Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2025 17:32 Leik Ajax og Groningen á Johan Cruijff Arena var aflýst um helgina en hann verður kláraður án áhorfenda annað kvöld. Getty/Marcel Bonte Hollenska fótboltafélagið Ajax er allt annað en sátt við eigin stuðningsmenn eftir atburði helgarinnar. Ajax mun nú rannsaka notkun á blysum sem leiddi til þess að deildarleikur gegn Groningen var stöðvaður á sunnudag. Félagið gagnrýnir stuðningsmennina harðlega. „Okkur finnst það sem gerðist á leikvanginum í kvöld vera algjört hneyksli. Við biðjum alla sem urðu fyrir áhrifum á einhvern hátt afsökunar. Öryggi áhorfenda og leikmanna var stefnt í hættu. Þetta er óásættanlegt og við fordæmum þennan verknað harðlega,“ segir í tilkynningu frá stjórn félagsins. Ajax vindt het ronduit schandalig wat vanavond in het stadion is gebeurd. Wij bieden onze excuses aan, aan eenieder die hierdoor op welke wijze dan ook gedupeerd is. De veiligheid van toeschouwers en spelers is in gevaar gebracht. Dat is onacceptabel. Wij nemen nadrukkelijk… pic.twitter.com/G57vimgQy3— AFC Ajax (@AFCAjax) November 30, 2025 Í yfirlýsingunni kemur fram að leitað hafi verið að öllum áhorfendum en að ekki hafi tekist að koma í veg fyrir atvikið. Samkvæmt nos.nl vildu stuðningsmennirnir heiðra minningu stuðningsmanns sem lést fyrr í mánuðinum en sá var aðeins 29 ára að aldri. Það var gert með gríðarlegu magni af blysum og leikurinn var stöðvaður á sjöttu mínútu. Eftir fjörutíu mínútur var reynt að hefja leikinn aftur en þá voru strax kveikt fleiri blys og dómarinn flautaði leikinn af fyrir fullt og allt. Ajax greinir frá því að leikurinn verði kláraður á þriðjudagseftirmiðdegi. Það verður gert fyrir tómum áhorfendapöllum. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Hollenski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Ajax mun nú rannsaka notkun á blysum sem leiddi til þess að deildarleikur gegn Groningen var stöðvaður á sunnudag. Félagið gagnrýnir stuðningsmennina harðlega. „Okkur finnst það sem gerðist á leikvanginum í kvöld vera algjört hneyksli. Við biðjum alla sem urðu fyrir áhrifum á einhvern hátt afsökunar. Öryggi áhorfenda og leikmanna var stefnt í hættu. Þetta er óásættanlegt og við fordæmum þennan verknað harðlega,“ segir í tilkynningu frá stjórn félagsins. Ajax vindt het ronduit schandalig wat vanavond in het stadion is gebeurd. Wij bieden onze excuses aan, aan eenieder die hierdoor op welke wijze dan ook gedupeerd is. De veiligheid van toeschouwers en spelers is in gevaar gebracht. Dat is onacceptabel. Wij nemen nadrukkelijk… pic.twitter.com/G57vimgQy3— AFC Ajax (@AFCAjax) November 30, 2025 Í yfirlýsingunni kemur fram að leitað hafi verið að öllum áhorfendum en að ekki hafi tekist að koma í veg fyrir atvikið. Samkvæmt nos.nl vildu stuðningsmennirnir heiðra minningu stuðningsmanns sem lést fyrr í mánuðinum en sá var aðeins 29 ára að aldri. Það var gert með gríðarlegu magni af blysum og leikurinn var stöðvaður á sjöttu mínútu. Eftir fjörutíu mínútur var reynt að hefja leikinn aftur en þá voru strax kveikt fleiri blys og dómarinn flautaði leikinn af fyrir fullt og allt. Ajax greinir frá því að leikurinn verði kláraður á þriðjudagseftirmiðdegi. Það verður gert fyrir tómum áhorfendapöllum. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
Hollenski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira