Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. nóvember 2025 09:49 Þulir í kvöldfréttum Sýnar. Vísir/Vilhelm Kvöldfréttir á sjónvarpsstöðinni Sýn verða frá 1. desember sendar út virka daga en ekki um helgar eða á almennum frídögum. Fréttir á Bylgjunni og á Vísi verða á sama tíma efldar enn frekar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn. Þar segir að áhorf á sjónvarpsfréttir Sýnar hafi aukist yfir sjötíu prósent á síðastliðnum tveimur árum eða frá því að fréttir fóru í opna dagskrá. „Áhorf mælist nú hæst á virkum dögum þegar yfir 50 þúsund landsmenn horfa á fréttir á hverjum degi. Að halda úti kvöldfréttatíma og sinna mikilvægri almannaþjónustu, í núverandi rekstrar- og samkeppnisumhverfi, er gríðarleg áskorun og eftir tæplega 40 ára samfellda sögu gerum við þessar breytingar,“ segir í tilkynningunni. Fréttir verða áfram sagðar á Bylgjunni og Vísi alla daga vikunnar og sjónvarpsfréttir verða áfram á sínum stað kl. 18:30 alla virka daga. Þá verður Ísland í dag á sínum stað mánudaga til fimmtudaga. Félagið muni áfram fylgjast náið með þróun rekstrarumhverfis fjölmiðla og meta hvaða rekstrarform sé sjálfbært til lengri tíma. „Aðgerðin styður rekstrarleg markmið félagsins en breytir ekki afkomuspá fyrir 2025. Hún er enn eitt skrefið í að aðlaga starfsemina að síversnandi rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á Íslandi,“ segir í tilkynningunni. „Fréttastofa Sýnar hefur frá árinu 1986 verið frumkvöðull í fréttaþjónustu og séð fólkinu í landinu fyrir frjálsum og óháðum fréttum. Það dylst engum að rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á Íslandi er að óbreyttu ósjálfbært. Einkareknir miðlar búa við verulega skakka samkeppnisstöðu gagnvart Ríkisútvarpinu, erlendum efnisveitum og samfélagsmiðlum,“ segir Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar. „Stjórnvöld hafa hingað til ekki sýnt áhuga á að grípa til þeirra heildstæðra aðgerða sem ítrekað hefur verið kallað eftir. Sýn vill reyna að standa vörð um öfluga og sjálfstæða sjónvarpsfréttamennsku. Án raunhæfra viðbragða af hálfu stjórnvalda og löggjafans gæti svo farið að forsendur fyrir rekstri sjónvarpsfrétta bresti alfarið í náinni framtíð.“ Vísir er í eigu Sýnar. Fjölmiðlar Sýn Kvöldfréttir Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Verið að bíða eftir strætó þegar ungmenni réðust á hann Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn. Þar segir að áhorf á sjónvarpsfréttir Sýnar hafi aukist yfir sjötíu prósent á síðastliðnum tveimur árum eða frá því að fréttir fóru í opna dagskrá. „Áhorf mælist nú hæst á virkum dögum þegar yfir 50 þúsund landsmenn horfa á fréttir á hverjum degi. Að halda úti kvöldfréttatíma og sinna mikilvægri almannaþjónustu, í núverandi rekstrar- og samkeppnisumhverfi, er gríðarleg áskorun og eftir tæplega 40 ára samfellda sögu gerum við þessar breytingar,“ segir í tilkynningunni. Fréttir verða áfram sagðar á Bylgjunni og Vísi alla daga vikunnar og sjónvarpsfréttir verða áfram á sínum stað kl. 18:30 alla virka daga. Þá verður Ísland í dag á sínum stað mánudaga til fimmtudaga. Félagið muni áfram fylgjast náið með þróun rekstrarumhverfis fjölmiðla og meta hvaða rekstrarform sé sjálfbært til lengri tíma. „Aðgerðin styður rekstrarleg markmið félagsins en breytir ekki afkomuspá fyrir 2025. Hún er enn eitt skrefið í að aðlaga starfsemina að síversnandi rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á Íslandi,“ segir í tilkynningunni. „Fréttastofa Sýnar hefur frá árinu 1986 verið frumkvöðull í fréttaþjónustu og séð fólkinu í landinu fyrir frjálsum og óháðum fréttum. Það dylst engum að rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á Íslandi er að óbreyttu ósjálfbært. Einkareknir miðlar búa við verulega skakka samkeppnisstöðu gagnvart Ríkisútvarpinu, erlendum efnisveitum og samfélagsmiðlum,“ segir Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar. „Stjórnvöld hafa hingað til ekki sýnt áhuga á að grípa til þeirra heildstæðra aðgerða sem ítrekað hefur verið kallað eftir. Sýn vill reyna að standa vörð um öfluga og sjálfstæða sjónvarpsfréttamennsku. Án raunhæfra viðbragða af hálfu stjórnvalda og löggjafans gæti svo farið að forsendur fyrir rekstri sjónvarpsfrétta bresti alfarið í náinni framtíð.“ Vísir er í eigu Sýnar.
Fjölmiðlar Sýn Kvöldfréttir Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Verið að bíða eftir strætó þegar ungmenni réðust á hann Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Sjá meira