Handbolti

Haukar fóru létt með HK

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Haukar styrktu stöðu sína á toppnum í Olís deildinni með stórsigri gegn HK.
Haukar styrktu stöðu sína á toppnum í Olís deildinni með stórsigri gegn HK. vísir

Haukar lögðu HK örugglega að velli með 33-19 sigri á Ásvöllum í Olís deild karla í handbolta.

HK byrjaði leikinn betur en toppliðið sýndi styrk sinn í seinni hálfleiknum í kvöld.

Aðeins einu marki munaði í hálfleik, staðan þá 13-12 fyrir Haukum en þeir voru fljótlega komnir með fjögurra marka forystu sem stækkaði bara og stækkaði þar til yfir lauk.

Haukarnir hafa nú unnið átta af fyrstu tíu leikjum tímabilsins og sitja, sem fyrr, í efsta sæti Olís deildarinnar.

Aron Rafn Eðvarðsson átti góðan leik í marki heimamanna og varði 16 af 33 skotum sem hann fékk á sig, eða 48.5 prósent allra skota, auk þess að leggja upp eitt mark.

Freyr Aronsson og Birkir Snær Steinsson voru markahæstir fyrir Hauka með 7 mörk hvor en Sigurður Jefferson Guarino var markahæstur hjá HK með 9 mörk.

HK er í 9. sæti Olís deildarinnar, með fjóra sigra og sjö töp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×