Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Sindri Sverrisson skrifar 14. nóvember 2025 23:01 Erling Haaland er á leiðinni á HM næsta sumar. Getty/Marius Nordnes Leikmenn norska karlalandsliðsins í fótbolta eru á leið á sitt fyrsta stórmót, eftir 4-1 sigurinn gegn Eistlandi í Osló í gærkvöld. Þeir fögnuðu sigrinum vel og skærasta stjarnan sótti svo sjötíu hamborgara fyrir sína menn. Erling Haaland gaf norskum fjölmiðlamönnum ekki neinn séns á viðtali á viðtalssvæðinu eftir leik í gær, þrátt fyrir tilefnið stóra nú þegar 99,99% líkur eru á að Noregur fari á HM í fyrsta sinn á þessari öld. Fulltrúar Verdens Gang sáu Haaland þó koma út af Ullevaal-leikvanginum en það var til þess að sækja um það bil sjötíu hamborgara fyrir HM-farana til að gæða sér á. „Fyrirliðinn skilaði þessu vel frá sér,“ sagði Sander Berge, annar leikmaður norska liðsins. „Þetta voru ljómandi góðir hamborgarar,“ bætti Morten Thorsby við. Með eigið myndatökulið Haaland hafði einnig verið hrósað fyrir góða hálfleiksræðu, eftir markalausan fyrri hálfleik, en þeir Alexander Sörloth skoruðu svo sitt hvora tvennuna á fyrsta korterinu í seinni hálfleik. Þó að Haaland hafi ekki viljað ræða við fjölmiðla þá gaf hann sér tíma til að stilla sér upp á mynd með stuðningsmanni, um leið og hann sótti hamborgarana, en vildi ekkert vera að tjá sig um að HM-sætið væri nú svo gott sem í höfn. Hann var með sitt eigið myndatökuteymi á eftir sér og safnaði eflaust efni í þátt á nýju Youtube-rásinni sinni. Noregur á fyrir höndum útileik gegn Ítalíu á sunnudaginn og getur svo endanlega, formlega fagnað HM-sæti, svo lengi sem að Ítalía vinnur ekki að lágmarki níu marka sigur í þeim leik. Segir Noreg geta komist í úrslit á HM Gleðin er mikil hjá Norðmönnum og einn þeirra sem núna eru afar bjartsýnir fyrir HM næsta sumar er hinn 83 ára gamli Egil „Drillo“ Olsen sem stýrði Noregi á HM 1994 og 1998. „Við erum með leikmenn í heimsklassa. Við erum vel skipulagðir og ef allt gengur upp getum við komist í úrslitaleikinn,“ sagði Drillo samkvæmt VG. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Sjá meira
Erling Haaland gaf norskum fjölmiðlamönnum ekki neinn séns á viðtali á viðtalssvæðinu eftir leik í gær, þrátt fyrir tilefnið stóra nú þegar 99,99% líkur eru á að Noregur fari á HM í fyrsta sinn á þessari öld. Fulltrúar Verdens Gang sáu Haaland þó koma út af Ullevaal-leikvanginum en það var til þess að sækja um það bil sjötíu hamborgara fyrir HM-farana til að gæða sér á. „Fyrirliðinn skilaði þessu vel frá sér,“ sagði Sander Berge, annar leikmaður norska liðsins. „Þetta voru ljómandi góðir hamborgarar,“ bætti Morten Thorsby við. Með eigið myndatökulið Haaland hafði einnig verið hrósað fyrir góða hálfleiksræðu, eftir markalausan fyrri hálfleik, en þeir Alexander Sörloth skoruðu svo sitt hvora tvennuna á fyrsta korterinu í seinni hálfleik. Þó að Haaland hafi ekki viljað ræða við fjölmiðla þá gaf hann sér tíma til að stilla sér upp á mynd með stuðningsmanni, um leið og hann sótti hamborgarana, en vildi ekkert vera að tjá sig um að HM-sætið væri nú svo gott sem í höfn. Hann var með sitt eigið myndatökuteymi á eftir sér og safnaði eflaust efni í þátt á nýju Youtube-rásinni sinni. Noregur á fyrir höndum útileik gegn Ítalíu á sunnudaginn og getur svo endanlega, formlega fagnað HM-sæti, svo lengi sem að Ítalía vinnur ekki að lágmarki níu marka sigur í þeim leik. Segir Noreg geta komist í úrslit á HM Gleðin er mikil hjá Norðmönnum og einn þeirra sem núna eru afar bjartsýnir fyrir HM næsta sumar er hinn 83 ára gamli Egil „Drillo“ Olsen sem stýrði Noregi á HM 1994 og 1998. „Við erum með leikmenn í heimsklassa. Við erum vel skipulagðir og ef allt gengur upp getum við komist í úrslitaleikinn,“ sagði Drillo samkvæmt VG.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Sjá meira