Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Valur Páll Eiríksson skrifar 2. desember 2025 14:33 Kristín Birna Ólafsdóttir, afreksstjóri ÍSÍ. Mynd/ÍSÍ Nýr launasjóður ÍSÍ var kynntur til sögunnar með pompi og prakt í höfuðstöðvum ÍSÍ í gær. Afreksíþróttafólk landsins andar léttar og nýtur loks réttinda launafólks eftir margra ára baráttu fyrir bættum kjörum og fjárhagslegu öryggi. Hæstráðendur hjá ÍSÍ bíða þess að fjármagn í sjóðinn verði sett á fjármálaáætlun. Fremsta íþróttafólk landsins í einstaklingumgreinum hefur í fjöldamörg ár kallað eftir breytingum á launa- og styrkjakerfi ÍSÍ svo þau geti notið álíka réttinda og fólk á almennum vinnumarkaði. Áföll, óvæntar uppákomur eða missir á styrktarfé hefur getað orðið til mikils ama. Breyting varð á þegar 38 einstaklingar í fremstu röð hérlendis var skráð á launaskrá nýs launasjóðs ÍSÍ með tilheyrandi kjara- og réttindabótum. „Þetta er gleðidagur og þetta eru tímamót fyrir afreksíþróttafólkið, íþróttahreyfinguna og þjóðina í þessum efnum. Hér erum við að raungera það sem rétt hefur verið lengi, ákall íþróttafólks eftir auknum stuðnings,“ segir Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ, um áfangann. Tímamót fyrir þjóðina segir Willum Þór, forseti ÍSÍ.Vísir/Ívar Fannar „Það hefur sannarlega verið þannig að það hefur verið hægt að styðja við íþróttafólkið í gegnum styrki og það heldur áfram. En þessi viðbót gerir þeim kleift að borga í lífeyrissjóð, að vera skattgreiðendur á Íslandi og afla sér þessara réttinda sem eru svo mikilvæg,“ segir þá Kristín Birna Ólafsdóttir, afreksstjóri ÍSÍ, í samtali við íþróttadeild. Framlag til sérsambanda skerðist ekki Fjármagn til afreksíþrótta var aukið um 637 milljónir milli ára í fjárlögum þessa árs. Þar af fóru um 323 milljónir í Afrekssjóð ÍSÍ sem skiptist milli sérsambanda á vegum ÍSÍ. Nýr Launasjóður nýtur einnig góðs af aukningunni og uppsetning hans gerir ekki að verkum að áðurnefnd framlög til sérsambanda skerðist. Klippa: Afreksstjóri ÍSÍ ræðir nýjan Launasjóð „Nei, það skerðist ekki. Á þessu ári komu 637 milljónir aukalega inn í afreksstarf á Íslandi. Það var strax ákveðið að setja 300 milljónir af því beint inn í sérsamböndin. Það er þá viðbót frá því sem áður var,“ segir Kristín Birna og bætir við: „Enda er rosalega mikilvægt að þau standi sterk í sínu og geti sinnt sínu starfi áður en við förum að tala um frekari yfirbyggingu. Það var mjög mikilvægt að setja fjármagn í sérsamböndin og engin skerðing þar á.“ Hluti fésins fari einnig í aðstoð við ungt landsliðsfólk en mikið hefur verið fjallað um sligandi kostnað af landsliðsverkefnum yngri landsliða, til að mynda í handbolta og körfubolta. „Þar að auki var sett fjármagn í kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsstarfi sem hefur líka verið mikið í fjölmiðlaumræðunni, að ungmenni sem þurfi að borga mjög mikið með sér og fjölskyldur sjái fyrir að geta ekki greitt undir börnin sín, svo það komu 100 milljónir inn í það verkefni. Svo kom inn í launasjóðinn og starfsemi skrifstofunnar,“ segir Kristín Birna. Vonast til að festa fjármagnið á blaði Ásmundur Einar Daðason var ráðherra í fyrri ríkisstjórn sem lagði aukninguna til í lok árs 2024. Fjármagnið var þá viðbótar framlag frá mennta- og barnamálaráðuneytinu á fjárlögum þessa árs. Klippa: Willum ræðir nýjan Launasjóð Þess er þó beðið að nýr Launasjóður fari formlega á fjármálaáætlun til næstu ára. „Við erum með þetta fjármagnað á þessu ári og treystum á að við fáum þetta aftur á næsta ári. Þetta er ekki komið inn í samning til næstu fimm ára en við erum sannarlega að vonast til þess að hægt sé að festa þetta á blaði,“ segir Kristín Birna. „Hún er á fjárlögum þess árs en auðvitað eru fjárlögin byggð upp þannig að þau byggja á fjármálaáætlun til fimm ára. Það er inni í þeim ramma og fjárlög hvers árs byggja á þeim. Það má segja að þannig sé það tryggt, en það er gamla góða klisjan að það er háð á samþykki Alþingis á hverju ári,“ segir Willum Þór. Viðtöl við þau Kristínu og Willum má sjá í heild í spilurunum að ofan. ÍSÍ Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnulið vikunnar hjá Fantasýn: „Teitur var vondi karlinn“ AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Searle vann fyrsta settið á móti Littler Fann liðsfélaga sinn látinn Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Opin æfing hjá strákunum okkar Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace Bílstjóri Anthony Joshua ákærður vegna banaslyssins í Nígeríu Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn Ferrell vakti mikla lukku á hokkíleik: „Gæti þurft að fara inn á“ Liðsfélagar í kasti við lögin og Cardi B flækt í málið „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ KR bætir við sig Letta „Hann verður alltaf númer eitt“ Berst við krabbamein Littler sættist við áhorfendur í salnum „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Venus verður sú elsta í sögunni og Serena gæti snúið aftur Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Sjá meira
Fremsta íþróttafólk landsins í einstaklingumgreinum hefur í fjöldamörg ár kallað eftir breytingum á launa- og styrkjakerfi ÍSÍ svo þau geti notið álíka réttinda og fólk á almennum vinnumarkaði. Áföll, óvæntar uppákomur eða missir á styrktarfé hefur getað orðið til mikils ama. Breyting varð á þegar 38 einstaklingar í fremstu röð hérlendis var skráð á launaskrá nýs launasjóðs ÍSÍ með tilheyrandi kjara- og réttindabótum. „Þetta er gleðidagur og þetta eru tímamót fyrir afreksíþróttafólkið, íþróttahreyfinguna og þjóðina í þessum efnum. Hér erum við að raungera það sem rétt hefur verið lengi, ákall íþróttafólks eftir auknum stuðnings,“ segir Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ, um áfangann. Tímamót fyrir þjóðina segir Willum Þór, forseti ÍSÍ.Vísir/Ívar Fannar „Það hefur sannarlega verið þannig að það hefur verið hægt að styðja við íþróttafólkið í gegnum styrki og það heldur áfram. En þessi viðbót gerir þeim kleift að borga í lífeyrissjóð, að vera skattgreiðendur á Íslandi og afla sér þessara réttinda sem eru svo mikilvæg,“ segir þá Kristín Birna Ólafsdóttir, afreksstjóri ÍSÍ, í samtali við íþróttadeild. Framlag til sérsambanda skerðist ekki Fjármagn til afreksíþrótta var aukið um 637 milljónir milli ára í fjárlögum þessa árs. Þar af fóru um 323 milljónir í Afrekssjóð ÍSÍ sem skiptist milli sérsambanda á vegum ÍSÍ. Nýr Launasjóður nýtur einnig góðs af aukningunni og uppsetning hans gerir ekki að verkum að áðurnefnd framlög til sérsambanda skerðist. Klippa: Afreksstjóri ÍSÍ ræðir nýjan Launasjóð „Nei, það skerðist ekki. Á þessu ári komu 637 milljónir aukalega inn í afreksstarf á Íslandi. Það var strax ákveðið að setja 300 milljónir af því beint inn í sérsamböndin. Það er þá viðbót frá því sem áður var,“ segir Kristín Birna og bætir við: „Enda er rosalega mikilvægt að þau standi sterk í sínu og geti sinnt sínu starfi áður en við förum að tala um frekari yfirbyggingu. Það var mjög mikilvægt að setja fjármagn í sérsamböndin og engin skerðing þar á.“ Hluti fésins fari einnig í aðstoð við ungt landsliðsfólk en mikið hefur verið fjallað um sligandi kostnað af landsliðsverkefnum yngri landsliða, til að mynda í handbolta og körfubolta. „Þar að auki var sett fjármagn í kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsstarfi sem hefur líka verið mikið í fjölmiðlaumræðunni, að ungmenni sem þurfi að borga mjög mikið með sér og fjölskyldur sjái fyrir að geta ekki greitt undir börnin sín, svo það komu 100 milljónir inn í það verkefni. Svo kom inn í launasjóðinn og starfsemi skrifstofunnar,“ segir Kristín Birna. Vonast til að festa fjármagnið á blaði Ásmundur Einar Daðason var ráðherra í fyrri ríkisstjórn sem lagði aukninguna til í lok árs 2024. Fjármagnið var þá viðbótar framlag frá mennta- og barnamálaráðuneytinu á fjárlögum þessa árs. Klippa: Willum ræðir nýjan Launasjóð Þess er þó beðið að nýr Launasjóður fari formlega á fjármálaáætlun til næstu ára. „Við erum með þetta fjármagnað á þessu ári og treystum á að við fáum þetta aftur á næsta ári. Þetta er ekki komið inn í samning til næstu fimm ára en við erum sannarlega að vonast til þess að hægt sé að festa þetta á blaði,“ segir Kristín Birna. „Hún er á fjárlögum þess árs en auðvitað eru fjárlögin byggð upp þannig að þau byggja á fjármálaáætlun til fimm ára. Það er inni í þeim ramma og fjárlög hvers árs byggja á þeim. Það má segja að þannig sé það tryggt, en það er gamla góða klisjan að það er háð á samþykki Alþingis á hverju ári,“ segir Willum Þór. Viðtöl við þau Kristínu og Willum má sjá í heild í spilurunum að ofan.
ÍSÍ Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnulið vikunnar hjá Fantasýn: „Teitur var vondi karlinn“ AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Searle vann fyrsta settið á móti Littler Fann liðsfélaga sinn látinn Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Opin æfing hjá strákunum okkar Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace Bílstjóri Anthony Joshua ákærður vegna banaslyssins í Nígeríu Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn Ferrell vakti mikla lukku á hokkíleik: „Gæti þurft að fara inn á“ Liðsfélagar í kasti við lögin og Cardi B flækt í málið „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ KR bætir við sig Letta „Hann verður alltaf númer eitt“ Berst við krabbamein Littler sættist við áhorfendur í salnum „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Venus verður sú elsta í sögunni og Serena gæti snúið aftur Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Sjá meira