Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 18. nóvember 2025 13:01 Frá og með áramótum mun fjárhagslegur stuðningur hækka til þeirra leigjenda sem búa tveir eða fleiri saman og fá sérstakan húsnæðisstuðning frá Reykjavíkurborg. Greiðslurnar hækka um 10.000 krónur á mánuði fyrir þau sem eru undir tilteknum tekjumörkum. Fyrir tveggja manna heimili eru tekjumörkin um 8 milljónir króna á ári og hækka eftir því sem heimilisfólki fjölgar. Að hækka þennan stuðning er mikilvægt skref til að styðja betur við þau heimili sem bera þungan húsnæðiskostnað. Hvernig virkar húsnæðisstuðningur? Leigjendur sem búa við íþyngjandi húsnæðiskostnað geta átt rétt á tvenns konar stuðningi: húsnæðisbótum frá ríkinu og sérstökum húsnæðisstuðningi frá sveitarfélagi. Hjá Reykjavíkurborg gildir sú regla að leigjendur sem eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi fá 1.000 krónur í stuðning fyrir hverjar 1.000 krónur í húsnæðisbætur. Í sumum sveitarfélögum er stuðningurinn lægri, eða 900 krónur fyrir hverjar 1.000 krónur frá ríkinu. Stuðningurinn hefur hingað til verið háður þaki. Í mesta lagi hefur verið hægt að fá 100.000 krónur á mánuði samanlagt í húsnæðisbætur og sérstakan stuðning. Með breytingum samstarfsflokkanna í borgarstjórn hækkar þetta þak í 110.000 krónur á mánuði og skilar þannig raunverulega auknum stuðningi til þeirra sem þurfa á honum að halda. Rót vandans er hagnaðardrifinn leigumarkaður Leigjendur búa við alvarlega stöðu þar sem húsnæðiskostnaður er óbærilega hár og ógnar fjárhagslegu öryggi fjölda heimila. Úttektir sýna að leigjendur greiða jafnvel 70% eða meira af launum sínum í húsnæði. Húsnæði hefur verið fjármálavætt og litlar hömlur eru á leigusölum, sem geta dregið til sín óhóflegt fjármagn frá leigjendum. Skortur á regluverki og eftirliti hefur skapað aðstæður þar sem leigjendur eru berskjaldaðir gagnvart óhóflegum hækkunum og ótryggum leigusamningum. Afleiðingarnar eru skýrar Há húsaleiga þýðir að leigjendur þurfa að verja stærstum hluta tekna sinna í leigu. Lítið situr eftir til nauðsynja, svo sem matar, samgangna og heilbrigðisþjónustu. Þegar stærsti hluti tekna fer í leigu er augljóst að ekki er hægt að spara og leigjendur festast margir hverjir í vítahring fjárhagslegs óöryggis. Hár húsnæðiskostnaður skapar ekki eingöngu fjárhagslegt álag, heldur einnig félagsleg vandamál sem skerða lífsgæði og framtíðarmöguleika fólks. Í samanburði við húseigendur eru leigjendur verr settir. Staða leigjenda í samanburði við húseigendur er slæm á marga mælikvarða. Leigjendur búa við minna húsnæðisöryggi. · Algengara er að leigjendur búi ekki í því hverfi eða á þeim stað sem þeir myndu helst kjósa að búa á. · Algengara að þrengra sé um leigjendur samanborið við húseigendur. Hvað þarf að gera? Vandinn er hagnaðardrifinn og óregluvæddur leigumarkaður. Lausnin felst í því að breyta húsnæðisuppbyggingu þannig að hún tryggi heimili fyrir fólk, ekki fjárfestingareignir fyrir þau efnameiri. Ég tel mikilvægt að hið opinbera byggi raunverulega félagslegt leiguhúsnæði og legg áherslu á það í mínum störfum sem borgarfulltrúi. Jafnframt þurfa sveitarfélög að auka samvinnu við óhagnaðardrifna aðila líkt og verkalýðshreyfinguna, til að tryggja gott húsnæði á eðlilegu verði. Þar til slíkt raungerist þarf að mæta leigjendum þar sem þeir eru staddir. Hækkun á þaki húsnæðisstuðnings er liður í því. Samstarfsflokkarnir í borgarstjórn leggja til breytingar sem skila hærri fjárhagslegum stuðningi til leigjenda, sérstaklega til þeirra sem búa tvö eða fleiri saman, líkt og á við um barnafjölskyldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Húsnæðismál Leigumarkaður Fjármál heimilisins Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Frá og með áramótum mun fjárhagslegur stuðningur hækka til þeirra leigjenda sem búa tveir eða fleiri saman og fá sérstakan húsnæðisstuðning frá Reykjavíkurborg. Greiðslurnar hækka um 10.000 krónur á mánuði fyrir þau sem eru undir tilteknum tekjumörkum. Fyrir tveggja manna heimili eru tekjumörkin um 8 milljónir króna á ári og hækka eftir því sem heimilisfólki fjölgar. Að hækka þennan stuðning er mikilvægt skref til að styðja betur við þau heimili sem bera þungan húsnæðiskostnað. Hvernig virkar húsnæðisstuðningur? Leigjendur sem búa við íþyngjandi húsnæðiskostnað geta átt rétt á tvenns konar stuðningi: húsnæðisbótum frá ríkinu og sérstökum húsnæðisstuðningi frá sveitarfélagi. Hjá Reykjavíkurborg gildir sú regla að leigjendur sem eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi fá 1.000 krónur í stuðning fyrir hverjar 1.000 krónur í húsnæðisbætur. Í sumum sveitarfélögum er stuðningurinn lægri, eða 900 krónur fyrir hverjar 1.000 krónur frá ríkinu. Stuðningurinn hefur hingað til verið háður þaki. Í mesta lagi hefur verið hægt að fá 100.000 krónur á mánuði samanlagt í húsnæðisbætur og sérstakan stuðning. Með breytingum samstarfsflokkanna í borgarstjórn hækkar þetta þak í 110.000 krónur á mánuði og skilar þannig raunverulega auknum stuðningi til þeirra sem þurfa á honum að halda. Rót vandans er hagnaðardrifinn leigumarkaður Leigjendur búa við alvarlega stöðu þar sem húsnæðiskostnaður er óbærilega hár og ógnar fjárhagslegu öryggi fjölda heimila. Úttektir sýna að leigjendur greiða jafnvel 70% eða meira af launum sínum í húsnæði. Húsnæði hefur verið fjármálavætt og litlar hömlur eru á leigusölum, sem geta dregið til sín óhóflegt fjármagn frá leigjendum. Skortur á regluverki og eftirliti hefur skapað aðstæður þar sem leigjendur eru berskjaldaðir gagnvart óhóflegum hækkunum og ótryggum leigusamningum. Afleiðingarnar eru skýrar Há húsaleiga þýðir að leigjendur þurfa að verja stærstum hluta tekna sinna í leigu. Lítið situr eftir til nauðsynja, svo sem matar, samgangna og heilbrigðisþjónustu. Þegar stærsti hluti tekna fer í leigu er augljóst að ekki er hægt að spara og leigjendur festast margir hverjir í vítahring fjárhagslegs óöryggis. Hár húsnæðiskostnaður skapar ekki eingöngu fjárhagslegt álag, heldur einnig félagsleg vandamál sem skerða lífsgæði og framtíðarmöguleika fólks. Í samanburði við húseigendur eru leigjendur verr settir. Staða leigjenda í samanburði við húseigendur er slæm á marga mælikvarða. Leigjendur búa við minna húsnæðisöryggi. · Algengara er að leigjendur búi ekki í því hverfi eða á þeim stað sem þeir myndu helst kjósa að búa á. · Algengara að þrengra sé um leigjendur samanborið við húseigendur. Hvað þarf að gera? Vandinn er hagnaðardrifinn og óregluvæddur leigumarkaður. Lausnin felst í því að breyta húsnæðisuppbyggingu þannig að hún tryggi heimili fyrir fólk, ekki fjárfestingareignir fyrir þau efnameiri. Ég tel mikilvægt að hið opinbera byggi raunverulega félagslegt leiguhúsnæði og legg áherslu á það í mínum störfum sem borgarfulltrúi. Jafnframt þurfa sveitarfélög að auka samvinnu við óhagnaðardrifna aðila líkt og verkalýðshreyfinguna, til að tryggja gott húsnæði á eðlilegu verði. Þar til slíkt raungerist þarf að mæta leigjendum þar sem þeir eru staddir. Hækkun á þaki húsnæðisstuðnings er liður í því. Samstarfsflokkarnir í borgarstjórn leggja til breytingar sem skila hærri fjárhagslegum stuðningi til leigjenda, sérstaklega til þeirra sem búa tvö eða fleiri saman, líkt og á við um barnafjölskyldur.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun