Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar 4. desember 2025 09:15 Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hitti naglann á höfuðið þegar hann líkti ástandinu á leigubílamarkaðnum við „villta vestrið.“ Glundroði og óöryggi hefur einkennt íslenska leigubílaþjónustu allt frá lagabreytingunni árið 2023 þegar markaðurinn var nær alfarið gefinn frjáls. Fréttir af ofbeldi, svindli á ferðamönnum, óhæfum aðilum í akstri og skorti á raunverulegu eftirliti hafa verið tíðar, og traust almennings á þessari mikilvægu grunnþjónustu hefur beðið hnekki. Frumvarp ráðherra sem nú liggur fyrir er ætlað að vinda ofan af þessari óheillaþróun og endurvinna öryggi og traust. Allir leigubílstjórar yrðu skyldaðir til að tilheyra viðurkenndri leigubílastöð sem beri ábyrgð á rekstri sinna ökumanna, eftirliti og því að lögum sé fylgt. Þar að auki verði innleitt rafrænt eftirlit þar sem hver einasta ferð verði skráð frá upphafi til enda ásamt verði. Þetta mun stórbæta öryggi farþega, ekki síst viðkvæmra hópa, auðvelda lögreglu rannsókn mála og draga úr líkum á ofrukkunum og svikum. Málið er nú að klárast í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis og gert ráð fyrir að það fari í aðra umræðu strax eftir áramót. Það er mikilvægt að þessar breytingar nái í gegn sem allra fyrst. Það blasir við að fyrri lagabreyting leiddi til óviðundandi ástands á leigubílamarkaðnum, þar sem friður hafði ríkt allt frá því leigubílar fóru fyrst að aka um götur landsins. Meginástæða frumvarps ráðherra Flokks fólksins er einföld: Öryggi og traust almennings á að vera í forgangi. Við getum ekki setið aðgerðalaus þegar óreiða ríkir á leigubílamarkaði og ógnar öryggi fólks. Með þessum breytingum tökum við skref í átt að ábyrgari, öruggari og réttlátari þjónustu, bæði fyrir farþega og leigubílstjóra. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Helgi Pálmason Leigubílar Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hitti naglann á höfuðið þegar hann líkti ástandinu á leigubílamarkaðnum við „villta vestrið.“ Glundroði og óöryggi hefur einkennt íslenska leigubílaþjónustu allt frá lagabreytingunni árið 2023 þegar markaðurinn var nær alfarið gefinn frjáls. Fréttir af ofbeldi, svindli á ferðamönnum, óhæfum aðilum í akstri og skorti á raunverulegu eftirliti hafa verið tíðar, og traust almennings á þessari mikilvægu grunnþjónustu hefur beðið hnekki. Frumvarp ráðherra sem nú liggur fyrir er ætlað að vinda ofan af þessari óheillaþróun og endurvinna öryggi og traust. Allir leigubílstjórar yrðu skyldaðir til að tilheyra viðurkenndri leigubílastöð sem beri ábyrgð á rekstri sinna ökumanna, eftirliti og því að lögum sé fylgt. Þar að auki verði innleitt rafrænt eftirlit þar sem hver einasta ferð verði skráð frá upphafi til enda ásamt verði. Þetta mun stórbæta öryggi farþega, ekki síst viðkvæmra hópa, auðvelda lögreglu rannsókn mála og draga úr líkum á ofrukkunum og svikum. Málið er nú að klárast í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis og gert ráð fyrir að það fari í aðra umræðu strax eftir áramót. Það er mikilvægt að þessar breytingar nái í gegn sem allra fyrst. Það blasir við að fyrri lagabreyting leiddi til óviðundandi ástands á leigubílamarkaðnum, þar sem friður hafði ríkt allt frá því leigubílar fóru fyrst að aka um götur landsins. Meginástæða frumvarps ráðherra Flokks fólksins er einföld: Öryggi og traust almennings á að vera í forgangi. Við getum ekki setið aðgerðalaus þegar óreiða ríkir á leigubílamarkaði og ógnar öryggi fólks. Með þessum breytingum tökum við skref í átt að ábyrgari, öruggari og réttlátari þjónustu, bæði fyrir farþega og leigubílstjóra. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun