Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Forlagið 25. nóvember 2025 09:42 Nýjasta bók Arndísar Þórarinsdóttur er unglingabókin Sólgos. Óhætt er að segja að söguþráður hennar sé bæði frumlegur og spennandi. Mynd/Cat Gundry-Beck. Það er óhætt að segja að söguþráður nýjustu unglingabókar Arndísar Þórarinsdóttur sé frumlegur og spennandi. Sögupersónur bókarinnar, sem heitir Sólgos, eru að gera sig tilbúnar fyrir fyrsta ballið í 10. bekk þegar rafmagnið fer af. Og ekki nóg með það heldur dettur netið líka út og bílar og flugvélar hætta að virka. Á einu augnabliki hverfa allar reglur samfélagsins og ógnin tekur yfir. Mitt í allri upplausninni má þó finna samstöðu, samkennd og heitar tilfinningar. Þetta er aldeilis svakalegur söguþráður. Hvaðan spratt þessi hugmynd? „Við fengum auðvitað öll að upplifa það fyrir tæpum sex árum í tengslum við Covid-faraldurinn að heimurinn, sem virðist alltaf sjálfum sér líkur, getur breyst alveg ótrúlega hratt. Ég hugsa að það hafi hreyft við okkur mörgum. Við þetta bætast stöðugar áminningar um það hvað okkar þægilega líf stendur stundum tæpt. Af og til kemur t.d. upp lyfjaskortur á einhverjum nauðsynlegum lyfjum og ekkert er hægt að gera. Í fyrra varð heitavatnslaust í kuldakasti á Reykjanesinu í óþægilega langan tíma. Allt þetta fær mann til að velta upp hvað ef …?-spurningum,“ segir Arndís. Fyrir mörgum árum las Arndís um Carrington-viðburðinn árið 1859, stórt sólgos sem hafði töluverð áhrif á það litla rafkerfi sem þá var til. Í kjölfarið hóf hún að velta fyrir sér hvað myndi gerast ef sambærileg gusa, eða stærri, lenti á okkur núna þegar allt er töluvert tæknivæddara en á 19. öld. „Ef við kippum öllum kerfum í einu úr sambandi, þá er mjög snúið að ætla að ná tökum á ástandinu því vandinn er of víðfeðmur.“ Hún velti þessu fyrir sér í nokkur ár og hvernig hún gæti unnið með þennan efnivið. „Ég fann það hratt að ég vildi að þetta yrði unglingabók en ég fann ekki alveg strax sögupersónuna mína, hana Unni, og þennan knappa frásagnarmáta sem varð á endanum ofan á. Þegar sagan varð svo til reyndist í henni vangavelta um samband barna og foreldra. Foreldrar segja iðulega að þeir væru til í að gera hvað sem er fyrir börnin sín en hvað nær þetta hvað sem er langt? Og hvernig er að vera sá sem allt er gert fyrir?“ Þetta eru vissulega óvenjulegar aðstæður sem sögupersónur bókarinnar lenda í en hefur hún velt fyrir sér hvernig hún myndi sjálf bregðast við í svona aðstæðum? „Ó, ég held að ég yrði frekar gagnslaus við þessar aðstæður sjálf. Það er nokkuð sem maður þarf að horfast í augu við í eigin fari. Ég er bæði sérhlífin og óhandlagin og held að ég væri ekki alls rétta konan í að slátra heimiliskettinum til að bjarga lífi fjölskyldunnar.“ En þessar hugsanir hafa þó alltaf blundað í henni, óttinn við að fótunum yrði kippt undan samfélaginu með einum eða öðrum hætti. „Ég man eftir því sem barn að hafa skoðað herbergin heima út frá því hver þeirra yrði auðveldast að verja, ef illa færi. Samt ólst ég upp við mesta öryggi sem hægt var að hugsa sér. Sennilega hefði ég átt að læra hjúkrun eða trésmíði og gerast svo sjálfsþurftabóndi ef ég meinti eitthvað með þeim pælingum – en það má líta á mína mjög ópraktísku menntun sem ákveðna sjálfssefjun: Þetta verður sennilega í lagi. Ef ég fer að undirbúa heimsenda af of mikilli alvöru er það sennilega til marks um að ég hafi misst alla stjórn á kvíðahugsununum.“ Arndís skrifar bæði fyrir börn og fullorðna og hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir verk sín. „Ég les sjálf bækur sem eru ætlaðar börnum og fullorðnum svo mér finnst mjög náttúrulegt að skauta þar á milli. Hvert verk hefur sinn tón og aldur sögupersónanna er bara einn af mörgum þáttum sem ákvarðar þann tón. Ég nálgast nýtt verk alltaf á svipuðum forsendum, ég reyni að finna því lögun og fanga raddir persónanna.“ Það er frekar þegar bækurnar eru komnar út sem Arndís finnur fyrir muninum. „Ég hef skrifað tvær bækur fyrir fullorðna, ljóðabókina Innræti og núna í vor Morð og messufall ásamt Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur. Það kom mér á óvart með báðar þeirra hvað það var gaman að rekast á fullorðna lesendur á förnum vegi. Börn eru miklu ólíklegri til þess að gefa sig að manni og segjast hafa lesið. Kynningarstarfið er sömuleiðis annað en mér finnst hvort tveggja skemmtilegt, að heimsækja krakka í grunnskólum og að hitta fullorðið fólk á bókmenntaviðburðum.“ Bækur Arndísar hafa komið út í Danmörku, Eistlandi, Finnlandi, Hollandi, Ítalíu, Rússlandi, Spáni, Þýskalandi, Makedóníu og Tékklandi og þýðingar á ungversku, frönsku og kínversku eru væntanlegar. Arndís (t.h.) ásamt Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur (fyrir miðju) á Alþjóðlegu bókmenntahátíðinni í Berlín fyrir rúmu ári. Þar spjölluðu þær m.a. við nemendur sem höfðu unnið leikhúsverk upp úr Blokkinni á heimsenda. Lengst til vinstri er túlkur þeirra og fylgdarkona á hátíðinni, Lucie Fellwock. Hvernig viðtökur hefur þú fengið úti í heimi? „Það hefur verið algjört ævintýri og mikill heiður og gleði. Ég fór t.d. í upplestrarferð til Ítalíu fyrr í ár þar sem ég fékk höfðinglegar móttökur. Það var líka gaman að heimsækja Alþjóðlegu bókmenntahátíðina í Berlín með Huldu Sigrúnu og bók okkar Blokkina á heimsenda. Hún hefur notið talsverðrar velgengni þar og það verður gaman þegar Kollhnís fylgir í kjölfarið á næsta ári. Mér hefur líka verið vel tekið í Hollandi og gaman að það dúkki stundum upp einhverjir samfélagsmiðlapóstar þar sem maður er merktur. Síðast í gær fékk ég tölvupóst frá 11 ára gömlum lesanda frá Utrecht.“ Arndís fann hollenska útgáfu af bók sinni Kollhnís í bókabúð í Hollandi. Willemien Werkman þýddi bókina. Blokkin á heimsenda er þessa dagana að skríða úr prentsmiðjunni í Kína sem Arndísi finnst mjög spennandi tilhugsun. „Það verður áhugavert að vita hvernig hún lendir í allt öðru menningarsamhengi. Kollhnís er sömuleiðis nýkominn út í Norður-Makedóníu og væntanleg á fleiri stöðum. Það er sannarlega spennandi að sjá verkin fara lengra, þótt það sé ekki tilgangurinn með skrifunum. Ég er mjög meðvituð um það hvað ég er lánsöm að bækurnar hafi fundið lesendur víða. Ég verð raunar hissa, þakklát og glöð í hvert sinn sem bók ratar í hendurnar á lesanda sem tengir við hana.“ Bókaútgáfa Bókmenntir Menning Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu „Við eigum meira blóð en blóðbankinn!“ Flytja alla Springsteen slagarana í Hörpu Sjá meira
Þetta er aldeilis svakalegur söguþráður. Hvaðan spratt þessi hugmynd? „Við fengum auðvitað öll að upplifa það fyrir tæpum sex árum í tengslum við Covid-faraldurinn að heimurinn, sem virðist alltaf sjálfum sér líkur, getur breyst alveg ótrúlega hratt. Ég hugsa að það hafi hreyft við okkur mörgum. Við þetta bætast stöðugar áminningar um það hvað okkar þægilega líf stendur stundum tæpt. Af og til kemur t.d. upp lyfjaskortur á einhverjum nauðsynlegum lyfjum og ekkert er hægt að gera. Í fyrra varð heitavatnslaust í kuldakasti á Reykjanesinu í óþægilega langan tíma. Allt þetta fær mann til að velta upp hvað ef …?-spurningum,“ segir Arndís. Fyrir mörgum árum las Arndís um Carrington-viðburðinn árið 1859, stórt sólgos sem hafði töluverð áhrif á það litla rafkerfi sem þá var til. Í kjölfarið hóf hún að velta fyrir sér hvað myndi gerast ef sambærileg gusa, eða stærri, lenti á okkur núna þegar allt er töluvert tæknivæddara en á 19. öld. „Ef við kippum öllum kerfum í einu úr sambandi, þá er mjög snúið að ætla að ná tökum á ástandinu því vandinn er of víðfeðmur.“ Hún velti þessu fyrir sér í nokkur ár og hvernig hún gæti unnið með þennan efnivið. „Ég fann það hratt að ég vildi að þetta yrði unglingabók en ég fann ekki alveg strax sögupersónuna mína, hana Unni, og þennan knappa frásagnarmáta sem varð á endanum ofan á. Þegar sagan varð svo til reyndist í henni vangavelta um samband barna og foreldra. Foreldrar segja iðulega að þeir væru til í að gera hvað sem er fyrir börnin sín en hvað nær þetta hvað sem er langt? Og hvernig er að vera sá sem allt er gert fyrir?“ Þetta eru vissulega óvenjulegar aðstæður sem sögupersónur bókarinnar lenda í en hefur hún velt fyrir sér hvernig hún myndi sjálf bregðast við í svona aðstæðum? „Ó, ég held að ég yrði frekar gagnslaus við þessar aðstæður sjálf. Það er nokkuð sem maður þarf að horfast í augu við í eigin fari. Ég er bæði sérhlífin og óhandlagin og held að ég væri ekki alls rétta konan í að slátra heimiliskettinum til að bjarga lífi fjölskyldunnar.“ En þessar hugsanir hafa þó alltaf blundað í henni, óttinn við að fótunum yrði kippt undan samfélaginu með einum eða öðrum hætti. „Ég man eftir því sem barn að hafa skoðað herbergin heima út frá því hver þeirra yrði auðveldast að verja, ef illa færi. Samt ólst ég upp við mesta öryggi sem hægt var að hugsa sér. Sennilega hefði ég átt að læra hjúkrun eða trésmíði og gerast svo sjálfsþurftabóndi ef ég meinti eitthvað með þeim pælingum – en það má líta á mína mjög ópraktísku menntun sem ákveðna sjálfssefjun: Þetta verður sennilega í lagi. Ef ég fer að undirbúa heimsenda af of mikilli alvöru er það sennilega til marks um að ég hafi misst alla stjórn á kvíðahugsununum.“ Arndís skrifar bæði fyrir börn og fullorðna og hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir verk sín. „Ég les sjálf bækur sem eru ætlaðar börnum og fullorðnum svo mér finnst mjög náttúrulegt að skauta þar á milli. Hvert verk hefur sinn tón og aldur sögupersónanna er bara einn af mörgum þáttum sem ákvarðar þann tón. Ég nálgast nýtt verk alltaf á svipuðum forsendum, ég reyni að finna því lögun og fanga raddir persónanna.“ Það er frekar þegar bækurnar eru komnar út sem Arndís finnur fyrir muninum. „Ég hef skrifað tvær bækur fyrir fullorðna, ljóðabókina Innræti og núna í vor Morð og messufall ásamt Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur. Það kom mér á óvart með báðar þeirra hvað það var gaman að rekast á fullorðna lesendur á förnum vegi. Börn eru miklu ólíklegri til þess að gefa sig að manni og segjast hafa lesið. Kynningarstarfið er sömuleiðis annað en mér finnst hvort tveggja skemmtilegt, að heimsækja krakka í grunnskólum og að hitta fullorðið fólk á bókmenntaviðburðum.“ Bækur Arndísar hafa komið út í Danmörku, Eistlandi, Finnlandi, Hollandi, Ítalíu, Rússlandi, Spáni, Þýskalandi, Makedóníu og Tékklandi og þýðingar á ungversku, frönsku og kínversku eru væntanlegar. Arndís (t.h.) ásamt Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur (fyrir miðju) á Alþjóðlegu bókmenntahátíðinni í Berlín fyrir rúmu ári. Þar spjölluðu þær m.a. við nemendur sem höfðu unnið leikhúsverk upp úr Blokkinni á heimsenda. Lengst til vinstri er túlkur þeirra og fylgdarkona á hátíðinni, Lucie Fellwock. Hvernig viðtökur hefur þú fengið úti í heimi? „Það hefur verið algjört ævintýri og mikill heiður og gleði. Ég fór t.d. í upplestrarferð til Ítalíu fyrr í ár þar sem ég fékk höfðinglegar móttökur. Það var líka gaman að heimsækja Alþjóðlegu bókmenntahátíðina í Berlín með Huldu Sigrúnu og bók okkar Blokkina á heimsenda. Hún hefur notið talsverðrar velgengni þar og það verður gaman þegar Kollhnís fylgir í kjölfarið á næsta ári. Mér hefur líka verið vel tekið í Hollandi og gaman að það dúkki stundum upp einhverjir samfélagsmiðlapóstar þar sem maður er merktur. Síðast í gær fékk ég tölvupóst frá 11 ára gömlum lesanda frá Utrecht.“ Arndís fann hollenska útgáfu af bók sinni Kollhnís í bókabúð í Hollandi. Willemien Werkman þýddi bókina. Blokkin á heimsenda er þessa dagana að skríða úr prentsmiðjunni í Kína sem Arndísi finnst mjög spennandi tilhugsun. „Það verður áhugavert að vita hvernig hún lendir í allt öðru menningarsamhengi. Kollhnís er sömuleiðis nýkominn út í Norður-Makedóníu og væntanleg á fleiri stöðum. Það er sannarlega spennandi að sjá verkin fara lengra, þótt það sé ekki tilgangurinn með skrifunum. Ég er mjög meðvituð um það hvað ég er lánsöm að bækurnar hafi fundið lesendur víða. Ég verð raunar hissa, þakklát og glöð í hvert sinn sem bók ratar í hendurnar á lesanda sem tengir við hana.“
Bókaútgáfa Bókmenntir Menning Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu „Við eigum meira blóð en blóðbankinn!“ Flytja alla Springsteen slagarana í Hörpu Sjá meira