Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur Páll Eiríksson skrifar 5. desember 2025 16:30 Emegha lét heldur klaufaleg ummæli falla þar sem hann opinberaði vankunnáttu sína í landafræði. Justin Setterfield/Getty Images Hollenski framherjinn Emmanuel Emegha hefur verið dæmdur í eins leiks bann af félagi sínu Strasbourg í Frakklandi af heldur kómískum sökum. Umdeild ummæli féllu ekki vel í kramið hjá stjórnendum liðsins. Emegha samdi við Strasbourg árið 2023 er hann kom frá Sturm Graz í Austurríki. Hann hefur síðan staðið sig gríðarvel þar sem liðið komst í Evrópukeppni í fyrsta sinn í árabil og varð framganga hans til þess að Chelsea hefur fest kaup á honum fyrir næsta sumar. Framherjinn hávaxni þekkti þó lítið til franska félagsins þegar hann samdi við það fyrir tveimur árum síðan. Hreinskilningslega hélt ég að Strasbourg væri í Þýskalandi en það kom í ljós að borgin var í Frakklandi. En ég held að allir þekki til Strasbourg núna, sagði Emegha á dögunum en Strasbourg lenti í sjöunda sæti frönsku deildarinnar í fyrra og komst þar af leiðandi í Sambandsdeild Evrópu. Þessi ummæli kappans hafa ekki mælst vel fyrir á meðal stuðningsmanna liðsins og stjórnenda þess. Landafræðikunnátta kappans hefur þar af leiðandi komið honum í eins leiks bann hjá liðinu og mun hann ekki spila um helgina. Rosenior segir þetta lexíu fyrir framherjann unga.Mike Hewitt/Getty Images „Emma lét nokkur klaufaleg ummæli falla við fjölmiðla sem særðu marga og var refsað fyrir það,“ segir Englendingurinn Liam Rosenior, þjálfari Strasbourg. „Hann þarf líka að gera sér grein fyrir því að allar gjörðir hafa afleiðingar,“ bætti þessi fyrrum leikmaður Fulham og Hull City í ensku úrvalsdeildinni við um hollenska framherjann. Emegha er sagður hafa skilið ákvörðun félagsins að setja hann í bann vegna skorts á virðingu fyrir reglum og gildum þess. Strasbourg mætir Breiðabliki í síðustu umferð í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í Strasbourg (í Frakklandi en ekki Þýskalandi) þann 18. desember næst komandi. Franski boltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Sjá meira
Emegha samdi við Strasbourg árið 2023 er hann kom frá Sturm Graz í Austurríki. Hann hefur síðan staðið sig gríðarvel þar sem liðið komst í Evrópukeppni í fyrsta sinn í árabil og varð framganga hans til þess að Chelsea hefur fest kaup á honum fyrir næsta sumar. Framherjinn hávaxni þekkti þó lítið til franska félagsins þegar hann samdi við það fyrir tveimur árum síðan. Hreinskilningslega hélt ég að Strasbourg væri í Þýskalandi en það kom í ljós að borgin var í Frakklandi. En ég held að allir þekki til Strasbourg núna, sagði Emegha á dögunum en Strasbourg lenti í sjöunda sæti frönsku deildarinnar í fyrra og komst þar af leiðandi í Sambandsdeild Evrópu. Þessi ummæli kappans hafa ekki mælst vel fyrir á meðal stuðningsmanna liðsins og stjórnenda þess. Landafræðikunnátta kappans hefur þar af leiðandi komið honum í eins leiks bann hjá liðinu og mun hann ekki spila um helgina. Rosenior segir þetta lexíu fyrir framherjann unga.Mike Hewitt/Getty Images „Emma lét nokkur klaufaleg ummæli falla við fjölmiðla sem særðu marga og var refsað fyrir það,“ segir Englendingurinn Liam Rosenior, þjálfari Strasbourg. „Hann þarf líka að gera sér grein fyrir því að allar gjörðir hafa afleiðingar,“ bætti þessi fyrrum leikmaður Fulham og Hull City í ensku úrvalsdeildinni við um hollenska framherjann. Emegha er sagður hafa skilið ákvörðun félagsins að setja hann í bann vegna skorts á virðingu fyrir reglum og gildum þess. Strasbourg mætir Breiðabliki í síðustu umferð í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í Strasbourg (í Frakklandi en ekki Þýskalandi) þann 18. desember næst komandi.
Franski boltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Sjá meira