54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar 3. desember 2025 07:47 Á landsþingi Viðreisnar þann 21. september sl. segir sérstaklega um atvinnumál að flokkurinn vilji „...styðja við fjölbreytni, nýsköpun og kynslóðaskipti í landbúnaði.“ Slík markmið eru verðug en fimmtíu og fjórum dögum síðar leggur fjármálaráðherra fram frumvarp um hið gagnstæða. Frumvarpið varðar meðal annars breytingar á lögum um erfðafjárskatt sem mun gera ungum og upprennandi bændum enn erfiðara um vik að taka við búrekstri jarða. Aukinheldur ganga þær breytingar sem frumvarpið boðar þvert gegn stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem segir berum orðum að gripið verði til aðgerða til að auðvelda kynslóðaskipti í landbúnaði. Án þess að rekja hvað erfðafjárskattur er í senn óréttlátur og ófyrirsjáanlegur skattur þá er í tilviki fasteigna fasteignamat eignarinnar grundvöllur skattlagningarinnar. Tilgangur fasteignamats er ekki eingöngu að vera gjaldstofn fasteignagjalds heldur einnig að vera skattstofn fasteigna við ákvörðun erfðafjárskatts. Fasteignamatið er reiknað með tölfræðilegum matskerfum sem byggja á markaðsgögnum og eiginleikum fasteignarinnar með það að markmiði að endurspegla markaðsvirði hennar á ákveðnu tímabili. Núna er hins vegar lagt til að byggja skattlagningu erfðafjárskatts á tvöföldu kerfi - annars vegar með fasteignamati og hins vegar með markaðsverði. Á sama tíma og fasteignamat, rétt eins og lög og reglur kveða á um, á að endurspegla markaðsverð fasteignar. Þá er allskostar óvíst samkvæmt efni frumvarpsins hvenær eigi að styðjast við fasteignamatsverð og hvenær markaðsverð, með hvaða hætti markaðsverð er fundið, hvernig eigi að finna sambærilegar eignir til viðmiðunar, hvaða hlutlægu mælikvarðar liggja þar að baki og hvaða kaupendamarkað á eiginlega að miða við. Verði gert tilboð í bújörð sem er langt yfir fasteignamatsverði, er þá tilboðsverðið orðið markaðsverð af því að einhver einn aðili var tilbúinn að greiða svo mikið fyrir eignina? Og um leið er þá tilboðsverðið orðið grundvöllur skattlagningar erfðafjárskatts? Hvernig hefur verið hugsað fyrir erfðadeilur sem geta komið upp þegar erfingjar eru fleiri en einn? Þá er einnig verið að taka einn lið út úr fasteignamatinu, þ.e. lóðarliðinn (landið), og meta sérstaklega af sérfróðum aðila til „markaðsverðs“ og á þá að miða við þann lið í fasteignamatinu síðar meir? Alltof mörgum spurningum er ósvarað. Fyrirsjáanleika skattheimtunnar og grunnreglu skattaréttar er einfaldlega kastað á glæ í frumvarpi fjármálaráðherra, og það á kostnað kynslóðaskipta í landbúnaði. Verði frumvarpið óbreytt að lögum er óhætt að fullyrða að verið sé að leggja stein, og það ófyrirséðan, í götu kynslóðaskipta í landbúnaði þannig að þau verði torvelduð og einfaldlega gerð afturreka. Og hvað ætlar landinn þá að hafa sér til hnífs og skeiðar - Cheerios og möndlumjólk kannski? Maður einfaldlega spyr sig. Höfundur er framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Ágústa Sigurðardóttir Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Á landsþingi Viðreisnar þann 21. september sl. segir sérstaklega um atvinnumál að flokkurinn vilji „...styðja við fjölbreytni, nýsköpun og kynslóðaskipti í landbúnaði.“ Slík markmið eru verðug en fimmtíu og fjórum dögum síðar leggur fjármálaráðherra fram frumvarp um hið gagnstæða. Frumvarpið varðar meðal annars breytingar á lögum um erfðafjárskatt sem mun gera ungum og upprennandi bændum enn erfiðara um vik að taka við búrekstri jarða. Aukinheldur ganga þær breytingar sem frumvarpið boðar þvert gegn stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem segir berum orðum að gripið verði til aðgerða til að auðvelda kynslóðaskipti í landbúnaði. Án þess að rekja hvað erfðafjárskattur er í senn óréttlátur og ófyrirsjáanlegur skattur þá er í tilviki fasteigna fasteignamat eignarinnar grundvöllur skattlagningarinnar. Tilgangur fasteignamats er ekki eingöngu að vera gjaldstofn fasteignagjalds heldur einnig að vera skattstofn fasteigna við ákvörðun erfðafjárskatts. Fasteignamatið er reiknað með tölfræðilegum matskerfum sem byggja á markaðsgögnum og eiginleikum fasteignarinnar með það að markmiði að endurspegla markaðsvirði hennar á ákveðnu tímabili. Núna er hins vegar lagt til að byggja skattlagningu erfðafjárskatts á tvöföldu kerfi - annars vegar með fasteignamati og hins vegar með markaðsverði. Á sama tíma og fasteignamat, rétt eins og lög og reglur kveða á um, á að endurspegla markaðsverð fasteignar. Þá er allskostar óvíst samkvæmt efni frumvarpsins hvenær eigi að styðjast við fasteignamatsverð og hvenær markaðsverð, með hvaða hætti markaðsverð er fundið, hvernig eigi að finna sambærilegar eignir til viðmiðunar, hvaða hlutlægu mælikvarðar liggja þar að baki og hvaða kaupendamarkað á eiginlega að miða við. Verði gert tilboð í bújörð sem er langt yfir fasteignamatsverði, er þá tilboðsverðið orðið markaðsverð af því að einhver einn aðili var tilbúinn að greiða svo mikið fyrir eignina? Og um leið er þá tilboðsverðið orðið grundvöllur skattlagningar erfðafjárskatts? Hvernig hefur verið hugsað fyrir erfðadeilur sem geta komið upp þegar erfingjar eru fleiri en einn? Þá er einnig verið að taka einn lið út úr fasteignamatinu, þ.e. lóðarliðinn (landið), og meta sérstaklega af sérfróðum aðila til „markaðsverðs“ og á þá að miða við þann lið í fasteignamatinu síðar meir? Alltof mörgum spurningum er ósvarað. Fyrirsjáanleika skattheimtunnar og grunnreglu skattaréttar er einfaldlega kastað á glæ í frumvarpi fjármálaráðherra, og það á kostnað kynslóðaskipta í landbúnaði. Verði frumvarpið óbreytt að lögum er óhætt að fullyrða að verið sé að leggja stein, og það ófyrirséðan, í götu kynslóðaskipta í landbúnaði þannig að þau verði torvelduð og einfaldlega gerð afturreka. Og hvað ætlar landinn þá að hafa sér til hnífs og skeiðar - Cheerios og möndlumjólk kannski? Maður einfaldlega spyr sig. Höfundur er framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun