Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. desember 2025 15:27 Á þessum degi fyrir síðan snérist allt um nýafstaðnar alþingiskosningar. Í ár heldur Halla Tómasdóttir forseti Íslands upp á fullveldisdaginn með hefðbundnum hætti líkt og venja hefur skapast fyrir hjá forseta lýðveldisins. Vísir/Vilhelm Á þessum degi fyrir 107 árum varð Ísland fullvalda ríki en Halla Tómasdóttir forseti Íslands sendir landsmönnum heillaóskir að því tilefni. Þar sem alþingiskosningar fóru fram daginn fyrir fullveldisafmælið í fyrra verður þetta í fyrsta sinn sem dagskrá Höllu verður með hefðbundnu sniði á fullveldisdaginn eftir að hún tók við embætti. Þann 1. desember 1918 gekk Ísland í hóp fullvalda ríkja með tilkomu sambandslaganna svokölluðu. „Eftir snarpa samningalotu við dönsk stjórnvöld náðust samningar sem voru samþykktir af danska þinginu og af íslensku þjóðinni í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir meðal annars um tímamótin á Vísindavefnum. Með sambandslögunum var fullveldi Íslands viðurkennt og áfanginn markaði tímamót í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Íslendingar deildu þó þjóðhöfðingja með Danmörku allt fram til lýðveldisstofnunar árið 1944 en síðan þá hefur forseti Íslands gegnt því hlutverki sem Danakonungur fór með áður. Þakkar fyrri kynslóðum sem lögðu grunn að lífsgæðum landsmanna „Kæru landsmenn, ég sendi ykkur hlýjar kveðjur í tilefni af fullveldisafmælinu. Ýmsir telja að 1. desember 1918 hafi markað enn stærri tímamót í sögu Íslands en stofnun lýðveldisins rúmum aldarfjórðungi síðar,“ skrifar Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, í færslu á samfélagsmiðlum í dag í tilefni dagsins. „Frá og með þessum desemberdegi, sem markaðist af náttúruhamförum og banvænum faraldri, höfum við Íslendingar staðið á eigin fótum á flestum sviðum. Við skulum líta um öxl í dag og þakka þeim kynslóðum sem lögðu grunn að lífsgæðunum sem við njótum nú um stundir og horfa björtum augum til framtíðar,“ skrifar Halla. Móttaka fyrir stúdenta og alþingismenn Hefð er fyrir því að forseti Íslands bjóði fulltrúum stúdenta og háskólasamfélagsins til móttöku á Bessastöðum þann 1. desember ár hvert en dagurinn er jafnframt dagur stúdenta. Að loknu boði með stúdentum tekur forseti svo á móti alþingismönnum á Bessastöðum í tilefni af fullveldisdeginum. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu forseta Íslands verður engin breyting þar á í ár, ólíkt því sem var í fyrra þegar hefðbundin fullveldisdagskrá forseta fór úr skorðum sökum þess að alþingiskosningar fóru fram daginn áður, þann 30. nóvember, og því var kosninganótt þegar fullveldisdagurinn 1. desember gekk í garð. Fullveldisdagurinn venjulegur vinnudagur Þótt afmæli lýðveldisins sé fagnað á lögbundnum frídegi þann 17. júní ár hvert þá er fullveldisdagurinn 1. desember venjulegur vinnudagur. Áður fyrr tíðkaðist að frí væri í skólum og á ákveðnum vinnustöðum, þótt dagurinn hafi ekki verið skilgreindur sem slíkur í lögum, en svo er ekki lengur. Í aðdraganda 100 ára fullveldisafmæli Íslands árið 2018 lögðu þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins fram frumvarp um breytingar á lögum um 40 stunda vinnuviku þar sem lagt var til að 1. desember yrði gerður að lögbundnum frídegi á við aðra frí- og helgidaga. Eftir að hafa verið endurflutt á haustþingi 2018 komst málið þó aldrei lengra en í gegnum fyrstu umræðu og náði því ekki fram að ganga, ekki frekar en jafnan á við um flest þingmannamál frá stjórnarandstöðu. Forseti Íslands Tímamót Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Sjá meira
Þann 1. desember 1918 gekk Ísland í hóp fullvalda ríkja með tilkomu sambandslaganna svokölluðu. „Eftir snarpa samningalotu við dönsk stjórnvöld náðust samningar sem voru samþykktir af danska þinginu og af íslensku þjóðinni í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir meðal annars um tímamótin á Vísindavefnum. Með sambandslögunum var fullveldi Íslands viðurkennt og áfanginn markaði tímamót í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Íslendingar deildu þó þjóðhöfðingja með Danmörku allt fram til lýðveldisstofnunar árið 1944 en síðan þá hefur forseti Íslands gegnt því hlutverki sem Danakonungur fór með áður. Þakkar fyrri kynslóðum sem lögðu grunn að lífsgæðum landsmanna „Kæru landsmenn, ég sendi ykkur hlýjar kveðjur í tilefni af fullveldisafmælinu. Ýmsir telja að 1. desember 1918 hafi markað enn stærri tímamót í sögu Íslands en stofnun lýðveldisins rúmum aldarfjórðungi síðar,“ skrifar Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, í færslu á samfélagsmiðlum í dag í tilefni dagsins. „Frá og með þessum desemberdegi, sem markaðist af náttúruhamförum og banvænum faraldri, höfum við Íslendingar staðið á eigin fótum á flestum sviðum. Við skulum líta um öxl í dag og þakka þeim kynslóðum sem lögðu grunn að lífsgæðunum sem við njótum nú um stundir og horfa björtum augum til framtíðar,“ skrifar Halla. Móttaka fyrir stúdenta og alþingismenn Hefð er fyrir því að forseti Íslands bjóði fulltrúum stúdenta og háskólasamfélagsins til móttöku á Bessastöðum þann 1. desember ár hvert en dagurinn er jafnframt dagur stúdenta. Að loknu boði með stúdentum tekur forseti svo á móti alþingismönnum á Bessastöðum í tilefni af fullveldisdeginum. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu forseta Íslands verður engin breyting þar á í ár, ólíkt því sem var í fyrra þegar hefðbundin fullveldisdagskrá forseta fór úr skorðum sökum þess að alþingiskosningar fóru fram daginn áður, þann 30. nóvember, og því var kosninganótt þegar fullveldisdagurinn 1. desember gekk í garð. Fullveldisdagurinn venjulegur vinnudagur Þótt afmæli lýðveldisins sé fagnað á lögbundnum frídegi þann 17. júní ár hvert þá er fullveldisdagurinn 1. desember venjulegur vinnudagur. Áður fyrr tíðkaðist að frí væri í skólum og á ákveðnum vinnustöðum, þótt dagurinn hafi ekki verið skilgreindur sem slíkur í lögum, en svo er ekki lengur. Í aðdraganda 100 ára fullveldisafmæli Íslands árið 2018 lögðu þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins fram frumvarp um breytingar á lögum um 40 stunda vinnuviku þar sem lagt var til að 1. desember yrði gerður að lögbundnum frídegi á við aðra frí- og helgidaga. Eftir að hafa verið endurflutt á haustþingi 2018 komst málið þó aldrei lengra en í gegnum fyrstu umræðu og náði því ekki fram að ganga, ekki frekar en jafnan á við um flest þingmannamál frá stjórnarandstöðu.
Forseti Íslands Tímamót Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Sjá meira