Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Atli Ísleifsson skrifar 26. nóvember 2025 07:10 Hiti á landinu verður víða í kringum frostmark en öllu kaldara norðan- og austantil. Vísir/Vilhelm Veðurstofan gerir ráð fyrir fremur hægri breytilegri átt í dag og allvíða éljum eða skúrum. Flughált er víða um landið. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Þar segir að hiti verði í kringum frostmark, en frost núll til átta stig á Norðaustur- og Austurlandi. „Í kvöld nálgast dýpkandi lægð úr suðri og þá snýst í vaxandi austan- og norðaustanátt. Á morgun gengur í allhvassa eða hvassa norðaustanátt, en storm eða rok á Suðausturlandi. Snjókoma eða slydda, einkum austan- og suðaustanlands en úrkomulítið á Vesturlandi. Lægðin verður milli Íslands og Skotlands annað kvöld, en á föstudag fjarlægist hún. Þá er spáð minnkandi norðanátt með éljum, en þurru veðri á Suður- og Vesturlandi. Harðnandi frost,“ segir á vef Veðurstofunnar. Á vef Vegagerðarinnar segir að flughált sé víða um landið og aðstæður einungis fyrir bíla á góðum vetrardekkjum. Vegfarendur eru beðnir að kanna aðstæður áður en lagt er af stað. Á höfuðborgarsvæðinu eru hálkublettir á nokkrum stofnbrautum. Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Gengur í norðaustan 13-20 m/s, en 20-25 við suðausturströndina. Víða snjókoma, en úrkomulítið á vestanlands. Hiti kringum frostmark sunnan heiða, annars 0 til 5 stiga frost. Á föstudag: Norðan 8-18, hvassast suðaustantil. Él og frost 1 til 7 stig, en þurrt á Suður- og Vesturlandi. Dregur úr vindi og úrkomu síðdegis. Á laugardag: Breytileg átt 3-8 og úrkomulítið, en fer að snjóa suðvestantil á landinu. Kalt í veðri. Á sunnudag: Austanátt og snjókoma með köflum. Frost 0 til 10 stig, kaldast norðanlands, en frostlaust syðst á landinu. Á mánudag (fullveldisdagurinn) og þriðjudag: Norðaustanátt og dálítil él, en þurrt á Suðvestur- og Vesturlandi. Áfram kalt í veðri. Veður Færð á vegum Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Vara við flughálku í fyrramálið Skúrir á víð og dreif og hiti að sex stigum Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Frost og víða fallegt vetrarveður Víða vindasamt á landinu Töluvert bjartviðri í dag en sums staðar þokuloft Skýjað og dálítil él Skýjað og útkomulítið vestantil og þurrt fyrir austan Dálítil rigning eða slydda en lengst af þurrt sunnantil Víðast bjart veður en hvasst austast á landinu Gul viðvörun á Austfjörðum Norðaustanátt og strekkingur nokkuð víða Víða lítilsháttar rigning eða snjókoma „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Hvassir vindstrengir með suðausturströndinni Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Þurrt um vestanvert landið en dálítil úrkoma austantil Þungbúið austantil en annars þurrt og nokkuð bjart Skýjað með köflum og sums staðar úrkoma Norðlæg átt og lengst af þurrt suðvestantil Þykknar upp sunnan heiða undir kvöld Hvassast á Vestfjörðum Léttir til suðvestanlands Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Gular veðurviðvaranir víða um land Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Þar segir að hiti verði í kringum frostmark, en frost núll til átta stig á Norðaustur- og Austurlandi. „Í kvöld nálgast dýpkandi lægð úr suðri og þá snýst í vaxandi austan- og norðaustanátt. Á morgun gengur í allhvassa eða hvassa norðaustanátt, en storm eða rok á Suðausturlandi. Snjókoma eða slydda, einkum austan- og suðaustanlands en úrkomulítið á Vesturlandi. Lægðin verður milli Íslands og Skotlands annað kvöld, en á föstudag fjarlægist hún. Þá er spáð minnkandi norðanátt með éljum, en þurru veðri á Suður- og Vesturlandi. Harðnandi frost,“ segir á vef Veðurstofunnar. Á vef Vegagerðarinnar segir að flughált sé víða um landið og aðstæður einungis fyrir bíla á góðum vetrardekkjum. Vegfarendur eru beðnir að kanna aðstæður áður en lagt er af stað. Á höfuðborgarsvæðinu eru hálkublettir á nokkrum stofnbrautum. Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Gengur í norðaustan 13-20 m/s, en 20-25 við suðausturströndina. Víða snjókoma, en úrkomulítið á vestanlands. Hiti kringum frostmark sunnan heiða, annars 0 til 5 stiga frost. Á föstudag: Norðan 8-18, hvassast suðaustantil. Él og frost 1 til 7 stig, en þurrt á Suður- og Vesturlandi. Dregur úr vindi og úrkomu síðdegis. Á laugardag: Breytileg átt 3-8 og úrkomulítið, en fer að snjóa suðvestantil á landinu. Kalt í veðri. Á sunnudag: Austanátt og snjókoma með köflum. Frost 0 til 10 stig, kaldast norðanlands, en frostlaust syðst á landinu. Á mánudag (fullveldisdagurinn) og þriðjudag: Norðaustanátt og dálítil él, en þurrt á Suðvestur- og Vesturlandi. Áfram kalt í veðri.
Veður Færð á vegum Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Vara við flughálku í fyrramálið Skúrir á víð og dreif og hiti að sex stigum Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Frost og víða fallegt vetrarveður Víða vindasamt á landinu Töluvert bjartviðri í dag en sums staðar þokuloft Skýjað og dálítil él Skýjað og útkomulítið vestantil og þurrt fyrir austan Dálítil rigning eða slydda en lengst af þurrt sunnantil Víðast bjart veður en hvasst austast á landinu Gul viðvörun á Austfjörðum Norðaustanátt og strekkingur nokkuð víða Víða lítilsháttar rigning eða snjókoma „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Hvassir vindstrengir með suðausturströndinni Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Þurrt um vestanvert landið en dálítil úrkoma austantil Þungbúið austantil en annars þurrt og nokkuð bjart Skýjað með köflum og sums staðar úrkoma Norðlæg átt og lengst af þurrt suðvestantil Þykknar upp sunnan heiða undir kvöld Hvassast á Vestfjörðum Léttir til suðvestanlands Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Gular veðurviðvaranir víða um land Sjá meira