Íslenski boltinn

Ný­liðarnir fá níu­tíu leikja mann

Sindri Sverrisson skrifar
Baldur Logi Guðlaugsson er mættur til Keflavíkur.
Baldur Logi Guðlaugsson er mættur til Keflavíkur. Keflavík

Keflavík leikur á ný í Bestu deild karla í fótbolta á komandi leiktíð og hefur fengið til sín hinn 23 ára Baldur Loga Guðlaugsson sem spilað hefur í deildinni síðustu sex keppnistímabil.

Baldur Logi er fjölhæfur miðjumaður sem spilað hefur níutíu leiki í efstu deild hér á landi, og skorað í þeim sex mörk.

Hann kemur til Keflavíkur frá Stjörnunni, þar sem hann hefur spilað þrjú síðustu tímabil, en er uppalinn FH-ingur og lék sinn fyrsta deildarleik með FH aðeins 15 ára gamall, árið 2017.

Keflavík vann sig upp úr Lengjudeildinni í haust, þrátt fyrir að hafa endað í 5. sæti deildarkeppninnar. Liðið sló granna sína úr Njarðvík út í undanúrslitum umspilsins og vann svo 4-0 sigur gegn HK í úrslitaleik á Laugardalsvelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×