Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Árni Sæberg skrifar 14. nóvember 2025 10:12 Útlit er fyrir að útflutningur í ár og á næsta ári verði minni er reiknað hafði verið með. Vísir/Vilhelm Versnandi horfur í útflutningi lita hagvöxt næstu ára. Útlit er fyrir að hagvöxtur verði 1,7 prósent í ár og 1,8 prósent á næsta ári. Reiknað er með að innlend eftirspurn verði helsti drifkraftur hagvaxtar í ár en að fjárfesting láti undan á næsta ári á meðan einkaneysla og samneysla vaxa áfram. Í júlí síðastliðnum var reiknað með að hagvöxtur yrði 2,2 prósent í ár og 2,5 prósent á næsta ári. Þetta kemur fram í þjóðhagsspá Hagstofunnar, sem gefin var út í morgun. Hún tekur til áranna 2025 til 2031. Í tilkynningu á vef Hagstofunnar segir að áætlað sé að aukning einkaneyslu verði 3,2 prósent að raunvirði í ár en vísbendingar séu um aukin útgjöld einstaklinga á þriðja ársfjórðungi. Spáð sé að einkaneysla aukist um 2,4 prósent á næsta ári og um 3 prósent árið 2027 samhliða auknum efnahagsumsvifum. Samneysla hafi aukist um 1,9 prósent árið 2024 og hlutfall hennar af vergri landsframleiðslu hafi verið 25,9 prósent. Gert sé ráð fyrir 1,7 prósent vexti í ár og 1,2 prósent árið 2026 en hægari aukningu næstu ár. Hægari umsvif í byggingariðnaði Í ár sé reiknað með að atvinnuvegafjárfesting aukist um 7,7 prósent, sem megi rekja til mikillar fjárfestingar í þjónustustarfsemi á sviði upplýsingatækni, sérstaklega í búnaði með gervigreind sem notaður er í gagnaverum. Árið 2026 sé búist við að atvinnuvegafjárfesting dragist saman um 7,7 prósent vegna minni fjárfestingar í tölvubúnaði. Árið 2027 sé spáð 1,3 prósent vexti. Merki séu um hægari umsvif í byggingariðnaði, þrátt fyrir aukningu í fjölda íbúða á lokastigi framkvæmda. Gert sé ráð fyrir 0,9 prósent vexti í ár, 0,8 prósent á næsta ári og 4,7 prósent árið 2027. Spáð sé að fjárfesting hins opinbera aukist um 2,4 prósent á yfirstandandi ári. Á fyrri hluta ársins jókst opinber fjárfesting um 6,1 prósent, mest vegna ríkisins. Gert sé ráð fyrir 7,9 prósenta vexti árið 2026 og 4,4 prósenta árið 2027. Áföll í stóriðju og ferðaþjónustu og minni aflaheimildir hafa áhrif „Áföll í helstu útflutningsgreinum stóriðju og ferðaþjónustu á síðastliðnum mánuðum auk minni aflaheimilda í uppsjávarveiði hafa áhrif á horfur í utanríkisviðskiptum.“ Áætlað sé að útflutningur aukist um 1,4 prósent í ár, um 0,1 prósent árið 2026 og um 4,7 prósent árið 2027. Innflutningur hafi verið öflugur á árinu en gert sé ráð fyrir minni innflutningi vegna áfallanna í útflutningsgreinum. Búist sé við að innflutningur aukist um 5,3 prósent í ár en dragist saman um 3 prósent á næsta ári. Útlit sé fyrir að viðskiptahalli nemi um 2,4 prósentum af vergri landsframleiðslu í ár, að dragi úr honum þegar líður á spátímann og að jafnvægi náist undir lok hans. Atvinnuleysi nái 4,3 prósentum Verðbólga hafi reynst þrálátari en væntingar stóðu til. Í ár sé reiknað með að vísitala neysluverðs hækki að meðaltali um 4,1 prósent milli ára. Gert sé ráð fyrir að verðbólga hjaðni samhliða minni umsvifum í hagkerfinu og minnkandi spennu á vinnumarkaði en árið 2026 sé reiknað með að vísitala neysluverðs hækki um 3,5 prósent og um 2,7 prósent árið 2027. Horfur séu á að atvinnuleysi verði meira á þessu og næsta ári en gert var ráð fyrir í þjóðhagsspá í sumar. Vísbendingar séu um aukið jafnvægi á vinnumarkaði. Búist sé við að atvinnuleysi nái hámarki í 4,3 prósentum á næsta ári og minnki þegar líða taki á spátímabilið. Það sem af er ári hafi vísitala reglulegra launa á föstu verði hækkað á milli ára en á næstu árum sé áætlað að hún hækki í samræmi við gildandi kjarasamninga. Skuldir ekki mælst minni lengi Skuldir heimila í hlutfalli við verga landsframleiðslu og ráðstöfunartekjur hafi ekki mælst minni undanfarin ár. Hlutfall vaxtagjalda heimila af ráðstöfunartekjum hafi haldist stöðugt síðastliðin tvö ár. Vanskilahlutfall einkageirans hjá innlánsstofnunum mælist nú lágt í sögulegum samanburði. Hrein erlend eignastaða hagkerfisins sé sterk í sögulegum samanburði. Hagstofan hafi síðast gefið út þjóðhagsspá 4. júlí og næsta útgáfa sé fyrirhuguð í mars nk. Efnahagsmál Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Þetta kemur fram í þjóðhagsspá Hagstofunnar, sem gefin var út í morgun. Hún tekur til áranna 2025 til 2031. Í tilkynningu á vef Hagstofunnar segir að áætlað sé að aukning einkaneyslu verði 3,2 prósent að raunvirði í ár en vísbendingar séu um aukin útgjöld einstaklinga á þriðja ársfjórðungi. Spáð sé að einkaneysla aukist um 2,4 prósent á næsta ári og um 3 prósent árið 2027 samhliða auknum efnahagsumsvifum. Samneysla hafi aukist um 1,9 prósent árið 2024 og hlutfall hennar af vergri landsframleiðslu hafi verið 25,9 prósent. Gert sé ráð fyrir 1,7 prósent vexti í ár og 1,2 prósent árið 2026 en hægari aukningu næstu ár. Hægari umsvif í byggingariðnaði Í ár sé reiknað með að atvinnuvegafjárfesting aukist um 7,7 prósent, sem megi rekja til mikillar fjárfestingar í þjónustustarfsemi á sviði upplýsingatækni, sérstaklega í búnaði með gervigreind sem notaður er í gagnaverum. Árið 2026 sé búist við að atvinnuvegafjárfesting dragist saman um 7,7 prósent vegna minni fjárfestingar í tölvubúnaði. Árið 2027 sé spáð 1,3 prósent vexti. Merki séu um hægari umsvif í byggingariðnaði, þrátt fyrir aukningu í fjölda íbúða á lokastigi framkvæmda. Gert sé ráð fyrir 0,9 prósent vexti í ár, 0,8 prósent á næsta ári og 4,7 prósent árið 2027. Spáð sé að fjárfesting hins opinbera aukist um 2,4 prósent á yfirstandandi ári. Á fyrri hluta ársins jókst opinber fjárfesting um 6,1 prósent, mest vegna ríkisins. Gert sé ráð fyrir 7,9 prósenta vexti árið 2026 og 4,4 prósenta árið 2027. Áföll í stóriðju og ferðaþjónustu og minni aflaheimildir hafa áhrif „Áföll í helstu útflutningsgreinum stóriðju og ferðaþjónustu á síðastliðnum mánuðum auk minni aflaheimilda í uppsjávarveiði hafa áhrif á horfur í utanríkisviðskiptum.“ Áætlað sé að útflutningur aukist um 1,4 prósent í ár, um 0,1 prósent árið 2026 og um 4,7 prósent árið 2027. Innflutningur hafi verið öflugur á árinu en gert sé ráð fyrir minni innflutningi vegna áfallanna í útflutningsgreinum. Búist sé við að innflutningur aukist um 5,3 prósent í ár en dragist saman um 3 prósent á næsta ári. Útlit sé fyrir að viðskiptahalli nemi um 2,4 prósentum af vergri landsframleiðslu í ár, að dragi úr honum þegar líður á spátímann og að jafnvægi náist undir lok hans. Atvinnuleysi nái 4,3 prósentum Verðbólga hafi reynst þrálátari en væntingar stóðu til. Í ár sé reiknað með að vísitala neysluverðs hækki að meðaltali um 4,1 prósent milli ára. Gert sé ráð fyrir að verðbólga hjaðni samhliða minni umsvifum í hagkerfinu og minnkandi spennu á vinnumarkaði en árið 2026 sé reiknað með að vísitala neysluverðs hækki um 3,5 prósent og um 2,7 prósent árið 2027. Horfur séu á að atvinnuleysi verði meira á þessu og næsta ári en gert var ráð fyrir í þjóðhagsspá í sumar. Vísbendingar séu um aukið jafnvægi á vinnumarkaði. Búist sé við að atvinnuleysi nái hámarki í 4,3 prósentum á næsta ári og minnki þegar líða taki á spátímabilið. Það sem af er ári hafi vísitala reglulegra launa á föstu verði hækkað á milli ára en á næstu árum sé áætlað að hún hækki í samræmi við gildandi kjarasamninga. Skuldir ekki mælst minni lengi Skuldir heimila í hlutfalli við verga landsframleiðslu og ráðstöfunartekjur hafi ekki mælst minni undanfarin ár. Hlutfall vaxtagjalda heimila af ráðstöfunartekjum hafi haldist stöðugt síðastliðin tvö ár. Vanskilahlutfall einkageirans hjá innlánsstofnunum mælist nú lágt í sögulegum samanburði. Hrein erlend eignastaða hagkerfisins sé sterk í sögulegum samanburði. Hagstofan hafi síðast gefið út þjóðhagsspá 4. júlí og næsta útgáfa sé fyrirhuguð í mars nk.
Efnahagsmál Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira