Fer ekki í formanninn Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. nóvember 2025 17:09 Einar Þorsteinsson beinir sjónum að borgarstjórnarkosningunum í vor. Vísir/Lýður Valberg Einar Þorsteinsson hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram til formanns Framsóknarflokksins. Hann sækist eftir oddvitasæti flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor, og segir gríðarlega mikilvægt að koma núverandi meirihluta frá völdum. „Ég hef tekið ákvörðun um það að bjóða mig ekki fram til formanns. Nú skiptir mestu máli að leggja allan kraft í það að ná borginni aftur. Það er gríðarlega mikilvægt að koma þessum meirihluta frá völdum, og mynda miðjubandalag eftir næstu kosningar þar sem Framsókn stendur sterk,“ segir Einar. „Ég tel að mínum kröftum sé betur varið í að berjast fyrir skynsamlegum lausnum og betri borg í næstu sveitarstjórnarkosningum en að sækjast eftir þessu formannsembætti.“ Komu margir að máli við þig varðandi formannsframboð? „Já það bara kom mér á óvart hvað það hvöttu mig margir til þess. en ég tel að það sé mikilvægara verkefni á mínu borði í dag að koma flokknum aftur til valda í Reykjavík, í gott samstarf við flokka sem eru tilbúnir að hlaupa hraðar, taka djarfar ákvarðanir og bæta rekstur borgarinnar.“ Framsókn muni ná vopnum sínum á ný Einar hefur fulla trú á því að Framsóknarflokkurinn muni ná vopnum sínum á ný fyrir kosningarnar í vor. Framsóknarflokkurinn hlaut ríflega 18 prósent atkvæða í síðustu borgarstjórnarkosningum og fékk fjóra borgarfulltrúa, en hefur ekki riðið feitum hesti í skoðanakönnunum að undanförnu. Flokkurinn mældist með 3,3 prósent fylgi í skoðanakönnun Maskínu í ágúst. Framsókn hafi haft jákvæð áhrif Einar segir að Framsóknarflokkurinn hafi haft mikil jákvæð áhrif í borginni meðan hann var í meirihluta. „Ég kom óvænt inn í flokkinn fyrir síðustu kosningar. Þá náðum við besta árangri sem Framsókn hefur náð í Reykjavík frá því flokkurinn bauð sig fram fyrst.“ „Við höfðum mikil jákvæð áhrif á stjórn borgarinnar, við náðum að vinda ofan af ákvörðunum, snúa við rekstri borgarinnar, standa með atvinnulífinu í borginni, og greiða úr samgöngumálum með uppfærslu á samgöngusáttmálanum.“ Samfylkingin þurfi frí í borginni Næsta kjörtímabil verði gríðarlega mikilvægt í sögu borgarinnar. „Það þarf að taka stórar ákvarðanir til að ná fram stöðugleika á húsnæðismarkaði.“ Eru einhverjir flokkar sem Framókn vill eða vill ekki starfa með á næsta kjörtímabili? „Ég hef alveg verið opinskár með það að það þarf að gefa Samfylkingunni frí. Það er engum flokki hollt að stjórna svona lengi.“ Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Tengdar fréttir Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sigurður Ingi Jóhannsson mun ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku í Framsóknarflokknum á næsta flokksþingi. Þetta tilkynnti Sigurður á ræðu á miðstjórnarfundi flokksins í dag. 18. október 2025 13:19 Willum íhugar formannsframboð Willum Þór Þórsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, íhugar formannsframboð í Framsóknarflokknum. 11. nóvember 2025 20:38 „Það er óákveðið“ „Það er óákveðið,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, aðspurð hvort hún hyggist bjóða sig fram til formanns. Hún hafi þó verið ítrekað hvött til þess að sækjast eftir embættinu. 18. október 2025 14:44 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
„Ég hef tekið ákvörðun um það að bjóða mig ekki fram til formanns. Nú skiptir mestu máli að leggja allan kraft í það að ná borginni aftur. Það er gríðarlega mikilvægt að koma þessum meirihluta frá völdum, og mynda miðjubandalag eftir næstu kosningar þar sem Framsókn stendur sterk,“ segir Einar. „Ég tel að mínum kröftum sé betur varið í að berjast fyrir skynsamlegum lausnum og betri borg í næstu sveitarstjórnarkosningum en að sækjast eftir þessu formannsembætti.“ Komu margir að máli við þig varðandi formannsframboð? „Já það bara kom mér á óvart hvað það hvöttu mig margir til þess. en ég tel að það sé mikilvægara verkefni á mínu borði í dag að koma flokknum aftur til valda í Reykjavík, í gott samstarf við flokka sem eru tilbúnir að hlaupa hraðar, taka djarfar ákvarðanir og bæta rekstur borgarinnar.“ Framsókn muni ná vopnum sínum á ný Einar hefur fulla trú á því að Framsóknarflokkurinn muni ná vopnum sínum á ný fyrir kosningarnar í vor. Framsóknarflokkurinn hlaut ríflega 18 prósent atkvæða í síðustu borgarstjórnarkosningum og fékk fjóra borgarfulltrúa, en hefur ekki riðið feitum hesti í skoðanakönnunum að undanförnu. Flokkurinn mældist með 3,3 prósent fylgi í skoðanakönnun Maskínu í ágúst. Framsókn hafi haft jákvæð áhrif Einar segir að Framsóknarflokkurinn hafi haft mikil jákvæð áhrif í borginni meðan hann var í meirihluta. „Ég kom óvænt inn í flokkinn fyrir síðustu kosningar. Þá náðum við besta árangri sem Framsókn hefur náð í Reykjavík frá því flokkurinn bauð sig fram fyrst.“ „Við höfðum mikil jákvæð áhrif á stjórn borgarinnar, við náðum að vinda ofan af ákvörðunum, snúa við rekstri borgarinnar, standa með atvinnulífinu í borginni, og greiða úr samgöngumálum með uppfærslu á samgöngusáttmálanum.“ Samfylkingin þurfi frí í borginni Næsta kjörtímabil verði gríðarlega mikilvægt í sögu borgarinnar. „Það þarf að taka stórar ákvarðanir til að ná fram stöðugleika á húsnæðismarkaði.“ Eru einhverjir flokkar sem Framókn vill eða vill ekki starfa með á næsta kjörtímabili? „Ég hef alveg verið opinskár með það að það þarf að gefa Samfylkingunni frí. Það er engum flokki hollt að stjórna svona lengi.“
Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Tengdar fréttir Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sigurður Ingi Jóhannsson mun ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku í Framsóknarflokknum á næsta flokksþingi. Þetta tilkynnti Sigurður á ræðu á miðstjórnarfundi flokksins í dag. 18. október 2025 13:19 Willum íhugar formannsframboð Willum Þór Þórsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, íhugar formannsframboð í Framsóknarflokknum. 11. nóvember 2025 20:38 „Það er óákveðið“ „Það er óákveðið,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, aðspurð hvort hún hyggist bjóða sig fram til formanns. Hún hafi þó verið ítrekað hvött til þess að sækjast eftir embættinu. 18. október 2025 14:44 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sigurður Ingi Jóhannsson mun ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku í Framsóknarflokknum á næsta flokksþingi. Þetta tilkynnti Sigurður á ræðu á miðstjórnarfundi flokksins í dag. 18. október 2025 13:19
Willum íhugar formannsframboð Willum Þór Þórsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, íhugar formannsframboð í Framsóknarflokknum. 11. nóvember 2025 20:38
„Það er óákveðið“ „Það er óákveðið,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, aðspurð hvort hún hyggist bjóða sig fram til formanns. Hún hafi þó verið ítrekað hvött til þess að sækjast eftir embættinu. 18. október 2025 14:44