„Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. nóvember 2025 21:42 Breki Hrafn Árnason, markvörður Fram. Vísir/Diego „Þetta var náttúrulega bara allt annað en leikurinn í síðustu viku,“ sagði Breki Hrafn Árnason, markvörður Fram, eftir tap liðsins gegn Kriens-Luzern í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Fram mátti þola fjögurra marka tap, 31-35, í leik sem var jafn og spennandi nánast alveg til loka. Það er mikill munur frá því að liðin mættust í Sviss í síðustu viku, þar sem Kriens-Luzern vann 15 marka sigur. „Við mættum miklu betur til leiks og spiluðum miklu betri handbolta. Við vorum líkari sjálfum okkur í þessum leik. Eins og í síðustu leikjum hefur þetta svolítið verið að fara frá okkur á síðustu tíu mínútunum. Menn eru orðnir þreyttir, eða ég veit ekki hvað það er. Við finnum bara lausnir á því.“ Hann segist þó ekki geta útskýrt endilega af hverju Framarar spiluðu mun betur í kvöld en í síðustu viku. „Ég veit ekki alveg hvað það var. Það er náttúrulega ákveðin orka sem kemur frá því að vera að spila síðasta Evrópuleikinn heima, allavega í þetta sinn. Þannig að menn vildu bara gefa allt í þetta. Auðvitað vildum við gera það líka í síðasta leik, en bara náðum ekki að koma því fram sem við vildum koma fram þar.“ Þá segir hann margt hafa verið gott í leik Fram í kvöld, en seinni bylgja og hraðar sóknir gestanna hafi valdið þeim miklum vandræðum. „Það er nefnilega málið. Þegar við erum fljótir til baka og náum að koma okkur í stöðurnar þá spilum við oftast góða vörn. En þegar við eigum leiki þar sem við erum lengi til baka þá lendum við alltaf í brasi. Það er bara erfitt fyrir alla að spila vörn þegar maður er lengi til baka.“ Að lokum útilokar Breki ekki að Fram nái að stela stigum í síðustu tveimur leikjum riðlakeppninnar, gegn stórliðum Elverum og Porto. „Planið er bara að ræna fjórum stigum, við stefnum á það. Það verður gaman að klára þessa leiki. Þetta er búið að vera gott fyrir okkur ungu strákana og góð reynsla til að bæta við ferilinn. Ég held að þetta geri okkur alla betri,“ sagði Breki að lokum. Evrópudeild karla í handbolta Fram Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Sjá meira
Fram mátti þola fjögurra marka tap, 31-35, í leik sem var jafn og spennandi nánast alveg til loka. Það er mikill munur frá því að liðin mættust í Sviss í síðustu viku, þar sem Kriens-Luzern vann 15 marka sigur. „Við mættum miklu betur til leiks og spiluðum miklu betri handbolta. Við vorum líkari sjálfum okkur í þessum leik. Eins og í síðustu leikjum hefur þetta svolítið verið að fara frá okkur á síðustu tíu mínútunum. Menn eru orðnir þreyttir, eða ég veit ekki hvað það er. Við finnum bara lausnir á því.“ Hann segist þó ekki geta útskýrt endilega af hverju Framarar spiluðu mun betur í kvöld en í síðustu viku. „Ég veit ekki alveg hvað það var. Það er náttúrulega ákveðin orka sem kemur frá því að vera að spila síðasta Evrópuleikinn heima, allavega í þetta sinn. Þannig að menn vildu bara gefa allt í þetta. Auðvitað vildum við gera það líka í síðasta leik, en bara náðum ekki að koma því fram sem við vildum koma fram þar.“ Þá segir hann margt hafa verið gott í leik Fram í kvöld, en seinni bylgja og hraðar sóknir gestanna hafi valdið þeim miklum vandræðum. „Það er nefnilega málið. Þegar við erum fljótir til baka og náum að koma okkur í stöðurnar þá spilum við oftast góða vörn. En þegar við eigum leiki þar sem við erum lengi til baka þá lendum við alltaf í brasi. Það er bara erfitt fyrir alla að spila vörn þegar maður er lengi til baka.“ Að lokum útilokar Breki ekki að Fram nái að stela stigum í síðustu tveimur leikjum riðlakeppninnar, gegn stórliðum Elverum og Porto. „Planið er bara að ræna fjórum stigum, við stefnum á það. Það verður gaman að klára þessa leiki. Þetta er búið að vera gott fyrir okkur ungu strákana og góð reynsla til að bæta við ferilinn. Ég held að þetta geri okkur alla betri,“ sagði Breki að lokum.
Evrópudeild karla í handbolta Fram Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Sjá meira