Fótbolti

Vig­dís Lilja á skotskónum

Árni Jóhannsson skrifar
Vigdís Lilja búin að eiga flott tímabil fyrir Anderlecth í vetur.
Vigdís Lilja búin að eiga flott tímabil fyrir Anderlecth í vetur. Vísir / Getty

Vigdís Kristjánsdóttir kom Anderlecth yfir á móti Standard Liege fyrr í dag með marki á 24. mínútu. Um var að ræða viðureign fornrna fjenda í belgíska fótboltanum en Anderlecht er í öðru sæti deildarinnar.

Vigdís var að skora sitt fjórða mark í deild fyrir Anderlecht þetta tímabilið kom sínum konum á bragðið en Luna Vanzei tryggði sigurinn í seinni hálfleik.

Anderlecht er núna tveimur stigum frá toppliði Leuven þegar átta umferðir eru búnar. Anderlecht mun spila við Austrai Vín í seinni leiknum í 16 liða úrslitum Evrópubikars kvenna. Vínarkonur leiða eftir fyrri leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×