Fótbolti

Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær

Siggeir Ævarsson skrifar
Alexander Isak er loksins kominn á blað með Liverpool
Alexander Isak er loksins kominn á blað með Liverpool Vísir/Getty

Fimm leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í gær og hér að neðan má sjá allt það helsta úr þeim. Það bar helst til tíðinda að Alexander Isak skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool og Manchester United vann á Selhurts Park í fyrsta sinn í fimm ár.

Fyrsti leikur dagsins var hádegisleikur þar sem Crystal Palace tók á móti Manchester United. Heimamenn komust yfir með marki úr vítaspyrnu, sem þurfti að vísu að taka tvisvar, en gestirnir komu sterkir til baka og unnu að lokum 1-2.

Í Birmingham tók Aston Villa á móti Úlfunum þar sem Boubacar Kamara skoraði eina mark leiksins fyrir Villa í seinni hálfleik, lokatölur 1-0. Úlfarnir áfram á botni deildarinnar sigurlausir.

Nottingham Forest náði ekki að fylgja eftir tveimur góðum sigrum í síðustu leikjum þegar liðið tók á móti Brighton en lokatölur leiksins urðu 0-2 gestunum í vil.

West Ham tók á móti Liverpool þar sem Lucas Paquetá tókst að kjafta sig inn á rautt spjald og Alekander Isask opnaði markareikning sinn fyrir Liverpool. Annar 0-2 útisigur þar.

Lokaleikur dagsins var svo stórleikur Chelsea og Arsenal. Heimamenn léku megnið af leiknum manni færri eftir glórulausa tæklingu en tókst samt að komast yfir og verja að lokum 1-1 jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×