Stofnar félag um olíuleit Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. nóvember 2025 12:09 Heiðar Guðjónsson hefur verið áberandi í umræðu um norðurslóðir og olíuleit undanfarin ár. Arctic Frontiers Heiðar Guðjónsson fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Sýnar hefur stofnað olíuleitarfélagið Dreka Kolvetni ehf. Greint er frá stofnun félagsins í Lögbirtingablaðinu í dag. „Tilgangur félagsins er olíuleit og -vinnsla og tengd starfsemi, þ.m.t. rekstur skrifstofu, eigna og lánastarfsemi,“ segir um tilgang félagsins. Heiðar sem var um árabil stjórnarformaður Eykon Energy sem leitaði að olíu á Drekasvæðinu hefur verið áberandi í umræðunni um olíuleit undanfarið. Hann hefur meðal annars gagnrýnt umhverfis-, orku og loftslagsmálaráðherra vegna ummæla þess síðarnefnda. Árið 2018 afturkallaði Orkustofnun leyfi Eykons til olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu eftir að kínverska olíufyrirtækið CNOOC og norska ríkisolíufélagið gáfu eftir sín leyfi. „Ef við við hefðum haldið okkar striki en ekki hætt árið 2018 þá værum við núna byrjuð að framleiða olíu,“ sagði Heiðar í viðtali við Viðskiptablaðið í apríl. „Ef þetta eru tíu milljarðar tunna og framleiðslukostnaðurinn 20 til 25 dollarar á tunnuna og heimsmarkaðsverðið 65 dollarar þá eru 450 til 500 milljarðar dollara til skiptanna. Þessi leyfi eru þannig að ríkið tekur helminginn af rekstrarhagnaðinum. Íslenska þjóðin væri þá að fá 225 til 250 milljarða dollara yfir um 20 ára tímabil. Þetta eru um það bil öll útgjöld ríkisins í 20 ár.“ Heiðar sagði í viðtali við Vísi í ágúst að olíuvinnsla á Drekasvæðinu væri aftur komin á borðið. Fram kom í máli ráðherra í Morgunblaðinu um svipað leyti að hver sem er gæti sótt um leyfi til olíuleitar, farið í mælingar og jafnvel grunna borun á hafnsbotni. Heiðar sagðist bjartsýnn á að fá stóra og sterka aðila, alþjóðleg fyrirtæki og viðurkennda sérfræðinga, hingað til lands að sækja um vinnslu- og leitarleyfi. „Vonandi bara núna í vetur þá verður hægt að koma með aðila sem eru algjörlega upplýstir um hvernig jarðfræðin er þarna, og hvernig verklagið þarf að vera og annað. Það tekur alltaf smá tíma að koma þessum upplýsingum alla leið, en það eru aðilar sem eru búnir að vera skoða þetta, og eru byrjaðir að skoða þetta.“ Olíuleit á Drekasvæði Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira
„Tilgangur félagsins er olíuleit og -vinnsla og tengd starfsemi, þ.m.t. rekstur skrifstofu, eigna og lánastarfsemi,“ segir um tilgang félagsins. Heiðar sem var um árabil stjórnarformaður Eykon Energy sem leitaði að olíu á Drekasvæðinu hefur verið áberandi í umræðunni um olíuleit undanfarið. Hann hefur meðal annars gagnrýnt umhverfis-, orku og loftslagsmálaráðherra vegna ummæla þess síðarnefnda. Árið 2018 afturkallaði Orkustofnun leyfi Eykons til olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu eftir að kínverska olíufyrirtækið CNOOC og norska ríkisolíufélagið gáfu eftir sín leyfi. „Ef við við hefðum haldið okkar striki en ekki hætt árið 2018 þá værum við núna byrjuð að framleiða olíu,“ sagði Heiðar í viðtali við Viðskiptablaðið í apríl. „Ef þetta eru tíu milljarðar tunna og framleiðslukostnaðurinn 20 til 25 dollarar á tunnuna og heimsmarkaðsverðið 65 dollarar þá eru 450 til 500 milljarðar dollara til skiptanna. Þessi leyfi eru þannig að ríkið tekur helminginn af rekstrarhagnaðinum. Íslenska þjóðin væri þá að fá 225 til 250 milljarða dollara yfir um 20 ára tímabil. Þetta eru um það bil öll útgjöld ríkisins í 20 ár.“ Heiðar sagði í viðtali við Vísi í ágúst að olíuvinnsla á Drekasvæðinu væri aftur komin á borðið. Fram kom í máli ráðherra í Morgunblaðinu um svipað leyti að hver sem er gæti sótt um leyfi til olíuleitar, farið í mælingar og jafnvel grunna borun á hafnsbotni. Heiðar sagðist bjartsýnn á að fá stóra og sterka aðila, alþjóðleg fyrirtæki og viðurkennda sérfræðinga, hingað til lands að sækja um vinnslu- og leitarleyfi. „Vonandi bara núna í vetur þá verður hægt að koma með aðila sem eru algjörlega upplýstir um hvernig jarðfræðin er þarna, og hvernig verklagið þarf að vera og annað. Það tekur alltaf smá tíma að koma þessum upplýsingum alla leið, en það eru aðilar sem eru búnir að vera skoða þetta, og eru byrjaðir að skoða þetta.“
Olíuleit á Drekasvæði Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent