Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Sindri Sverrisson skrifar 15. nóvember 2025 13:10 Jóhannes Karl Guðjónsson var aðstoðarlandsliðsþjálfari áður en hann tók við AB. Getty/Alex Nicodim Jóhannes Karl Guðjónsson er á heimleið til Íslands og verður næsti þjálfari FH í Bestu deildinni. Danska knattspyrnufélagið AB hefur nú formlega tilkynnt um brotthvarf hans sem sagt er vera af fjölskylduástæðum. Fannar Berg Gunnólfsson, sem verið hefur aðstoðarmaður Jóa Kalla, tekur nú við sem aðalþjálfari og fær nýjan aðstoðarmann sé til fulltingis sem tilkynnt verður um síðar. Jói Kalli tók við AB í maí 2024, eftir að hafa verið aðstoðarlandsliðsþjálfari og þar áður þjálfari ÍA, og hann stýrði danska liðinu í 54 leikjum. Hann skilur við liðið á toppi dönsku C-deildarinnar, eftir sextán leiki á yfirstandandi tímabili. Brotthvarf Jóa Kalla hefur lengi legið í loftinu eða frá því að Fótbolti.net greindi frá því í byrjun október að hann fengi það hlutverk að taka við af Heimi Guðjónssyni. Þungbær en nauðsynleg ákvörðun „Mér þykir leitt að þurfa að kveðja AB en þetta er ákvörðun sem ég þarf að taka af fjölskylduástæðum,“ segir Jói Kalli á vef AB. „Síðustu 18 mánuðir hjá AB hafa verið algjörlega frábærir og fullir af stórkostlegum augnablikum. Leikmennirnir, starfsfólkið, sjálfboðaliðarnir, stuðningsmennirnir og aðrir hagsmunaaðilar gera þetta félag svo einstakt. Frá upphafi hef ég fundið fyrir hlýju og þakklæti frá umhverfi mínu, og þrátt fyrir að fara áður en markmiðum okkar er náð, er ég fullviss um að ég skilji við félagið á mjög góðum stað,“ segir Jói Kalli. Hann kveðst þess fullviss að Fannar sé rétti maðurinn til þess að leiða AB áfram og upp um deild. Fannar Berg Gunnólfsson (t.v.) starfaði einnig með Jóa Kalla hjá ÍA. Nú er hann orðinn aðalþjálfari AB.KFÍA Jen Chang, yfirmaður íþróttamála hjá AB, viðurkennir að vissulega sé ekki ákjósanlegt að þurfa að kveðja Jóa Kalla. Augljóslega engin óskastaða „Ég ber gríðarlega virðingu fyrir Joey og því hvernig hann sér fótbolta og ég hef notið þess að vinna með honum. Brottför hans er augljóslega ekki niðurstaða sem við óskuðum okkur. Hins vegar höfum við vitað um nokkurt skeið að vegna fjölskylduaðstæðna Joey heima á Íslandi var þetta möguleiki – en við vonuðum að staðan myndi breytast. Því miður verðum við að sætta okkur við ákvörðun hans núna og halda áfram,“ segir Chang. Fannar þakklátur fyrir tækifærið Fannar, sem einnig starfaði með Jóa Kalla hjá ÍA, er afar stoltur af því að taka nú við sem nýr aðalþjálfari: „Þetta sögufræga félag býr yfir svo miklum möguleikum og ég er fullviss um að við sem félag getum haldið áfram að bæta okkur og þróast með harðfylgi, svo að við náum markmiðum okkar saman. Joey og ég deilum sömu hugmyndafræði, svo ég er spenntur fyrir því að halda áfram að vinna með og fullkomna leikstíl okkar og auðkenni. Þegar ég kom hingað fyrst í fjórar vikur til að hjálpa Joey árið 2024 gat ég ekki ímyndað mér hversu mikið þessi staður myndi enda á að þýða fyrir mig. Við fjölskylda mín höfum komið okkur vel fyrir hér og við erum þakklát fyrir tækifærið til að halda áfram því sem við höfum byrjað á. Ég lofa stuðningsmönnunum að vinnan mun ekki stöðvast og við munum leggja okkur fram á hverjum einasta degi til að gera þá stolta af okkur,“ segir Fannar. Danski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
Fannar Berg Gunnólfsson, sem verið hefur aðstoðarmaður Jóa Kalla, tekur nú við sem aðalþjálfari og fær nýjan aðstoðarmann sé til fulltingis sem tilkynnt verður um síðar. Jói Kalli tók við AB í maí 2024, eftir að hafa verið aðstoðarlandsliðsþjálfari og þar áður þjálfari ÍA, og hann stýrði danska liðinu í 54 leikjum. Hann skilur við liðið á toppi dönsku C-deildarinnar, eftir sextán leiki á yfirstandandi tímabili. Brotthvarf Jóa Kalla hefur lengi legið í loftinu eða frá því að Fótbolti.net greindi frá því í byrjun október að hann fengi það hlutverk að taka við af Heimi Guðjónssyni. Þungbær en nauðsynleg ákvörðun „Mér þykir leitt að þurfa að kveðja AB en þetta er ákvörðun sem ég þarf að taka af fjölskylduástæðum,“ segir Jói Kalli á vef AB. „Síðustu 18 mánuðir hjá AB hafa verið algjörlega frábærir og fullir af stórkostlegum augnablikum. Leikmennirnir, starfsfólkið, sjálfboðaliðarnir, stuðningsmennirnir og aðrir hagsmunaaðilar gera þetta félag svo einstakt. Frá upphafi hef ég fundið fyrir hlýju og þakklæti frá umhverfi mínu, og þrátt fyrir að fara áður en markmiðum okkar er náð, er ég fullviss um að ég skilji við félagið á mjög góðum stað,“ segir Jói Kalli. Hann kveðst þess fullviss að Fannar sé rétti maðurinn til þess að leiða AB áfram og upp um deild. Fannar Berg Gunnólfsson (t.v.) starfaði einnig með Jóa Kalla hjá ÍA. Nú er hann orðinn aðalþjálfari AB.KFÍA Jen Chang, yfirmaður íþróttamála hjá AB, viðurkennir að vissulega sé ekki ákjósanlegt að þurfa að kveðja Jóa Kalla. Augljóslega engin óskastaða „Ég ber gríðarlega virðingu fyrir Joey og því hvernig hann sér fótbolta og ég hef notið þess að vinna með honum. Brottför hans er augljóslega ekki niðurstaða sem við óskuðum okkur. Hins vegar höfum við vitað um nokkurt skeið að vegna fjölskylduaðstæðna Joey heima á Íslandi var þetta möguleiki – en við vonuðum að staðan myndi breytast. Því miður verðum við að sætta okkur við ákvörðun hans núna og halda áfram,“ segir Chang. Fannar þakklátur fyrir tækifærið Fannar, sem einnig starfaði með Jóa Kalla hjá ÍA, er afar stoltur af því að taka nú við sem nýr aðalþjálfari: „Þetta sögufræga félag býr yfir svo miklum möguleikum og ég er fullviss um að við sem félag getum haldið áfram að bæta okkur og þróast með harðfylgi, svo að við náum markmiðum okkar saman. Joey og ég deilum sömu hugmyndafræði, svo ég er spenntur fyrir því að halda áfram að vinna með og fullkomna leikstíl okkar og auðkenni. Þegar ég kom hingað fyrst í fjórar vikur til að hjálpa Joey árið 2024 gat ég ekki ímyndað mér hversu mikið þessi staður myndi enda á að þýða fyrir mig. Við fjölskylda mín höfum komið okkur vel fyrir hér og við erum þakklát fyrir tækifærið til að halda áfram því sem við höfum byrjað á. Ég lofa stuðningsmönnunum að vinnan mun ekki stöðvast og við munum leggja okkur fram á hverjum einasta degi til að gera þá stolta af okkur,“ segir Fannar.
Danski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira