Fótbolti

Elísa­bet stýrði Belgum til sigurs

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elísabet Gunnarsdóttir er að gera fína hluti með belgíska landsliðið.
Elísabet Gunnarsdóttir er að gera fína hluti með belgíska landsliðið. Getty/ Isosport

Belgíska kvennalandsliðið í fótbolta vann 2-1 sigur á Svisslendingum í vináttulandsleik í Sviss í kvöld.

Elísabet Gunnarsdóttir stýrir belgíska landsliðinu sem var að vinna sinn annan leik í röð og þann þriðja af síðustu fjórum leikjum.

Reynsluboltinn Laura Deloose kom Belgum í 1-0 á 36. mínútu og þannig var staðan í hálfleik.

Alisha Lehmann jafnaði metin á 64. mínútu, aðeins fjórum mínútum eftir að hún kom inn á sem varamaður.

Tinne De Caigny kom Belgum yfir á 73. mínútu en Elísabet hafði skipt henni inn á völlinn aðeins sex mínútum fyrr. Stoðsendinguna átti síðan Elena Dhont sem kom inn á völlinn í hálfleik.

Þetta reyndist vera sigurmark leiksins.

Noregur vann 3-1 sigur á Brasilíu í öðrum vináttulandsleik í kvöld.

Signe Gaupset, nýr leikmaður Tottenham og fyrrum leikmaður Brann, skoraði tvívegis og Emma Godö gerði þriðja markið úr víti. Mariza hafði jafnað í 1-1 undir lok fyrri hálfleiks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×