Innlent

Veginum lokað milli Skafta­fells og Jökulsár­lóns vegna veðurs

Atli Ísleifsson skrifar
Búast má við að lokun geti varað fram á kvöld.
Búast má við að lokun geti varað fram á kvöld. Vegagerðin

Búið er að loka veginum milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs.

Í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar segir að búast megi við að lokunin geti varað fram á kvöld. 

„Óvissustig er milli klukkan 10:00-19:00 frá Skaftafelli að Jökulsárlóni og milli klukkan 12:00-18:00 frá Markarfljóti að Kirkjubæjarklaustri vegna veðurs,“ segir á vef Vegagerðarinnar. 

Gul veðurviðvörun er í gildi á Suðausturlandi vegna hvassviðris fram á kvöld.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×