Handbolti

Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í októ­ber

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haukur Þrastarson kom að tíu mörkum í kvöld.
Haukur Þrastarson kom að tíu mörkum í kvöld. Getty

Haukur Þrastarson átti góðan leik í kvöld þegar hann og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen unnu langþráðan sigur í þýsku Bundesligunni í handbolta.

Löwen vann þá sjö marka útisigur á HSG Wetzlar, 30-23, eftir að hafa verið 16-9 yfir í hálfleik.

Ljónin höfðu tapað þremur deildarleikjum í röð og voru ekki búnir að kynnast sigurtilfinningunni síðan í október.

Haukur og félagar voru aldrei í miklum vandræðum í kvöld.

Haukur var kominn með þrjú mörk í hálfleik en endaði leikinn með sex mörk og fjórar stoðsendingar. Hann kom því með beinum hætti að tíu mörkum liðsins í kvöld.

Haukur var markahæstur í liðinu ásamt þeim Edwin Aspenbäck og Jannik Kohlbacher sem skoruðu einnig sex mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×