Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 4. desember 2025 10:57 Konur eru líklegri til að sjá um heimilisþrif. Getty Verkaskipting sambúðarfólks er ansi hefðbundin litið til kynhlutverka samkvæmt nýrri skýrslu. Hins vegar er talsverður munur á hlutfalli kvenna og karla sem telja að verkefnum heimilisins sé skipt jafnt á milli þeirra og maka, á þann hátt að karlar telji sig taka meiri þátt í verkefnum kvennanna. Gríðarlegur munur er á verkaskiptingu kvenna og karla þegar kemur að heimilisþrifum en tveir þriðju kvenna sjá alltaf eða yfirleitt um óregluleg heimilisþrif og þvott. Þá sér rúmlega helmingur kvenna alltaf eða yfirleitt um regluleg þrif á heimilinu. Á móti kemur sjá karlar frekar um verkefni utandyra, til að mynda viðgerðir, viðhald og umsjón farartækja. Talsverður munur er þá á hlutfalli kvenna og karla sem telja að verkefnum heimilisins sé jafnt skipt á milli þeirra. Af þeim störfum sem konur segjast sinna í meira mæli alltaf eða yfirleitt segir tæplega helmingur karla að verkefnunum sé skipt jafnt á milli þeirra og maka. Hið sama má ekki sjá þegar litið er til starfa sem karlar sinna í meira mæli þar sem mun lægra hlutfall kvenna telur þeim verkefnum jafnt skipt. Þær eru líklegri til að segja að makinn sjái alfarið um slík verkefni. Fjármál og matseldin á herðum beggja Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Vörðu - rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins þar sem skipting heimilisstarfa meðal sambúðarfólks var til skoðunar. Niðurstöðurnar sýna fram á að verkaskiptingin er ansi hefðbundin. Vert er að taka fram að kvár voru flokkuð með konum við framkvæmd könnunarinnar. Minnsti munur milli karla og kvenna eða kvára er þegar litið er til innkaupa, matseldar og fjármála heimilisins. Tæplega helmingur kvenna sér alltaf um matseld og innkaup en fjórðungur karla. Þó segja 43 prósent kvenna og 53 prósent karla að matseld á heimilinu sé skipt jafnt á milli sambýlinganna. Sama má segja um fjármál heimilisins þar sem 44 prósent karla og fimmtíu prósent kvenna segja ábyrgðinni jafn skipt. Hins vegar segja 43 prósent kvenna að þær beri alltaf eða yfirleitt ábyrgð á fjármálum heimilisins gegn 32 prósentum karla. Þriðja vaktin frekar á herðum kvenna Hugtakið þriðja vaktin, sem lýsa á þeirri ósýnilegu og ólaunuðu vinnu, kom einnig fyrir í könnuninni sem sýndi fram á að konur sjá mun frekar um þriðju vaktina. Konur bera frekar ábyrgð á skipulagi og utan um haldi flestra þátta sem snúa að rekstri heimilisins. Meðal verkefna sem konur sjá frekar um er skipulag í kringum þvott, þrif og mat á meðan karlar skipuleggja frekar viðgerðir og viðhald á húsnæði og farartækjum. Skipulag fjölskyldunnar og tilfinningalegur stuðningur við fjölskyldumeðlimi fellur frekar í hlut kvenna. Þar er átt við að vita hvenær fjölskyldumeðlimir þurfa að fara til læknis, skipuleggja frí og viðburði í fjölskyldunni. Skoðanakannanir Fjármál heimilisins Hús og heimili Jafnréttismál Ástin og lífið Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Gríðarlegur munur er á verkaskiptingu kvenna og karla þegar kemur að heimilisþrifum en tveir þriðju kvenna sjá alltaf eða yfirleitt um óregluleg heimilisþrif og þvott. Þá sér rúmlega helmingur kvenna alltaf eða yfirleitt um regluleg þrif á heimilinu. Á móti kemur sjá karlar frekar um verkefni utandyra, til að mynda viðgerðir, viðhald og umsjón farartækja. Talsverður munur er þá á hlutfalli kvenna og karla sem telja að verkefnum heimilisins sé jafnt skipt á milli þeirra. Af þeim störfum sem konur segjast sinna í meira mæli alltaf eða yfirleitt segir tæplega helmingur karla að verkefnunum sé skipt jafnt á milli þeirra og maka. Hið sama má ekki sjá þegar litið er til starfa sem karlar sinna í meira mæli þar sem mun lægra hlutfall kvenna telur þeim verkefnum jafnt skipt. Þær eru líklegri til að segja að makinn sjái alfarið um slík verkefni. Fjármál og matseldin á herðum beggja Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Vörðu - rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins þar sem skipting heimilisstarfa meðal sambúðarfólks var til skoðunar. Niðurstöðurnar sýna fram á að verkaskiptingin er ansi hefðbundin. Vert er að taka fram að kvár voru flokkuð með konum við framkvæmd könnunarinnar. Minnsti munur milli karla og kvenna eða kvára er þegar litið er til innkaupa, matseldar og fjármála heimilisins. Tæplega helmingur kvenna sér alltaf um matseld og innkaup en fjórðungur karla. Þó segja 43 prósent kvenna og 53 prósent karla að matseld á heimilinu sé skipt jafnt á milli sambýlinganna. Sama má segja um fjármál heimilisins þar sem 44 prósent karla og fimmtíu prósent kvenna segja ábyrgðinni jafn skipt. Hins vegar segja 43 prósent kvenna að þær beri alltaf eða yfirleitt ábyrgð á fjármálum heimilisins gegn 32 prósentum karla. Þriðja vaktin frekar á herðum kvenna Hugtakið þriðja vaktin, sem lýsa á þeirri ósýnilegu og ólaunuðu vinnu, kom einnig fyrir í könnuninni sem sýndi fram á að konur sjá mun frekar um þriðju vaktina. Konur bera frekar ábyrgð á skipulagi og utan um haldi flestra þátta sem snúa að rekstri heimilisins. Meðal verkefna sem konur sjá frekar um er skipulag í kringum þvott, þrif og mat á meðan karlar skipuleggja frekar viðgerðir og viðhald á húsnæði og farartækjum. Skipulag fjölskyldunnar og tilfinningalegur stuðningur við fjölskyldumeðlimi fellur frekar í hlut kvenna. Þar er átt við að vita hvenær fjölskyldumeðlimir þurfa að fara til læknis, skipuleggja frí og viðburði í fjölskyldunni.
Skoðanakannanir Fjármál heimilisins Hús og heimili Jafnréttismál Ástin og lífið Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira