Sport

Eng­land og Frakk­land gulltryggðu far­seðilinn á HM

Árni Jóhannsson skrifar
Byrjunarlið Frakka í Bakú í kvöld.
Byrjunarlið Frakka í Bakú í kvöld. Vísir / Getty

England og Frakkland voru búin að tryggja sér farseðilinn á HM ´26. Bæði liðin unnu síðustu leikina sína og gulltryggðu það að vera með á mótinu næsta sumar.

Frakkar, sem eru í sama riðli og Ísland, voru komnir í 1-3 forystu í Bakú gegn Aserbaísjan. Þeir lentu hinsvegar undir strax á fjórðu mínútu en gæðin skinu í gegn og leikurinn var kláraður fagmannlega. Frakkar enda undankeppnina í efsta sæti D riðilsins með 16 stig.

Englendingar voru sömuleiðis búnir að tryggja sér efsta sæti K riðils en þeir sóttu Albani heim og unnu öruggan sigur. Leikurinn endaði 0-2 og var það Harry Kane sem skoraði bæði mörkin. 

Í sama riðli vann Serbía Letta á heimavelli en það kom ekki að sök. Albanir enda í öðru sæti riðilsins og taka þátt í umspili um sæti á HM 2026




Fleiri fréttir

Sjá meira


×