Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. nóvember 2025 06:52 Morgunblaðið vísar ásökunum ráðuneytisins til föðurhúsanna. Morgunblaðið hefur svarað ásökunum Guðmundar Inga Kristinssonar barna- og menntamálaráðherra en í gær birtist yfirlýsing á heimasíðu Stjórnarráðsins, þar sem Morgunblaðið var sakað um ófagleg vinnubrögð og að veita vísvitandi rangar og villandi upplýsingar. Samkvæmt yfirlýsingu ráðuneytisins neitaði Morgunblaðið að leiðrétta frétt sem birt var á fimmtudaginn í síðustu viku, þar sem ráðuneytið segir miðilinn hafa gefið til kynna að ráðherra hafi sagt ósatt þegar hann vitnaði í nýjar niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar þess efnis að vímuefnaneysla ungmenna hefði ekki aukist. Í umræddri frétt mbl.is sagði að Guðmundur Ingi hefði fullyrt á Alþingi að ekki væru ummerki um aukna vímuefnaneyslu barna á árunum 2023 til 2025, „þvert á ýmsar fréttir“. Sagði mbl þetta ganga í berhögg við það sem fram hefði komið í skýrslu Barna- og fjölskyldustofu, þar sem sagði að tilkynningum um neyslu barna á vímuefnum hefði fjölgað um tæplega 60 prósent á milli áranna 2023 og 2024. Í yfirlýsingu ráðuneytisins er vitnað í samskipti þess við Morgunblaðið og vísað til þess að miðillinn hafi kosið að varpa sökinni á ráðherra að hafa ekki tilgreint heimild sína til að styðja fullyrðingar hans í ræðustól en viðurkennt á sama tíma að hann hafi nefnt Íslensku æskulýðsrannsóknina fyrr í ræðu sinni. Þá segir í yfirlýsingunni að málið sé „nokkuð einkennandi“ fyrir vinnubrögð Morgunblaðsins, sem hafi meðal annars breytt grein um nýtingu gervigreindar í menntakerfinu eftir að ráðuneytið fór yfir hana og ljáð henni neikvæðari blæ. Þá er Morgunblaðið sakað um að hafa slegið upp „æsifregnum“ um að ráðuneytið væri að halda eftir upplýsingum og fegra niðurstöður skýrslu um dvínandi grunnfærni nemenda innan OECD. Fullyrðingum ráðuneytisins vísað til föðurhúsanna Fjallað er um yfirlýsingu barna- og menntamálaráðuneytisins á mbl.is nú í morgunsárið en þar segir að Morgunblaðið líti „umkvartanir og umvandanir“ barna- og menntamálaráðherra alvarlegum augum, „enda er það einsdæmi að fjölmiðlar hér á landi megi þola slíkar ásakanir stjórnvalda um vísvitandi rangfærslur, léleg vinnubrögð og upplýsingaóreiðu,“ segir í athugasemdum ritstjóra. Engin dæmi séu um að ráðherrar hafi látið Stjórnarráð Íslands annast vörn sína, hvað þá með ásökunum í garð fjölmiðla. Morgunblaðið segir rangt að ráðherra hafi verið vændur um ósannindi í ræðustól, né heldur hafi hann verið sagður fara með rangt mál. Þá er ítrekað að ráðherra hafi ekki bent á neinar rangfærslur í áðurnefndu viðtali um gervigreind, heldur aðeins að inngangi greinarinnar hafi verið breytt. „Morgunblaðið hefur vandað fréttaflutning sinn af þessum málum í hvívetna, m.a. með því að setja fullyrðingar ráðherra í samhengi við fleira en það eitt sem hann vill helst að komi fram,“ segir í athugasemdum ritstjóra. Það sé hlutverk fjölmiðla að halda valdhöfum við efnið og veita þeim aðhald, ekki að hampa þeim eða mæra út frá uppgefnum markmiðum þeirra. „Morgunblaðinu og mbl.is er ritstýrt með hagsmuni lesenda í fyrirrúmi, ekki af ráðherrum, þeim til þægðar. Blaðið vísar til föðurhúsa fullyrðingum ráðherra um upplýsingaóreiðu; hann mætti vel herða sig í að veita fjölmiðlum viðtöl og gagnlegar upplýsingar. Kvartanir Guðmundar Inga benda til þess að hann misskilji fullkomlega hlutverk góðra fréttamiðla.“ Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Samkvæmt yfirlýsingu ráðuneytisins neitaði Morgunblaðið að leiðrétta frétt sem birt var á fimmtudaginn í síðustu viku, þar sem ráðuneytið segir miðilinn hafa gefið til kynna að ráðherra hafi sagt ósatt þegar hann vitnaði í nýjar niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar þess efnis að vímuefnaneysla ungmenna hefði ekki aukist. Í umræddri frétt mbl.is sagði að Guðmundur Ingi hefði fullyrt á Alþingi að ekki væru ummerki um aukna vímuefnaneyslu barna á árunum 2023 til 2025, „þvert á ýmsar fréttir“. Sagði mbl þetta ganga í berhögg við það sem fram hefði komið í skýrslu Barna- og fjölskyldustofu, þar sem sagði að tilkynningum um neyslu barna á vímuefnum hefði fjölgað um tæplega 60 prósent á milli áranna 2023 og 2024. Í yfirlýsingu ráðuneytisins er vitnað í samskipti þess við Morgunblaðið og vísað til þess að miðillinn hafi kosið að varpa sökinni á ráðherra að hafa ekki tilgreint heimild sína til að styðja fullyrðingar hans í ræðustól en viðurkennt á sama tíma að hann hafi nefnt Íslensku æskulýðsrannsóknina fyrr í ræðu sinni. Þá segir í yfirlýsingunni að málið sé „nokkuð einkennandi“ fyrir vinnubrögð Morgunblaðsins, sem hafi meðal annars breytt grein um nýtingu gervigreindar í menntakerfinu eftir að ráðuneytið fór yfir hana og ljáð henni neikvæðari blæ. Þá er Morgunblaðið sakað um að hafa slegið upp „æsifregnum“ um að ráðuneytið væri að halda eftir upplýsingum og fegra niðurstöður skýrslu um dvínandi grunnfærni nemenda innan OECD. Fullyrðingum ráðuneytisins vísað til föðurhúsanna Fjallað er um yfirlýsingu barna- og menntamálaráðuneytisins á mbl.is nú í morgunsárið en þar segir að Morgunblaðið líti „umkvartanir og umvandanir“ barna- og menntamálaráðherra alvarlegum augum, „enda er það einsdæmi að fjölmiðlar hér á landi megi þola slíkar ásakanir stjórnvalda um vísvitandi rangfærslur, léleg vinnubrögð og upplýsingaóreiðu,“ segir í athugasemdum ritstjóra. Engin dæmi séu um að ráðherrar hafi látið Stjórnarráð Íslands annast vörn sína, hvað þá með ásökunum í garð fjölmiðla. Morgunblaðið segir rangt að ráðherra hafi verið vændur um ósannindi í ræðustól, né heldur hafi hann verið sagður fara með rangt mál. Þá er ítrekað að ráðherra hafi ekki bent á neinar rangfærslur í áðurnefndu viðtali um gervigreind, heldur aðeins að inngangi greinarinnar hafi verið breytt. „Morgunblaðið hefur vandað fréttaflutning sinn af þessum málum í hvívetna, m.a. með því að setja fullyrðingar ráðherra í samhengi við fleira en það eitt sem hann vill helst að komi fram,“ segir í athugasemdum ritstjóra. Það sé hlutverk fjölmiðla að halda valdhöfum við efnið og veita þeim aðhald, ekki að hampa þeim eða mæra út frá uppgefnum markmiðum þeirra. „Morgunblaðinu og mbl.is er ritstýrt með hagsmuni lesenda í fyrirrúmi, ekki af ráðherrum, þeim til þægðar. Blaðið vísar til föðurhúsa fullyrðingum ráðherra um upplýsingaóreiðu; hann mætti vel herða sig í að veita fjölmiðlum viðtöl og gagnlegar upplýsingar. Kvartanir Guðmundar Inga benda til þess að hann misskilji fullkomlega hlutverk góðra fréttamiðla.“
Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira