Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. desember 2025 13:00 Lögregluembættið á Suðurnesjum eftir skilað inn umsögn vegna frumvarps dómsmálaráðherra um brottfararstöð og yfirlögfræðingur embættisins býst við því að koma fyrir allsherjar- og menntamálanefnd í þessari eða næstu viku. Vísir/arnar Lögreglan á Suðurnesjum fagnar því að fram sé komið frumvarp um brottfararstöð fyrir útlendinga því slíkt úrræði sé mannúðlegra en að vista fólk ýmist í fangelsi eða á flugvelli. Yfirlögfræðingur embættisins vill að málsmeðferð fólks sem ekki hefur rétt á að dvelja á landinu verði minna íþyngjandi og þung og þá setur hún ákveðna fyrirvara við vistun barna í brottfararstöðinni. Gert er ráð fyrir að Lögreglustjórinn á Suðurnesjum muni koma til með að reka brottfararstöðina og hafi yfirumsjón með henni. Seint í gærkvöldi sendi embættið inn umsögn við frumvarp dómsmálaráðherra um brottfararstöð. Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum fagnar frumvarpinu en vill að málsmeðferðin verði einfölduð. „Þannig að hún sé ekki svona gríðarlega íþyngjandi. Frumvarpið gerir ráð fyrir að það sé farið með hvern einasta aðila sem þurfi að dveljast í brottfararstöð fyrir héraðsdóm í rauninni líkt og um gæsluvarðhald sé að ræða.“ Sem sé afar þung málsmeðferð. „Vegna þess að margir sem eru í flugstöðinni myndu samþykkja að fara til baka eða vilja fara til baka en komast ekki strax, einhverra hluta vegna því við erum jú eyja og flugsamgöngur eru stopular. Stundum detta þær út eða er frestað og þá er ekki hægt að framkvæma flutning.“ Þá vill embættið hafa heimild til gæsluvarðhalds í afmörkuðu tilvikum. „Til dæmis þegar fólk sýnir af sér einhverja slíka hegðun að það kann að vera hættulegt sjálfu sér eða öðrum og svo framvegis þannig að við höfum þetta og líka þessi tvíeðlismál sem eru samblanda af málum þar sem viðkomandi uppfyllir ekki skilyrði dvalar á landinu og hefur jafnvel líka brotið af sér þó það nái ekki tilteknu alvarleikastigi sem er þá á grundvelli laga um meðferð sakamal“ Þá er bent á að ítarlegri skilgreiningar á vistun barna í úrræðinu sé þörf. „Við höfum bent á og gerum það í okkar umsögn varðandi börnin að það sé algjör frumskilyrði af okkar hálfu að það sé í raun og veru þau sem eru sérfræðingar í hagsmunum barna gefi álit sitt á því. Það er auðvitað ekki vænlegur kostur að börn séu vistuð með þessum hætti í svona úrræði. Við myndum vilja það að sérfræðingar í málefnum barna sem gætu metið hagsmuni barna og það sem þeim er fyrir bestu og sé einhver vafi á því þá verði börn ekki vistuð þarna. Við viljum setja fyrirvara þarna.“ Brottfararstöð fyrir útlendinga Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Réttindi barna Tengdar fréttir Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Á árunum 2017 til 2025 fjölgaði íbúum Íslands margfalt á við önnur lönd vegna mikillar fjölgunar erlendra ríkisborgara en veiting dvalarleyfa til ríkisborgara utan EES, svokallaðra þriðju ríkis borgara, skýrir sífellt stærri hluta fólksfjölgunar á Íslandi. Starfshópur leggur til víðtækar breytingar á dvalarleyfakerfinu. 20. nóvember 2025 13:34 Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Engin eðlisbreyting veðrur á störfum starfsfólks brottfararstöðvar þó þeir kallist ekki lengur fangaverðir. Dómsmálaráðherra segir engan eiga að þurfa að fara í brottfararstöðina, hún sé aðeins fyrir þá sem ekki virði ákvarðanir stjórnvalda. 7. nóvember 2025 12:02 Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Frumvarp dómsmálaráðherra um svokallaða brottfararstöð fyrir útlendinga er komið til Alþingis. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að heimilt verði að reka slíka brottfararstöð á fleiri en einum stað en lögreglustjóranum á Suðurnesjum verði falin ábyrgð á rekstri stöðvarinnar. Frumvarpið felur í sér heimild til frelsissviptingar þeirra einstaklinga sem vistaðir verða í brottfararstöð, og meðal annars heimild til valdbeitingar og agaviðurlaga. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að „starfsfólk“ ráðið af lögreglustjóra starfi í miðstöðinni, en ekki fangaverðir líkt og gert var ráð fyrir í frumvarpsdrögum sem fóru í samráð. 7. nóvember 2025 07:38 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fleiri fréttir Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Sjá meira
Gert er ráð fyrir að Lögreglustjórinn á Suðurnesjum muni koma til með að reka brottfararstöðina og hafi yfirumsjón með henni. Seint í gærkvöldi sendi embættið inn umsögn við frumvarp dómsmálaráðherra um brottfararstöð. Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum fagnar frumvarpinu en vill að málsmeðferðin verði einfölduð. „Þannig að hún sé ekki svona gríðarlega íþyngjandi. Frumvarpið gerir ráð fyrir að það sé farið með hvern einasta aðila sem þurfi að dveljast í brottfararstöð fyrir héraðsdóm í rauninni líkt og um gæsluvarðhald sé að ræða.“ Sem sé afar þung málsmeðferð. „Vegna þess að margir sem eru í flugstöðinni myndu samþykkja að fara til baka eða vilja fara til baka en komast ekki strax, einhverra hluta vegna því við erum jú eyja og flugsamgöngur eru stopular. Stundum detta þær út eða er frestað og þá er ekki hægt að framkvæma flutning.“ Þá vill embættið hafa heimild til gæsluvarðhalds í afmörkuðu tilvikum. „Til dæmis þegar fólk sýnir af sér einhverja slíka hegðun að það kann að vera hættulegt sjálfu sér eða öðrum og svo framvegis þannig að við höfum þetta og líka þessi tvíeðlismál sem eru samblanda af málum þar sem viðkomandi uppfyllir ekki skilyrði dvalar á landinu og hefur jafnvel líka brotið af sér þó það nái ekki tilteknu alvarleikastigi sem er þá á grundvelli laga um meðferð sakamal“ Þá er bent á að ítarlegri skilgreiningar á vistun barna í úrræðinu sé þörf. „Við höfum bent á og gerum það í okkar umsögn varðandi börnin að það sé algjör frumskilyrði af okkar hálfu að það sé í raun og veru þau sem eru sérfræðingar í hagsmunum barna gefi álit sitt á því. Það er auðvitað ekki vænlegur kostur að börn séu vistuð með þessum hætti í svona úrræði. Við myndum vilja það að sérfræðingar í málefnum barna sem gætu metið hagsmuni barna og það sem þeim er fyrir bestu og sé einhver vafi á því þá verði börn ekki vistuð þarna. Við viljum setja fyrirvara þarna.“
Brottfararstöð fyrir útlendinga Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Réttindi barna Tengdar fréttir Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Á árunum 2017 til 2025 fjölgaði íbúum Íslands margfalt á við önnur lönd vegna mikillar fjölgunar erlendra ríkisborgara en veiting dvalarleyfa til ríkisborgara utan EES, svokallaðra þriðju ríkis borgara, skýrir sífellt stærri hluta fólksfjölgunar á Íslandi. Starfshópur leggur til víðtækar breytingar á dvalarleyfakerfinu. 20. nóvember 2025 13:34 Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Engin eðlisbreyting veðrur á störfum starfsfólks brottfararstöðvar þó þeir kallist ekki lengur fangaverðir. Dómsmálaráðherra segir engan eiga að þurfa að fara í brottfararstöðina, hún sé aðeins fyrir þá sem ekki virði ákvarðanir stjórnvalda. 7. nóvember 2025 12:02 Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Frumvarp dómsmálaráðherra um svokallaða brottfararstöð fyrir útlendinga er komið til Alþingis. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að heimilt verði að reka slíka brottfararstöð á fleiri en einum stað en lögreglustjóranum á Suðurnesjum verði falin ábyrgð á rekstri stöðvarinnar. Frumvarpið felur í sér heimild til frelsissviptingar þeirra einstaklinga sem vistaðir verða í brottfararstöð, og meðal annars heimild til valdbeitingar og agaviðurlaga. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að „starfsfólk“ ráðið af lögreglustjóra starfi í miðstöðinni, en ekki fangaverðir líkt og gert var ráð fyrir í frumvarpsdrögum sem fóru í samráð. 7. nóvember 2025 07:38 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fleiri fréttir Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Sjá meira
Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Á árunum 2017 til 2025 fjölgaði íbúum Íslands margfalt á við önnur lönd vegna mikillar fjölgunar erlendra ríkisborgara en veiting dvalarleyfa til ríkisborgara utan EES, svokallaðra þriðju ríkis borgara, skýrir sífellt stærri hluta fólksfjölgunar á Íslandi. Starfshópur leggur til víðtækar breytingar á dvalarleyfakerfinu. 20. nóvember 2025 13:34
Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Engin eðlisbreyting veðrur á störfum starfsfólks brottfararstöðvar þó þeir kallist ekki lengur fangaverðir. Dómsmálaráðherra segir engan eiga að þurfa að fara í brottfararstöðina, hún sé aðeins fyrir þá sem ekki virði ákvarðanir stjórnvalda. 7. nóvember 2025 12:02
Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Frumvarp dómsmálaráðherra um svokallaða brottfararstöð fyrir útlendinga er komið til Alþingis. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að heimilt verði að reka slíka brottfararstöð á fleiri en einum stað en lögreglustjóranum á Suðurnesjum verði falin ábyrgð á rekstri stöðvarinnar. Frumvarpið felur í sér heimild til frelsissviptingar þeirra einstaklinga sem vistaðir verða í brottfararstöð, og meðal annars heimild til valdbeitingar og agaviðurlaga. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að „starfsfólk“ ráðið af lögreglustjóra starfi í miðstöðinni, en ekki fangaverðir líkt og gert var ráð fyrir í frumvarpsdrögum sem fóru í samráð. 7. nóvember 2025 07:38