síðan.

Sassuolo er í 8. sæti með 20 stig en önnur lið eiga núna leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×