„Öll kosningaloforð eru svikin“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. desember 2025 12:02 Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd, segir ríkisstjórina ekki hafa vilja til að hagræða í ríkisrekstri. Vísir/Anton Brink Önnur umræða um fjárlög hefst á Alþingi eftir hádegi og hafa nokkrar breytingar verið gerðar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd segir ríkisstjórnina hafa svikið öll þau loforð sem gefin voru í aðdraganda síðustu kosninga og klúðra sóknarfæri að hallalausum ríkissjóði. Samkvæmt nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar eru lagðar til breytingar sem fela í sér útgjaldaaukningu upp á 19,6 milljarða frá því sem gert var ráð fyrir þegar frumvarpið var lagt fram. Einnig er gert ráð fyrir að tekjur hækki um rúma 7,5 milljarða, meðal annars vegna skattahækkana sem felast í boðuðu afnámi samnýtingar skattþrepa, endurmati á innheimtu erfðafjárskatts og hækkun skatts á lögaðila. Uppbygging á Hólmsheiði og Stuðlum fyrirferðarmikil Fara á í viðbótarfjárveitingu til heilbrigðis- og meðferðarstofnana, endurhæfingarstofnana, landsbyggðartengdra verkefna, neytendaverndar á leigumarkaði, eflingar íslenskukennslu og ungmennastarfs. „Undir þessu eru fjölmörg samtök sem sinna þessari þjónustu og hafa sótt til okkar framlag. Þar má nefna Ljósið, SÁÁ og Hlaðgerðarkot,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður fjárlaganefndar. „Mest telja 4,9 milljarðar til að jafna örorkubyrði lífeyrissjóða. Uppbyggingin á stuðlum þar er 1,1 milljarður settur aukalega í þá uppbyggingu og svo öryggisvistunarúrræði á Hólmsheiði, þar setjum við tvo milljarða. Þetta er myndi ég segja talar sterkt inn í stefnu ríkisstjórnarinnar í velferðarmálum.“ „Öll kosningaloforð svikin“ Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, segir meirihlutann hafa svikið öll kosningaloforð með þessum fjárlögum. „Öll kosningaloforð eru svikin. Það er ekkert aðhald, útgjöldin eru aukin um 142 milljarða frá því sem var síðast. Bara svona sem dæmi þá var aukningin á kosningaári 60 milljarðar. Skattar eru hækkaðir, það er engin skuldaniðurgreiðsla, þvert á móti skuldir aukast,“ segir Guðlaugur. Hann segir vel hægt að hagræða í ríkisrekstri. „Við erum með raunhæfar tillögur, bæði um það að spara beint með sameiningu stofnana, með auknu gagnsæi í rekstri ríkisins, sem er lykilatriði. Breyta lögum um opinbera starfsmenn,“ segir Guðlaugur. „Sömuleiðis er núna rétti tíminn til að losa um eignir og greiða niður skuldir og lækka þannig vaxtabyrði ríkissjóðs sem er engum til gagns. Það eru næg tækifæri til þess að ná endum saman, lækka skatta og minnka skuldir ef pólitískur vilji er fyrir hendi.“ Skattahækkun eða endurmat? Minnihluti nefndarinnar hefur gagnrýnt mjög endurmat á innheimtu erfðafjárskatts. Gert er ráð fyrir að meira komi inn í ríkissjóð þar sem erfðafjárskattur verður innheimtur samkvæmt nýju mati á eignum, ekki fyrirliggjandi mati eins og fasteignagjöldum eða öðru slíku. „Endurmatið er hluti af heildarmati á bæði tekju- og gjaldahlið, sem að farið var í vegna efnahagsáfalla sem sneru að Norðuráli, lokun PCC á Bakka og fall Play,“ segir Ragnar Þór. „Þarna er ekki um skattahækkun að ræða heldur endurmat á tekjustofni.“ Komi niður á sama stað Guðlaugur Þór segir þetta orðhengilshátt. „Það eru búin til ný nöfn fyrir skattahækkanir. Við sjáum erfðafjárskattinn, sem var laumað inn í þingið og er grafalvarlegt mál. Það á að hækka skatta verulega og segja almenningi ekki frá því,“ segir Guðlaugur Þór. „Þetta er hefðbundin venjuleg vinstri stjórn, sem vill hækka skatta, eykur útgjöld og sendir reikninginn til komandi kynslóða.“ Breytingarnar muni hafa miklar afleiðingar á venjulegt fólk, til að mynda bændur. „Ef þú borgar 10% af milljón þá er það miklu lægra en 10% af tíu milljónum. Það hefur komið skýrt fram að ef menn ætla að fara þessa leið, sem hefur ekki verið farin áður, þá gerir að til dæmis að verkum að kynslóðaskipti hjá bændum er ekki möguleg,“ segir Guðlaugur. „Það kemur á sama stað niður. Fólk þarf að borga miklu meira, miklu meiri skatt af eignum sem er búið að borga alla skatta af fyrir lifandi löngu síðan.“ Fjárlagafrumvarp 2026 Alþingi Tengdar fréttir Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Í hádegisfréttum segjum við frá alvarlegu bílslysi sem varð á Suðurstrandarvegi í morgun. 2. desember 2025 11:38 Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Meirihluti fjárlaganefndar gerði margar jákvæðar breytingar í meðförum sínum á fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Samfylkingar, Flokks fólksins og Viðreisnar. 2. desember 2025 10:00 Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Önnur umræða um fjárlög næsta árs fer fram á Alþingi í dag. Samkvæmt nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar eru lagðar til breytingar sem fela í sér útgjaldaaukningu upp á 19,6 milljarða frá því sem gert var ráð fyrir þegar frumvarpið var lagt fram. Þá er gert ráð fyrir að tekjur hækki um rúma 7,5 milljarða, meðal annars vegna skattahækkana sem felast í boðuðu afnámi samnýtingar skattþrepa, endurmati á innheimtu erfðafjárskatts og hækkunar skatts á lögaðila. 2. desember 2025 08:23 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Vara við listeríu í rifnu grísakjöti „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Sjá meira
Samkvæmt nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar eru lagðar til breytingar sem fela í sér útgjaldaaukningu upp á 19,6 milljarða frá því sem gert var ráð fyrir þegar frumvarpið var lagt fram. Einnig er gert ráð fyrir að tekjur hækki um rúma 7,5 milljarða, meðal annars vegna skattahækkana sem felast í boðuðu afnámi samnýtingar skattþrepa, endurmati á innheimtu erfðafjárskatts og hækkun skatts á lögaðila. Uppbygging á Hólmsheiði og Stuðlum fyrirferðarmikil Fara á í viðbótarfjárveitingu til heilbrigðis- og meðferðarstofnana, endurhæfingarstofnana, landsbyggðartengdra verkefna, neytendaverndar á leigumarkaði, eflingar íslenskukennslu og ungmennastarfs. „Undir þessu eru fjölmörg samtök sem sinna þessari þjónustu og hafa sótt til okkar framlag. Þar má nefna Ljósið, SÁÁ og Hlaðgerðarkot,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður fjárlaganefndar. „Mest telja 4,9 milljarðar til að jafna örorkubyrði lífeyrissjóða. Uppbyggingin á stuðlum þar er 1,1 milljarður settur aukalega í þá uppbyggingu og svo öryggisvistunarúrræði á Hólmsheiði, þar setjum við tvo milljarða. Þetta er myndi ég segja talar sterkt inn í stefnu ríkisstjórnarinnar í velferðarmálum.“ „Öll kosningaloforð svikin“ Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, segir meirihlutann hafa svikið öll kosningaloforð með þessum fjárlögum. „Öll kosningaloforð eru svikin. Það er ekkert aðhald, útgjöldin eru aukin um 142 milljarða frá því sem var síðast. Bara svona sem dæmi þá var aukningin á kosningaári 60 milljarðar. Skattar eru hækkaðir, það er engin skuldaniðurgreiðsla, þvert á móti skuldir aukast,“ segir Guðlaugur. Hann segir vel hægt að hagræða í ríkisrekstri. „Við erum með raunhæfar tillögur, bæði um það að spara beint með sameiningu stofnana, með auknu gagnsæi í rekstri ríkisins, sem er lykilatriði. Breyta lögum um opinbera starfsmenn,“ segir Guðlaugur. „Sömuleiðis er núna rétti tíminn til að losa um eignir og greiða niður skuldir og lækka þannig vaxtabyrði ríkissjóðs sem er engum til gagns. Það eru næg tækifæri til þess að ná endum saman, lækka skatta og minnka skuldir ef pólitískur vilji er fyrir hendi.“ Skattahækkun eða endurmat? Minnihluti nefndarinnar hefur gagnrýnt mjög endurmat á innheimtu erfðafjárskatts. Gert er ráð fyrir að meira komi inn í ríkissjóð þar sem erfðafjárskattur verður innheimtur samkvæmt nýju mati á eignum, ekki fyrirliggjandi mati eins og fasteignagjöldum eða öðru slíku. „Endurmatið er hluti af heildarmati á bæði tekju- og gjaldahlið, sem að farið var í vegna efnahagsáfalla sem sneru að Norðuráli, lokun PCC á Bakka og fall Play,“ segir Ragnar Þór. „Þarna er ekki um skattahækkun að ræða heldur endurmat á tekjustofni.“ Komi niður á sama stað Guðlaugur Þór segir þetta orðhengilshátt. „Það eru búin til ný nöfn fyrir skattahækkanir. Við sjáum erfðafjárskattinn, sem var laumað inn í þingið og er grafalvarlegt mál. Það á að hækka skatta verulega og segja almenningi ekki frá því,“ segir Guðlaugur Þór. „Þetta er hefðbundin venjuleg vinstri stjórn, sem vill hækka skatta, eykur útgjöld og sendir reikninginn til komandi kynslóða.“ Breytingarnar muni hafa miklar afleiðingar á venjulegt fólk, til að mynda bændur. „Ef þú borgar 10% af milljón þá er það miklu lægra en 10% af tíu milljónum. Það hefur komið skýrt fram að ef menn ætla að fara þessa leið, sem hefur ekki verið farin áður, þá gerir að til dæmis að verkum að kynslóðaskipti hjá bændum er ekki möguleg,“ segir Guðlaugur. „Það kemur á sama stað niður. Fólk þarf að borga miklu meira, miklu meiri skatt af eignum sem er búið að borga alla skatta af fyrir lifandi löngu síðan.“
Fjárlagafrumvarp 2026 Alþingi Tengdar fréttir Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Í hádegisfréttum segjum við frá alvarlegu bílslysi sem varð á Suðurstrandarvegi í morgun. 2. desember 2025 11:38 Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Meirihluti fjárlaganefndar gerði margar jákvæðar breytingar í meðförum sínum á fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Samfylkingar, Flokks fólksins og Viðreisnar. 2. desember 2025 10:00 Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Önnur umræða um fjárlög næsta árs fer fram á Alþingi í dag. Samkvæmt nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar eru lagðar til breytingar sem fela í sér útgjaldaaukningu upp á 19,6 milljarða frá því sem gert var ráð fyrir þegar frumvarpið var lagt fram. Þá er gert ráð fyrir að tekjur hækki um rúma 7,5 milljarða, meðal annars vegna skattahækkana sem felast í boðuðu afnámi samnýtingar skattþrepa, endurmati á innheimtu erfðafjárskatts og hækkunar skatts á lögaðila. 2. desember 2025 08:23 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Vara við listeríu í rifnu grísakjöti „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Sjá meira
Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Í hádegisfréttum segjum við frá alvarlegu bílslysi sem varð á Suðurstrandarvegi í morgun. 2. desember 2025 11:38
Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Meirihluti fjárlaganefndar gerði margar jákvæðar breytingar í meðförum sínum á fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Samfylkingar, Flokks fólksins og Viðreisnar. 2. desember 2025 10:00
Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Önnur umræða um fjárlög næsta árs fer fram á Alþingi í dag. Samkvæmt nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar eru lagðar til breytingar sem fela í sér útgjaldaaukningu upp á 19,6 milljarða frá því sem gert var ráð fyrir þegar frumvarpið var lagt fram. Þá er gert ráð fyrir að tekjur hækki um rúma 7,5 milljarða, meðal annars vegna skattahækkana sem felast í boðuðu afnámi samnýtingar skattþrepa, endurmati á innheimtu erfðafjárskatts og hækkunar skatts á lögaðila. 2. desember 2025 08:23