Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Sindri Sverrisson skrifar 25. nóvember 2025 18:12 Argentína vann Frakkland í úrslitaleik HM 2022. Liðin munu ekki geta mæst fyrr en í undanúrslitum á HM næsta sumar, ef þau vinna sína riðla. Getty/David Ramos Það skýrist eftir tíu daga hvernig riðlarnir munu líta út á HM karla í fótbolta næsta sumar. FIFA tilkynnti í dag hvernig styrkleikaflokkarnir líta út og greindi frá nýjung sem auka á líkurnar á að efstu landslið heimslistans mætist ekki snemma á mótinu. HM, sem nú verður í fyrsta sinn með 48 liðum, fer að mestu fram í Bandaríkjunum en einnig í Mexíkó og Kanada. Gestgjafarnir þrír eru í efsta styrkleikaflokki og verða kúlur þeirra sérmerktar í drættinum, því búið er að ákveða nákvæmlega í hvaða riðlum þeir verða. Styrkleikaflokkarnir fyrir HM 2026 í fótbolta.FIFA FIFA ákvað einnig, í fyrsta skipti, að setja sérstakar skorður varðandi fjögur bestu landsliðin á heimslistanum. Spánn (1. sæti) og Argentína (2. sæti) eru þannig „pöruð saman“ og geta ekki mæst fyrr en í úrslitaleiknum, ef þau vinna sína riðla. Frakkland (3. sæti) og England (4. sæti) eru einnig pöruð og geta því að sama skapi ekki mæst fyrr en í úrslitaleiknum, og ekki mætt Spáni eða Argentínu fyrr en í undanúrslitum, ef þessi lið vinna hvert sinn riðil. Sex sæti laus fram í lok mars Enn eru sex laus sæti á HM sem barist verður um í umspilinu í lok mars. Fjögur fara til Evrópuþjóða, mögulega Íranna hans Heimis Hallgrímssonar, og tvö til þjóða úr öðrum heimsálfum. Liðin sem komast á HM í gegnum umspil eru öll í fjórða og neðsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn, ásamt til að mynda nýliðum Curacao, Jórdaníu og Grænhöfðaeyja. Nýliðar Úsbekistan eru í 3. flokki. Dregið verður í tólf fjögurra liða riðla og er reglan sú að ekki séu fleiri en ein þjóð úr hverri heimsálfu í hverjum riðli. Undanþága er þó varðandi fjóra riðla sem verða með tveimur Evrópuþjóðum. Styrkleikaflokkar fyrir HM-drátt 5. desember: Flokkur 1: Bandaríkin, Mexíkó, Kanada, Spánn, Argentína, Frakkland, England, Portúgal, Brasilía, Holland, Belgía, Þýskaland. Flokkur 2: Króatía, Marokkó, Kólumbía, Úrúgvæ, Sviss, Japan, Senegal, Íran, Suður-Kórea, Ekvador, Austurríki, Ástralía. Flokkur 3: Panama, Noregur, Egyptaland, Alsír, Skotland, Paragvæ, Fílabeinsströndin, Túnis, Úsbekistan, Katar, Sádi-Arabía, Suður-Afríka. Flokkur 4: Jórdanía, Grænhöfðaeyjar, Gana, Curacao, Haítí, Nýja-Sjáland, UEFA umspil 1, UEFA umspil 2, UEFA umspil 3, UEFA umspil 4, Álfuumspil 1, Álfuumspil 2. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Körfubolti Fleiri fréttir Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Sjá meira
HM, sem nú verður í fyrsta sinn með 48 liðum, fer að mestu fram í Bandaríkjunum en einnig í Mexíkó og Kanada. Gestgjafarnir þrír eru í efsta styrkleikaflokki og verða kúlur þeirra sérmerktar í drættinum, því búið er að ákveða nákvæmlega í hvaða riðlum þeir verða. Styrkleikaflokkarnir fyrir HM 2026 í fótbolta.FIFA FIFA ákvað einnig, í fyrsta skipti, að setja sérstakar skorður varðandi fjögur bestu landsliðin á heimslistanum. Spánn (1. sæti) og Argentína (2. sæti) eru þannig „pöruð saman“ og geta ekki mæst fyrr en í úrslitaleiknum, ef þau vinna sína riðla. Frakkland (3. sæti) og England (4. sæti) eru einnig pöruð og geta því að sama skapi ekki mæst fyrr en í úrslitaleiknum, og ekki mætt Spáni eða Argentínu fyrr en í undanúrslitum, ef þessi lið vinna hvert sinn riðil. Sex sæti laus fram í lok mars Enn eru sex laus sæti á HM sem barist verður um í umspilinu í lok mars. Fjögur fara til Evrópuþjóða, mögulega Íranna hans Heimis Hallgrímssonar, og tvö til þjóða úr öðrum heimsálfum. Liðin sem komast á HM í gegnum umspil eru öll í fjórða og neðsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn, ásamt til að mynda nýliðum Curacao, Jórdaníu og Grænhöfðaeyja. Nýliðar Úsbekistan eru í 3. flokki. Dregið verður í tólf fjögurra liða riðla og er reglan sú að ekki séu fleiri en ein þjóð úr hverri heimsálfu í hverjum riðli. Undanþága er þó varðandi fjóra riðla sem verða með tveimur Evrópuþjóðum. Styrkleikaflokkar fyrir HM-drátt 5. desember: Flokkur 1: Bandaríkin, Mexíkó, Kanada, Spánn, Argentína, Frakkland, England, Portúgal, Brasilía, Holland, Belgía, Þýskaland. Flokkur 2: Króatía, Marokkó, Kólumbía, Úrúgvæ, Sviss, Japan, Senegal, Íran, Suður-Kórea, Ekvador, Austurríki, Ástralía. Flokkur 3: Panama, Noregur, Egyptaland, Alsír, Skotland, Paragvæ, Fílabeinsströndin, Túnis, Úsbekistan, Katar, Sádi-Arabía, Suður-Afríka. Flokkur 4: Jórdanía, Grænhöfðaeyjar, Gana, Curacao, Haítí, Nýja-Sjáland, UEFA umspil 1, UEFA umspil 2, UEFA umspil 3, UEFA umspil 4, Álfuumspil 1, Álfuumspil 2.
Styrkleikaflokkar fyrir HM-drátt 5. desember: Flokkur 1: Bandaríkin, Mexíkó, Kanada, Spánn, Argentína, Frakkland, England, Portúgal, Brasilía, Holland, Belgía, Þýskaland. Flokkur 2: Króatía, Marokkó, Kólumbía, Úrúgvæ, Sviss, Japan, Senegal, Íran, Suður-Kórea, Ekvador, Austurríki, Ástralía. Flokkur 3: Panama, Noregur, Egyptaland, Alsír, Skotland, Paragvæ, Fílabeinsströndin, Túnis, Úsbekistan, Katar, Sádi-Arabía, Suður-Afríka. Flokkur 4: Jórdanía, Grænhöfðaeyjar, Gana, Curacao, Haítí, Nýja-Sjáland, UEFA umspil 1, UEFA umspil 2, UEFA umspil 3, UEFA umspil 4, Álfuumspil 1, Álfuumspil 2.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Körfubolti Fleiri fréttir Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Sjá meira