„Það verða breytingar“ Valur Páll Eiríksson skrifar 16. nóvember 2025 10:30 Arnar Gunnlaugsson og hans menn eru einum afar erfiðum leik frá því að komast í HM-umspilið. Getty/Ramsey Cardy „Við vitum hvað bíður okkar. Við vitum hvað við þurfum að gera,“ segir Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari, fyrir leik karlaliðs Íslands í fótbolta við Úkraínu í Varsjá í dag. Um er að ræða hreinan úrslitaleik um sæti í umspili HM. „Það er stutt frá síðasta leik. Sem betur fer kláruðum við það með sæmd. Ég held að allir séu spenntir bæði heima og hér úti, að klára þetta verkefni,“ segir Arnar. Klippa: Arnar í Póllandi: Það verða breytingar Ísland vann Aserbaísjan 2-0 í Bakú á fimmtudagskvöldið var. Liðið hefur því haft skamman tíma til undirbúnings og endurheimtar fyrir leikinn mikilvæga í dag. „Sumir eru lemstraðri en áður. Við gátum sinnt endurheimt í Bakú eftir leikinn þar sem við lögðum ekki af stað fyrr en eftir hádegið. Undirbúningurinn hefur verið eins góður og hann verður undir svona álagi. En það gildir það sama fyrir Úkraínumenn. Ég held að bæði lið séu undir sama hatt,“ segir Arnar sem segir alla leikmenn klára í slaginn. „Ég held að fyrir svona leik fari adrenalínið með menn ansi langt og allir eru klárir.“ Hann kveðst ætla að gera breytingar á byrjunarliði Íslands í dag. „Það verða breytingar. Fleiri en ein og fleiri en tvær. Við viljum spila öðruvísi en á móti Aserbaísjan. Ég treysti hópnum fullkomnlega til að klára þetta verkefni. Það verður mikil dramatík í 90 mínútur. Við þurfum bæði þá sem byrja leikinn og hina til að koma inn á loka leiknum. Allir þurfa að vera klárir en það verða breytingar einungis til þess gerðar að klára leikinn,“ segir Arnar. Erfitt var fyrir hann að opinbera byrjunarliðið á fundi liðsins í gær. „Maður man það sem leikmaður að spila stóra leiki, mér leið illa á fundinum áðan þegar ég var að kynna byrjunarliðið. Maður vorkennir leikmönnum sem eru að detta út úr liðinu frá því í Bakú. En skilaboðin eru þau að við þurfum alltaf að standa saman, sýna góða samstöðu. Enginn má fara í fýlu og við þurfum að skilja egóið eftir, einungis til að ná þessu markmiði okkar sem er draumurinn um að komast á HM,“ segir Arnar. Ísland er með betri markatölu en Úkraína og eru liðin tvö jöfn að stigum eftir tap Úkraínu í París á fimmtudag. Er hættuleg staða að duga stig? Að menn verji fremur stigið en að þeir sæki til sigurs? „Það er betra að duga jafntefli. En þetta fer eftir hugarfarinu og skilaboðunum sem þú sendir til strákanna. Við ætlum ekki að reyna að breyta okkar leik og nálgun. Þetta verður vonandi svipað og á móti Frökkum. Við erum markahæstir í riðlinum ásamt Frökkum. Það eru mörk í þessu liði sem veit á gott. Varnarleikurinn þarf að vera sterkur en skilaboðin eru að við megum ekki liggja í vörn í 90 mínútur. Við þurfum að sýna tennurnar en vera skynsamir,“ segir Arnar. Leikur Íslands og Úkraínu er klukkan 17:00 í dag og verður sýndur beint, í opinni dagskrá, á Sýn Sport. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Sjá meira
„Það er stutt frá síðasta leik. Sem betur fer kláruðum við það með sæmd. Ég held að allir séu spenntir bæði heima og hér úti, að klára þetta verkefni,“ segir Arnar. Klippa: Arnar í Póllandi: Það verða breytingar Ísland vann Aserbaísjan 2-0 í Bakú á fimmtudagskvöldið var. Liðið hefur því haft skamman tíma til undirbúnings og endurheimtar fyrir leikinn mikilvæga í dag. „Sumir eru lemstraðri en áður. Við gátum sinnt endurheimt í Bakú eftir leikinn þar sem við lögðum ekki af stað fyrr en eftir hádegið. Undirbúningurinn hefur verið eins góður og hann verður undir svona álagi. En það gildir það sama fyrir Úkraínumenn. Ég held að bæði lið séu undir sama hatt,“ segir Arnar sem segir alla leikmenn klára í slaginn. „Ég held að fyrir svona leik fari adrenalínið með menn ansi langt og allir eru klárir.“ Hann kveðst ætla að gera breytingar á byrjunarliði Íslands í dag. „Það verða breytingar. Fleiri en ein og fleiri en tvær. Við viljum spila öðruvísi en á móti Aserbaísjan. Ég treysti hópnum fullkomnlega til að klára þetta verkefni. Það verður mikil dramatík í 90 mínútur. Við þurfum bæði þá sem byrja leikinn og hina til að koma inn á loka leiknum. Allir þurfa að vera klárir en það verða breytingar einungis til þess gerðar að klára leikinn,“ segir Arnar. Erfitt var fyrir hann að opinbera byrjunarliðið á fundi liðsins í gær. „Maður man það sem leikmaður að spila stóra leiki, mér leið illa á fundinum áðan þegar ég var að kynna byrjunarliðið. Maður vorkennir leikmönnum sem eru að detta út úr liðinu frá því í Bakú. En skilaboðin eru þau að við þurfum alltaf að standa saman, sýna góða samstöðu. Enginn má fara í fýlu og við þurfum að skilja egóið eftir, einungis til að ná þessu markmiði okkar sem er draumurinn um að komast á HM,“ segir Arnar. Ísland er með betri markatölu en Úkraína og eru liðin tvö jöfn að stigum eftir tap Úkraínu í París á fimmtudag. Er hættuleg staða að duga stig? Að menn verji fremur stigið en að þeir sæki til sigurs? „Það er betra að duga jafntefli. En þetta fer eftir hugarfarinu og skilaboðunum sem þú sendir til strákanna. Við ætlum ekki að reyna að breyta okkar leik og nálgun. Þetta verður vonandi svipað og á móti Frökkum. Við erum markahæstir í riðlinum ásamt Frökkum. Það eru mörk í þessu liði sem veit á gott. Varnarleikurinn þarf að vera sterkur en skilaboðin eru að við megum ekki liggja í vörn í 90 mínútur. Við þurfum að sýna tennurnar en vera skynsamir,“ segir Arnar. Leikur Íslands og Úkraínu er klukkan 17:00 í dag og verður sýndur beint, í opinni dagskrá, á Sýn Sport.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Sjá meira