Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. desember 2025 09:09 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Anton Brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki vera að hugleiða framboð í komandi borgarstjórnarkosningum. Hann er sem stendur með hugann við störf sín í landsmálapólitíkinni, meðal annars við samgönguáætlun sem kynnt var í gær. Hann segir áætlunina í raun vera „óskalista“ núverandi ríkistjórnar um hvað sú næsta eigi að gera í samgöngumálum. Sigmundur Davíð var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem gott gengi flokksins í skoðanakönnunum og stjórnmálin almennt voru til umræðu. Undir lok viðtalsins var Sigmundur spurður um „háværar sögusagnir“ um að hann væri sjálfur að hugsa um að fara í borgarstjórnarslag. „Ég fæ að taka þátt í borgarstjórnarslagnum eins og frambjóðendur telja heppilegt,“ sagði Sigmundur. Sjálfur sé hann þó ekki hug á að gefa kost á sér. „Nei ég hef engin áform um það,“ svaraði Sigmundur. Telur viðbúið að samgönguáætlun standist ekki Stjórnmálin voru rædd um víðan völl í þættinum, en talið barst meðal annars að samgönguáætlun sem ríkisstjórnin kynnti í gær. Sigmundur segir að glærukynningin sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu hafi að hans mati litið mjög svipað út og sú sem fyrri ríkisstjórn hafði kynnt. „Þetta fær svona það yfirbragð að þetta sé það sem er að fara að gerast. Af því þetta eru ráðherrar, þetta er ríkisstjórn. En þegar betur er að gáð þá er þessi samgönguáætlun, eins og þær fyrri, í rauninni bara óskalisti um hvernig menn vilja sjá hlutina þróast. Þá er hægt að henda öllu mögulegu þarna til og frá og kynna það eins og ríkisstjórnin sé að fara að gera þetta allt saman. Hversu margt af þessu er þessi ríkisstjórn að fara að gera? Það er mjög takmarkað,“ segir Sigmundur. „Þetta er allt eitthvað sem þessi ríkisstjórn gæti hugsað sér að næstu ríkisstjórnir til ársins 2040 framkvæmi. Og fyrir vikið þá er viðbúið að þessi áætlun standist ekkert frekar en þær fyrri.“ Langtímaáætlanir þurfi að standa tímans tönn Hann tók undir með þáttarstjórnanda að það gæti verið mjög hvimleitt fyrir almenning í landinu að aldrei væri hægt að stóla fyllilega á langtímaáætlanir sem stjórnvöld gera, þar sem hætt sé við að ýmist sé ekki staðið við slíkar áætlanir eða þeim snúið á hvolf þegar ný ríkisstjórn tekur við. Hins vegar verði ákvarðanirnar að vera vel ígrundaðar og útfærðar og standast tímans tönn að sögn Sigmundar. „Þetta má samt ekki verða þannig að ef kerfið er komið af stað með eitthvað, að þá er haldið bara áfram á sömu braut sama hvað kemur í ljós. Því við höfum séð svo mörg slík slys í gegnum tíðina, eins og til dæmis sem mér hefur verið tíðrætt um með Nýja-Landspítalann,“ segir Sigmundur. Það hafi að hans sögn ekki verið búið að taka fyrstu skóflustunguna þegar margir hafi verið búnir að átta sig á því að þar væru mistök í uppsiglingu. „En þá komu þessi rök, ef rök skyldi kalla: „Það er búið að eyða svo miklum tíma í að undirbúa þetta, þetta var ákveðið 1975 eða hvernig sem það var, og svo er búið að setja heilmikla peninga í að undirbúa þetta svo við verðum að fá að klára mistökin.“ Við megum ekki heldur festast í slíku,“ sagði Sigmundur. Miðflokkurinn Samgöngur Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Sjá meira
Sigmundur Davíð var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem gott gengi flokksins í skoðanakönnunum og stjórnmálin almennt voru til umræðu. Undir lok viðtalsins var Sigmundur spurður um „háværar sögusagnir“ um að hann væri sjálfur að hugsa um að fara í borgarstjórnarslag. „Ég fæ að taka þátt í borgarstjórnarslagnum eins og frambjóðendur telja heppilegt,“ sagði Sigmundur. Sjálfur sé hann þó ekki hug á að gefa kost á sér. „Nei ég hef engin áform um það,“ svaraði Sigmundur. Telur viðbúið að samgönguáætlun standist ekki Stjórnmálin voru rædd um víðan völl í þættinum, en talið barst meðal annars að samgönguáætlun sem ríkisstjórnin kynnti í gær. Sigmundur segir að glærukynningin sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu hafi að hans mati litið mjög svipað út og sú sem fyrri ríkisstjórn hafði kynnt. „Þetta fær svona það yfirbragð að þetta sé það sem er að fara að gerast. Af því þetta eru ráðherrar, þetta er ríkisstjórn. En þegar betur er að gáð þá er þessi samgönguáætlun, eins og þær fyrri, í rauninni bara óskalisti um hvernig menn vilja sjá hlutina þróast. Þá er hægt að henda öllu mögulegu þarna til og frá og kynna það eins og ríkisstjórnin sé að fara að gera þetta allt saman. Hversu margt af þessu er þessi ríkisstjórn að fara að gera? Það er mjög takmarkað,“ segir Sigmundur. „Þetta er allt eitthvað sem þessi ríkisstjórn gæti hugsað sér að næstu ríkisstjórnir til ársins 2040 framkvæmi. Og fyrir vikið þá er viðbúið að þessi áætlun standist ekkert frekar en þær fyrri.“ Langtímaáætlanir þurfi að standa tímans tönn Hann tók undir með þáttarstjórnanda að það gæti verið mjög hvimleitt fyrir almenning í landinu að aldrei væri hægt að stóla fyllilega á langtímaáætlanir sem stjórnvöld gera, þar sem hætt sé við að ýmist sé ekki staðið við slíkar áætlanir eða þeim snúið á hvolf þegar ný ríkisstjórn tekur við. Hins vegar verði ákvarðanirnar að vera vel ígrundaðar og útfærðar og standast tímans tönn að sögn Sigmundar. „Þetta má samt ekki verða þannig að ef kerfið er komið af stað með eitthvað, að þá er haldið bara áfram á sömu braut sama hvað kemur í ljós. Því við höfum séð svo mörg slík slys í gegnum tíðina, eins og til dæmis sem mér hefur verið tíðrætt um með Nýja-Landspítalann,“ segir Sigmundur. Það hafi að hans sögn ekki verið búið að taka fyrstu skóflustunguna þegar margir hafi verið búnir að átta sig á því að þar væru mistök í uppsiglingu. „En þá komu þessi rök, ef rök skyldi kalla: „Það er búið að eyða svo miklum tíma í að undirbúa þetta, þetta var ákveðið 1975 eða hvernig sem það var, og svo er búið að setja heilmikla peninga í að undirbúa þetta svo við verðum að fá að klára mistökin.“ Við megum ekki heldur festast í slíku,“ sagði Sigmundur.
Miðflokkurinn Samgöngur Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Sjá meira