Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 24. nóvember 2025 20:34 Alma Möller og Ingibjörg Isaksen. Samsett Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir stjórnendur Sjúkrahússins á Akureyri hafa sent út neyðaróp vegna stöðu mála. Heilbrigðisráðherra er á leið norður í land til að funda með starfsfólkinu. Þrír læknar hafa sagt upp störfum á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna álags, tveir lyflæknar og einn bæklunarlæknir. Enginn lyflæknir verður á vakt á sjúkrahúsinu eftir 22. desember. „Þetta er í rauninni búið að vera því miður staða sem við höfðum áhyggjur af að gæti skapast ef ekkert yrði gert,“ segir Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, í Reykjavík síðdegis. Hún tók málið upp í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. „Smátt og smátt höfum við orðið vör við það og fengið að heyra áhyggjur frá stjórnendum sjúkrahússins að það er mannauður og mikil þekking og reynsla að leka út úr kerfinu. Þar af leiðandi verður meira álag á þá sem eftir sitja.“ Hún telur það gríðarlega alvarlegt að slík mannekla sé viðunandi hjá sjúkrahúsinu sem eigi að vera varasjúkrahús landsmanna. „Það á að sinna almennum lækningum og bráðaþjónustu og líka í flestöllum sérgreinalækningum en það er ekki að ná að sinna þessu lögbundna hlutverki í dag,“ segir Ingibjörg, sem sér fram á að fólk utan af landi þurfi æ oftar að sækja heilbrigðisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. „Ég veit að læknar hér á Landspítalanum hafa miklar áhyggjur af þessu því að þeir sjá ekki fram á að geta sinnt þessu.“ Enn ríkir óvissa þrátt fyrir seinkun Í sumar fyrirskipaði heilbrigðisráðuneytið að segja ætti öllum verktökusamningum milli sérgreinalækna og Sjúkrahússins á Akureyri þar sem of auðvelt sé að rukka um gerviverktöku. Ingibjörg gagnrýndi það í október og segir í dag það hafa verið dropinn sem fyllti mælinn „Það verður mikil óánægja meðal þeirra lækna sem leggja mikið á sig til að sinna þessu starfi, því álagi sem því fylgir og að þeir eru ekki að ná að anna eftirspurn. Þetta verður til þess að það fara dóminó-áhrif af stað, mikil óánægja og óvissa um framhaldið,“ segir hún. Nú sé búið að fresta uppsögn samninganna en enn ríki ákveðin óvissa. Hún segir ákvörðun ráðuneytisins snúast um skilgreiningu á orði en að hennar mati ætti frekar að vera hugsað í lausnum. „Það er annað að starfa á landsbyggðinni þar sem þú hefur ekki backup og þarft að taka á móti fjölbreyttum atvikum og getur kannski ekki sérhæft þig eins mikið. Þetta er mikið álag,“ segir Ingibjörg. „Í rauninni er það þannig að það er komið neyðaróp frá heilbrigðisstarfsfólki á Norðurlandi. Við sjáum að Læknafélag Íslands er líka búið að senda út neyðarkall til allra heilbrigðisstofnana til að óska eftir því að læknar komi og aðstoði.“ Deilir áhyggjunum Ingibjörg tók til máls um stöðu sjúkrahússins í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Alma Möller heilbrigðisráðherra sagði í svari sínu að hún deilir áhyggjum Ingibjargar af stöðunni en segir ekki rétt að búið væri að segja upp ferliverkasamningunum. „Verkefni forstjóra var að fara yfir þessa samninga og skoða hvort um gerviverktöku væri að ræða og uppsögn hefur verið frestað. Á meðan er auðvitað samtal í gangi um lausnir,“ segir Alma sem ferðast norður á land á morgun til að funda með framkvæmdastjóra sjúkrahússins, læknahópnum og fagráði. „Ég veit að það er búið að draga það til baka, að minnsta kosti fresta því fram á næsta vor, það er ekki búið að draga það algerlega til baka, að minnsta kosti ekki á Akureyri, svo ég best viti,“ svaraði Ingibjörg. Akureyri Alþingi Heilbrigðismál Sjúkrahúsið á Akureyri Reykjavík síðdegis Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Þrír læknar hafa sagt upp störfum á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna álags, tveir lyflæknar og einn bæklunarlæknir. Enginn lyflæknir verður á vakt á sjúkrahúsinu eftir 22. desember. „Þetta er í rauninni búið að vera því miður staða sem við höfðum áhyggjur af að gæti skapast ef ekkert yrði gert,“ segir Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, í Reykjavík síðdegis. Hún tók málið upp í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. „Smátt og smátt höfum við orðið vör við það og fengið að heyra áhyggjur frá stjórnendum sjúkrahússins að það er mannauður og mikil þekking og reynsla að leka út úr kerfinu. Þar af leiðandi verður meira álag á þá sem eftir sitja.“ Hún telur það gríðarlega alvarlegt að slík mannekla sé viðunandi hjá sjúkrahúsinu sem eigi að vera varasjúkrahús landsmanna. „Það á að sinna almennum lækningum og bráðaþjónustu og líka í flestöllum sérgreinalækningum en það er ekki að ná að sinna þessu lögbundna hlutverki í dag,“ segir Ingibjörg, sem sér fram á að fólk utan af landi þurfi æ oftar að sækja heilbrigðisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. „Ég veit að læknar hér á Landspítalanum hafa miklar áhyggjur af þessu því að þeir sjá ekki fram á að geta sinnt þessu.“ Enn ríkir óvissa þrátt fyrir seinkun Í sumar fyrirskipaði heilbrigðisráðuneytið að segja ætti öllum verktökusamningum milli sérgreinalækna og Sjúkrahússins á Akureyri þar sem of auðvelt sé að rukka um gerviverktöku. Ingibjörg gagnrýndi það í október og segir í dag það hafa verið dropinn sem fyllti mælinn „Það verður mikil óánægja meðal þeirra lækna sem leggja mikið á sig til að sinna þessu starfi, því álagi sem því fylgir og að þeir eru ekki að ná að anna eftirspurn. Þetta verður til þess að það fara dóminó-áhrif af stað, mikil óánægja og óvissa um framhaldið,“ segir hún. Nú sé búið að fresta uppsögn samninganna en enn ríki ákveðin óvissa. Hún segir ákvörðun ráðuneytisins snúast um skilgreiningu á orði en að hennar mati ætti frekar að vera hugsað í lausnum. „Það er annað að starfa á landsbyggðinni þar sem þú hefur ekki backup og þarft að taka á móti fjölbreyttum atvikum og getur kannski ekki sérhæft þig eins mikið. Þetta er mikið álag,“ segir Ingibjörg. „Í rauninni er það þannig að það er komið neyðaróp frá heilbrigðisstarfsfólki á Norðurlandi. Við sjáum að Læknafélag Íslands er líka búið að senda út neyðarkall til allra heilbrigðisstofnana til að óska eftir því að læknar komi og aðstoði.“ Deilir áhyggjunum Ingibjörg tók til máls um stöðu sjúkrahússins í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Alma Möller heilbrigðisráðherra sagði í svari sínu að hún deilir áhyggjum Ingibjargar af stöðunni en segir ekki rétt að búið væri að segja upp ferliverkasamningunum. „Verkefni forstjóra var að fara yfir þessa samninga og skoða hvort um gerviverktöku væri að ræða og uppsögn hefur verið frestað. Á meðan er auðvitað samtal í gangi um lausnir,“ segir Alma sem ferðast norður á land á morgun til að funda með framkvæmdastjóra sjúkrahússins, læknahópnum og fagráði. „Ég veit að það er búið að draga það til baka, að minnsta kosti fresta því fram á næsta vor, það er ekki búið að draga það algerlega til baka, að minnsta kosti ekki á Akureyri, svo ég best viti,“ svaraði Ingibjörg.
Akureyri Alþingi Heilbrigðismál Sjúkrahúsið á Akureyri Reykjavík síðdegis Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira