Innlent

Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum lista­manna

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Elías Þór Þorvarðarson kom með nesti með sér í Bítið.
Elías Þór Þorvarðarson kom með nesti með sér í Bítið.

„Við fögnum þessari umræðu og okkur þykir mjög vænt um að fá að taka þátt í því að móta framtíðina,“ sagði Elías Þór Þorvarðarson, sölu- og markaðsstjóri Kjöríss, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Til umræðu voru umdeildar umbúðir jólaíss Kjöríss, sem voru teiknaðar með aðstoð gervigreindar.

„Staðan er náttúrulega sú að gervigreindin er komin alls staðar,“ sagði Elías. „Konan mín kvartar undan því að ég tali meira við Candy mína en hana,“ sagði hann um nýjan aðstoðarmann sinn.

Elías vildi meina að fólk gerði almennt fátt í dag án þess að leita aðstoðar hjá gervigreindinni. 

„Og það er bara alveg eins með listamenn; þeir eru farnir að nota þetta gríðarlega mikið. Og við erum að vinna ofboðslega mikið með listamönnum; það er sennilega ekkert fyrirtæki á landinu sem vinnur jafn mikið með listamönnum og við,“ sagði Elías og nefndi meðal annars Ice Guys sem dæmi.

Mikið hefði legið á að koma jólaísnum á markað, þar sem um væri að ræða eina súkkulaði jólaísinn. Teiknari sem fyrirtækið ráðfærði sig við hefði tjáð mönnum að eina leiðin til að klára umbúðirnar með litlum fyrirvara væri að nota gervigreindina.

„Gervigreindin er náttúrlega bara einn enn pensilinn í höndum listamanna,“ sagði Elías, spurður um „samstarf“ teiknarans og gervigreindarinnar. 

„Ég var alveg meðvitaður um að þessi umræða gæti komið upp, vegna þess að við vorum ekkert að reyna að fela það að hér væri gervigreindin vel nýtt. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×