„Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. nóvember 2025 19:18 Sverrir Ingi Ingason átti í harðri baráttu við Vladyslav Vanat í leiknum í kvöld. epa/Piotr Nowak Sverrir Ingi Ingason hafði í nógu að snúast í vörn Íslands gegn Úkraínu í úrslitaleiknum um sæti í HM-umspili. Íslendingar töpuðu, 2-0, og Sverrir segir erfitt að kyngja niðurstöðunni. Íslandi dugði jafntefli og staðan var markalaus fram á 83. mínútu þegar Oleksandr Zubkov kom Úkraínu yfir. Oleksiy Gutsulyak skoraði svo annað mark Úkraínumanna í uppbótartíma. „Þetta er ógeðslegt. Þetta er ein helvítis hornspyrna. Við höfum varist hornspyrnur frábærlega alla þessa undankeppni og munurinn er svo lítill. Hann fær frían skalla og skorar á meðan við fáum frían skalla og markvörðurinn þeirra á vörslu. Elías á líka vörslu. Þetta er bara 50-50 leikur og í dag datt þetta ekki með okkur,“ sagði Sverrir við Val Pál Eiríksson eftir leikinn í Varsjá. „Við fengum færi til að komast yfir. Í seinni hálfleik fannst mér við vera með stjórn á þessu. Þeir sköpuðu sér ekki neitt fyrir utan þegar við erum að gefa boltann frá okkur í skyndisóknum. Fyrir utan það var þetta traust. Það er virkilega erfitt að taka þessu því mér fannst liðið eiga miklu meira skilið.“ Sverrir segir að framtíð íslenska liðsins sé björt. „Það eru þessi litlu smáatriði. Við erum með svo ógeðslega ungt lið og ógeðslega gott fótboltalið. En þessir strákar eru komnir svo langt á svo stuttum tíma með landsliðinu. Mér finnst geðveikt að taka þátt í þessu með þeim og ég er hundrað prósent að þetta lið mun á næstu árum fara á stórmót,“ sagði Sverrir. „Við verðum að taka þessi augnablik og þennan leik með okkur af því að liðið þarf að vaxa. Þetta gekk ekki upp í dag en á næstu árum fáum við að sjá þetta lið á stórmóti. Þeir eru það góðir.“ En hver eru skilaboðin til ungu leikmanna íslenska liðsins? „Bara halda áfram. Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag. Þetta er ákveðin kúnst þegar þú ert að fara í þessa leiki. Þú þarft að stilla tilfinningar. Það þarf allt að smella. Liðið sem við áttum síðast lenti í mótlæti í byrjun,“ sagði Sverrir og vísaði til gullaldarliðs Íslands sem fór á tvö stórmót. „Þetta virðist ekki ætla að vera létt sigling. Við þurfum bara að halda áfram. Þessir gaurar eru flestallir 20-22 ára. Þeir eiga eftir að vera í landsliðinu 10-15 ár í viðbót. Ég vona að ég geti haldið áfram að spila og berja þá áfram þar til þeir komast á stórmót því þeir eiga það skilið.“ Sjá má viðtalið við Sverri í spilaranum hér fyrir ofan. HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Annað árið í röð náðu Úkraínumenn að slökkva vonir Íslands um að komast á stórmót í fótbolta karla, með 2-0 sigri í afar spennandi slag liðanna í Varsjá í dag í lokaumferð undankeppni HM. 16. nóvember 2025 12:15 Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sjá meira
Íslandi dugði jafntefli og staðan var markalaus fram á 83. mínútu þegar Oleksandr Zubkov kom Úkraínu yfir. Oleksiy Gutsulyak skoraði svo annað mark Úkraínumanna í uppbótartíma. „Þetta er ógeðslegt. Þetta er ein helvítis hornspyrna. Við höfum varist hornspyrnur frábærlega alla þessa undankeppni og munurinn er svo lítill. Hann fær frían skalla og skorar á meðan við fáum frían skalla og markvörðurinn þeirra á vörslu. Elías á líka vörslu. Þetta er bara 50-50 leikur og í dag datt þetta ekki með okkur,“ sagði Sverrir við Val Pál Eiríksson eftir leikinn í Varsjá. „Við fengum færi til að komast yfir. Í seinni hálfleik fannst mér við vera með stjórn á þessu. Þeir sköpuðu sér ekki neitt fyrir utan þegar við erum að gefa boltann frá okkur í skyndisóknum. Fyrir utan það var þetta traust. Það er virkilega erfitt að taka þessu því mér fannst liðið eiga miklu meira skilið.“ Sverrir segir að framtíð íslenska liðsins sé björt. „Það eru þessi litlu smáatriði. Við erum með svo ógeðslega ungt lið og ógeðslega gott fótboltalið. En þessir strákar eru komnir svo langt á svo stuttum tíma með landsliðinu. Mér finnst geðveikt að taka þátt í þessu með þeim og ég er hundrað prósent að þetta lið mun á næstu árum fara á stórmót,“ sagði Sverrir. „Við verðum að taka þessi augnablik og þennan leik með okkur af því að liðið þarf að vaxa. Þetta gekk ekki upp í dag en á næstu árum fáum við að sjá þetta lið á stórmóti. Þeir eru það góðir.“ En hver eru skilaboðin til ungu leikmanna íslenska liðsins? „Bara halda áfram. Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag. Þetta er ákveðin kúnst þegar þú ert að fara í þessa leiki. Þú þarft að stilla tilfinningar. Það þarf allt að smella. Liðið sem við áttum síðast lenti í mótlæti í byrjun,“ sagði Sverrir og vísaði til gullaldarliðs Íslands sem fór á tvö stórmót. „Þetta virðist ekki ætla að vera létt sigling. Við þurfum bara að halda áfram. Þessir gaurar eru flestallir 20-22 ára. Þeir eiga eftir að vera í landsliðinu 10-15 ár í viðbót. Ég vona að ég geti haldið áfram að spila og berja þá áfram þar til þeir komast á stórmót því þeir eiga það skilið.“ Sjá má viðtalið við Sverri í spilaranum hér fyrir ofan.
HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Annað árið í röð náðu Úkraínumenn að slökkva vonir Íslands um að komast á stórmót í fótbolta karla, með 2-0 sigri í afar spennandi slag liðanna í Varsjá í dag í lokaumferð undankeppni HM. 16. nóvember 2025 12:15 Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sjá meira
Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Annað árið í röð náðu Úkraínumenn að slökkva vonir Íslands um að komast á stórmót í fótbolta karla, með 2-0 sigri í afar spennandi slag liðanna í Varsjá í dag í lokaumferð undankeppni HM. 16. nóvember 2025 12:15