Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Sindri Sverrisson skrifar 17. nóvember 2025 21:43 Leroy Sané skoraði tvö mörk fyrir Þjóðverja í kvöld. Getty/Gabor Baumgarten Þýskaland og Holland hafa nú bæst í hóp þeirra liða sem spila á HM karla í fótbolta í N-Ameríku næsta sumar. Þau tryggðu sig inn á mótið með látum í kvöld. Þjóðverjar mættu Slóvakíu í úrslitaleik um efsta sæti A-riðils en Slóvakar áttu aldrei neina möguleika í kvöld og steinlágu, 6-0. Newcastle-framherjinn Nick Woltemade skoraði fyrsta markið á 18. mínútu og staðan var svo orðin 4-0 í hálfleik, eftir að Serge Gnabry skoraði og Florian Wirtz lagði upp tvö mörk fyrir Leroy Sané. Ridle Baku skoraði fimmta markið og hinn 19 ára Assan Ouédraogo skoraði svo í sínum fyrsta A-landsleik, tveimur mínútum eftir að hann kom inn á, eftir stórkostlegan samleik þýska liðsins. Hollendingar í stuði Holland var með svo góða markatölu á toppi G-riðils að útilokað var að liðið myndi ekki komast beint á HM en það gerði liðið með stæl, með 4-0 sigri gegn Litháen. Cody Gakpo verður á HM næsta sumar. Hér fagnar hann marki sínu gegn Litháen í kvöld, úr vítaspyrnu.Getty/Rene Nijhuis Tijjani Reijnders skoraði eina mark fyrri hálfleiks og á fimm mínútna kafla í seinni hálfleik skoruðu Cody Gakpo, Xavi Simons og Donyell Malen hin þrjú mörkin. Pólverjar enduðu í 2. sæti þessa riðils og fara í HM-umspilið, líkt og Slóvakía úr A-riðlinum. Króatar langefstir Í L-riðli hafði Króatía þegar tryggt sér efsta sæti. Liðið lenti 2-0 undir gegn Svartfjallalandi en vann samt 3-2 útisigur, með mörkum frá Ivan Perisic, Kristijan Jakic og Nikola Vlasic. Tékkar enduðu þar í 2. sæti en þeir unnu 6-0 sigur á Gíbraltar í lokaleiknum og enduðu með 16 stig, sex stigum á eftir Króatíu og fjórum á undan Færeyjum sem lengi vel voru í baráttunni um sæti í HM-umspilinu. Sjö Evrópuþjóðir komnar á HM Evrópuþjóðirnar sem nú eru komnar inn á HM eru England, Frakkland, Noregur, Portúgal, Króatía, Holland og Þýskaland. Á morgun bætist Sviss í hópinn, nema liðið tapi með sex marka mun gegn Kósovó, og Spánn nema liðið tapi með sjö marka mun gegn Tyrklandi. Skotland og Danmörk mætast svo í úrslitaleik í C-riðli þar sem Dönum dugar jafntefli. Austurríki og Bosnía mætast í úrslitaleik í H-riðli, þar sem Austurríki dugar jafntefli á heimavelli, og í J-riðli þurfa Belgar bara að vinna Liechtenstein til að tryggja sér efsta sætið, og jafntefli myndi líklega duga þeim. Fjórar Evrópuþjóðir til viðbótar fara svo á HM í gegnum umspilið í lok mars. Dregið verður í riðla á HM þann 5. desember næstkomandi. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Þjóðverjar mættu Slóvakíu í úrslitaleik um efsta sæti A-riðils en Slóvakar áttu aldrei neina möguleika í kvöld og steinlágu, 6-0. Newcastle-framherjinn Nick Woltemade skoraði fyrsta markið á 18. mínútu og staðan var svo orðin 4-0 í hálfleik, eftir að Serge Gnabry skoraði og Florian Wirtz lagði upp tvö mörk fyrir Leroy Sané. Ridle Baku skoraði fimmta markið og hinn 19 ára Assan Ouédraogo skoraði svo í sínum fyrsta A-landsleik, tveimur mínútum eftir að hann kom inn á, eftir stórkostlegan samleik þýska liðsins. Hollendingar í stuði Holland var með svo góða markatölu á toppi G-riðils að útilokað var að liðið myndi ekki komast beint á HM en það gerði liðið með stæl, með 4-0 sigri gegn Litháen. Cody Gakpo verður á HM næsta sumar. Hér fagnar hann marki sínu gegn Litháen í kvöld, úr vítaspyrnu.Getty/Rene Nijhuis Tijjani Reijnders skoraði eina mark fyrri hálfleiks og á fimm mínútna kafla í seinni hálfleik skoruðu Cody Gakpo, Xavi Simons og Donyell Malen hin þrjú mörkin. Pólverjar enduðu í 2. sæti þessa riðils og fara í HM-umspilið, líkt og Slóvakía úr A-riðlinum. Króatar langefstir Í L-riðli hafði Króatía þegar tryggt sér efsta sæti. Liðið lenti 2-0 undir gegn Svartfjallalandi en vann samt 3-2 útisigur, með mörkum frá Ivan Perisic, Kristijan Jakic og Nikola Vlasic. Tékkar enduðu þar í 2. sæti en þeir unnu 6-0 sigur á Gíbraltar í lokaleiknum og enduðu með 16 stig, sex stigum á eftir Króatíu og fjórum á undan Færeyjum sem lengi vel voru í baráttunni um sæti í HM-umspilinu. Sjö Evrópuþjóðir komnar á HM Evrópuþjóðirnar sem nú eru komnar inn á HM eru England, Frakkland, Noregur, Portúgal, Króatía, Holland og Þýskaland. Á morgun bætist Sviss í hópinn, nema liðið tapi með sex marka mun gegn Kósovó, og Spánn nema liðið tapi með sjö marka mun gegn Tyrklandi. Skotland og Danmörk mætast svo í úrslitaleik í C-riðli þar sem Dönum dugar jafntefli. Austurríki og Bosnía mætast í úrslitaleik í H-riðli, þar sem Austurríki dugar jafntefli á heimavelli, og í J-riðli þurfa Belgar bara að vinna Liechtenstein til að tryggja sér efsta sætið, og jafntefli myndi líklega duga þeim. Fjórar Evrópuþjóðir til viðbótar fara svo á HM í gegnum umspilið í lok mars. Dregið verður í riðla á HM þann 5. desember næstkomandi.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira