Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. nóvember 2025 06:47 Lögreglan segir aukið alþjóðasamstarf sterkasta vopnið gegn skipulögðum glæpahópum. Vísir/Vilhelm Tilfellum þar sem skipulagðir glæpahópar beita öðrum fyrir sig til ofbeldisverka gegn greiðslu fer fjölgandi hér á landi. Sérfræðingur segir þetta í takti við þróunina á Norðurlöndum. Fjórum var vísað frá á landamærunum í sumar vegna þessa. Ljóst sé að efla þurfi alþjóðasamstarf þar sem ljóst sé að brotahópar virði ekki landamæri. Fjallað er um verknaðinn, ofbeldi til kaups (e. violence as a service) í nýrri skýrslu sem embætti ríkislögreglustjóra birti á dögunum. Þar kemur fram að innan skipulagðrar brotastarfsemi séu hópar sem leita til einstaklinga til að framkvæma ofbeldis verk gegn greiðslu. Þetta geti verið í gegnum persónuleg tengsl eða samfélagsmiðla. Þá hafi aðferðafræðin einkum tengst handrukkunum. Kemur fram í skýrslunni að fjórum hafi í sumar verið vísað frá á landamærunum, þar sem þeir tilheyrðu erlendum brotahópi sem sérhæfir sig í ofbeldi til kaups. Hópurinn býður fram þjónustu í að framkvæma alvarlegan ofbeldisverknað gegn greiðslu. Vísað er til tvennskonar dæma af ofbeldi til kaups hér á landi, þegar kveikt var í bíl lögreglumanns árið 2023 og þegar öðrum lögreglumanni var hótað á heimili sínu af fjórum ungum einstaklingum sem voru vopnaðir hnífum. Auðveldar brotahópum að fela sig Katrín Sif Oddgeirsdóttir sérfræðingur hjá ríkislögreglustjóra segir í samtali við Vísi að aðferðafræðin auðveldi brotahópum að koma í veg fyrir að hægt sé að sækja einstaklinga í efstu lögum þeirra til saka. „Þetta er veruleiki sem blasir ekki bara við okkur hér á Íslandi heldur líka á Norðurlöndum og það er í kjölfar öflugs alþjóðasamstarfs sem lögreglan á Íslandi er að bregðast við svona hópum,“ segir Katrín. Hún segir að þó dæmi séu tekin í skýrslunni um slík brot gegn lögreglufólki einskorðist þau ekki við það. „En það er mjög alvarlegt þegar þetta beinist gegn opinberum starfsmönnum. Það sem er áhugavert eins og í íkveikjumálinu, það kemur fram í ákæru að hver og einn hefur ákveðið hlutverk í ferlinu. Það er algengast við þessa aðferðafræði. Það eru einhverjir milliliðir, svo eru gerendur en svo eru upphafsmenn ofbeldisverksins sem sjást hvergi.“ Hærra settir í keðjunni Upphafsmenn ofbeldisins til kaups séu miklu hærra settir í keðjunni. „Þannig það er ekki alltaf sjáanlegt hverjir raunverulegir gerendur eru og hverjir það eru sem eru að panta þessa þjónustu. Þarna er komin aðferðafræði sem gerir brotahópum kleyft að fela slóð sína.“ Katrín segir lögregluna á Íslandi búa yfir öflugri greiningargetu og rannsóknargetu. Þó sé þörf á því að efla alþjóðasamstarf þar sem brotahóparnir virði ekki landamæri. Þó Ísland sé eyja sé það sama að gerast hér og í nágrannalöndum okkar. Þá hafi ríkislögreglustjóri einnig merkt fjölgun afbrota til kaups. „Sem er svipuð aðferðafræði, þar sem raunverulegur gerandi pantar afbrot til að fela slóð sína. Það eru samnefnarar þarna á milli og þessi útvistun á afbrotum er ný aðferðafræði sem við höfum bent á hér á landi.“ Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Skipulögð brotastarfsemi er orðin ein helsta áskorun lögreglunnar hér á landi, eins og víða annarsstaðar í heiminum. Á síðustu tíu árum hefur fjöldi hópa sem stunda skipulagða glæpastarfsemi hér á landi tvöfaldast. 14. nóvember 2025 10:14 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Fjallað er um verknaðinn, ofbeldi til kaups (e. violence as a service) í nýrri skýrslu sem embætti ríkislögreglustjóra birti á dögunum. Þar kemur fram að innan skipulagðrar brotastarfsemi séu hópar sem leita til einstaklinga til að framkvæma ofbeldis verk gegn greiðslu. Þetta geti verið í gegnum persónuleg tengsl eða samfélagsmiðla. Þá hafi aðferðafræðin einkum tengst handrukkunum. Kemur fram í skýrslunni að fjórum hafi í sumar verið vísað frá á landamærunum, þar sem þeir tilheyrðu erlendum brotahópi sem sérhæfir sig í ofbeldi til kaups. Hópurinn býður fram þjónustu í að framkvæma alvarlegan ofbeldisverknað gegn greiðslu. Vísað er til tvennskonar dæma af ofbeldi til kaups hér á landi, þegar kveikt var í bíl lögreglumanns árið 2023 og þegar öðrum lögreglumanni var hótað á heimili sínu af fjórum ungum einstaklingum sem voru vopnaðir hnífum. Auðveldar brotahópum að fela sig Katrín Sif Oddgeirsdóttir sérfræðingur hjá ríkislögreglustjóra segir í samtali við Vísi að aðferðafræðin auðveldi brotahópum að koma í veg fyrir að hægt sé að sækja einstaklinga í efstu lögum þeirra til saka. „Þetta er veruleiki sem blasir ekki bara við okkur hér á Íslandi heldur líka á Norðurlöndum og það er í kjölfar öflugs alþjóðasamstarfs sem lögreglan á Íslandi er að bregðast við svona hópum,“ segir Katrín. Hún segir að þó dæmi séu tekin í skýrslunni um slík brot gegn lögreglufólki einskorðist þau ekki við það. „En það er mjög alvarlegt þegar þetta beinist gegn opinberum starfsmönnum. Það sem er áhugavert eins og í íkveikjumálinu, það kemur fram í ákæru að hver og einn hefur ákveðið hlutverk í ferlinu. Það er algengast við þessa aðferðafræði. Það eru einhverjir milliliðir, svo eru gerendur en svo eru upphafsmenn ofbeldisverksins sem sjást hvergi.“ Hærra settir í keðjunni Upphafsmenn ofbeldisins til kaups séu miklu hærra settir í keðjunni. „Þannig það er ekki alltaf sjáanlegt hverjir raunverulegir gerendur eru og hverjir það eru sem eru að panta þessa þjónustu. Þarna er komin aðferðafræði sem gerir brotahópum kleyft að fela slóð sína.“ Katrín segir lögregluna á Íslandi búa yfir öflugri greiningargetu og rannsóknargetu. Þó sé þörf á því að efla alþjóðasamstarf þar sem brotahóparnir virði ekki landamæri. Þó Ísland sé eyja sé það sama að gerast hér og í nágrannalöndum okkar. Þá hafi ríkislögreglustjóri einnig merkt fjölgun afbrota til kaups. „Sem er svipuð aðferðafræði, þar sem raunverulegur gerandi pantar afbrot til að fela slóð sína. Það eru samnefnarar þarna á milli og þessi útvistun á afbrotum er ný aðferðafræði sem við höfum bent á hér á landi.“
Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Skipulögð brotastarfsemi er orðin ein helsta áskorun lögreglunnar hér á landi, eins og víða annarsstaðar í heiminum. Á síðustu tíu árum hefur fjöldi hópa sem stunda skipulagða glæpastarfsemi hér á landi tvöfaldast. 14. nóvember 2025 10:14 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Skipulögð brotastarfsemi er orðin ein helsta áskorun lögreglunnar hér á landi, eins og víða annarsstaðar í heiminum. Á síðustu tíu árum hefur fjöldi hópa sem stunda skipulagða glæpastarfsemi hér á landi tvöfaldast. 14. nóvember 2025 10:14
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent