„Þetta er mjög steikt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. nóvember 2025 13:03 Fyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson segir allt undir í kvöld. Franco Arland/Getty Images Hákon Arnar Haraldsson ber fyrirliðabandið er Ísland mætir Aserum ytra í undankeppni HM síðdegis. Hann er klár í slaginn eftir langt ferðalag. „Þetta er betri völlur en ég bjóst við. Þetta er ekki völlurinn sem þeir spila vanalega á en grasið er geggjað og völlurinn flottur,“ segir Hákon um leikvang dagsins, heimavöll Neftci, sem tekur um 11 þúsund manns í sæti. Aserar spila flesta sína heimaleiki á stærri velli í borginni. Klippa: Hákon klár í slaginn Þurfti tíma til að venjast Hákon segir mikið til asersku höfuðborgarinnar koma. „Ég hef aldrei komið hingað áður. Það var smá langt ferðalag, ég var allan sunnudaginn að ferðast en þetta er mjög flott. Flottar byggingar og ekkert slæmt að segja um þetta,“ segir Hákon sem þurfti smá tíma til að jafna sig eftir langan ferðadag og tímamismuninn sem fylgir því að flykkjast svo langt austur. „Það er svo mikill tímamismunur, þrír tímar. Maður er ekkert þreyttur klukkan þrjú um nótt, og er að fara að sofa þá. Þetta er mjög steikt. Það tekur tíma fyrir lappirnar að jafna sig en ég verð klár.“ Menn hafi því náð sér vel og getað sprikklað á æfingum, sem voru þó í rólegri kantinum. Einblínt var á uppleggið fyrir leik dagsins. „Við höfum bara náð tveimur æfingum svo það er mikil taktík og hvernig við setjum upp leikinn. Það er ekki mikið action á æfingunum en þær voru vel nýttar,“ segir Hákon. Allt annar leikur Ísland spilaði frábæran leik og vann öruggan 5-0 sigur á Aserum í fyrsta leik undankeppninnar á Laugardalsvelli í september. Í kjölfarið var Fernando Santos, þjálfara Asera, sagt upp störfum og allt annað verið að sjá til liðsins síðan. Búast má því við frábrugðnum leik í dag. „Þeir hafa bætt sig í öllum þáttum leiksins og orðið betra lið. Það er annar þjálfari með aðra dýnamík. Þeir stilla upp öðruvísi. Þetta er allt annar leikur,“ segir Hákon. Ísland er í þriðja sæti riðilsins með fjögur stig, þremur á eftir Úkraínu sem er í öðru sæti sem er jafnframt umspilssæti. Ísland kom stigamuninum í þrjú stig með fræknu jafntefli við Frakka í október og þar af leiðandi er staðan nokkuð góð og umspilssætið í höndum íslenska liðsins. Tveir sigrar duga fyrir umspilssæti burtséð frá öðrum úrslitum. „Svo sannarlega. Þetta er í okkar höndum, það stig gerði helling fyrir okkur. Við þurfum að vinna leikinn fyrst. Leikurinn skiptir gríðarmiklu máli. Ef við vinnum og Úkraína tapar dugar okkur stig gegn Úkraínu sem gerir helling. Þetta er úrslitaleikur og verður erfitt að vinna þá,“ segir Hákon. Leikur Aserbaísjan og Íslands hefst klukkan 17:00 og verður sýndur beint, í opinni dagskrá, á Sýn Sport. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Tengdar fréttir Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Ísland mætir Aserbaísjan í Bakú í undankeppni HM 2026 síðdegis. Teymi Sýnar á staðnum hitaði upp á leikdag. 13. nóvember 2025 11:30 Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Samkvæmt upplýsingum frá skipulagsaðilum leiks Aserbaísjan við Ísland í Bakú verða áhorfendur á bandi heimamanna umtalsvert færri en gert var ráð fyrir. 13. nóvember 2025 08:55 Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilar á morgun fyrri úrslitaleik sinn af tveimur í D-riðli í undankeppni HM 2026. Aserar eru í hefndarhug í Bakú. 12. nóvember 2025 08:15 Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Teymi Sýnar komst loksins til Bakú síðustu nótt eftir langt ferðalag frá Íslandi og dugði ekkert minna en þrjú flug til þess að komast á áfangastað. 12. nóvember 2025 18:46 Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Karlalandsliðið í fótbolta æfði á keppnisvelli morgundagsins, heimavelli Neftci, í dag. Létt var yfir mönnum á æfingu dagsins en einn leikmaður tók ekki þátt. 12. nóvember 2025 12:51 Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Það er aðeins einn dagur í leik Aserbaísjan og Íslands í undankeppni HM. KSÍ var með blaðamannafund í Bakú í dag og Vísir var með beina útsendingu frá fundinum. 12. nóvember 2025 12:46 Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Íslenska fótboltalandsliðið á enn góða möguleika á komast í umspil um sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins en það þarf þó ýmislegt að ganga upp hjá liðinu í lokaleikjunum sem eru í þessum landsliðsglugga sem stendur nú yfir. 12. nóvember 2025 10:31 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Sjá meira
„Þetta er betri völlur en ég bjóst við. Þetta er ekki völlurinn sem þeir spila vanalega á en grasið er geggjað og völlurinn flottur,“ segir Hákon um leikvang dagsins, heimavöll Neftci, sem tekur um 11 þúsund manns í sæti. Aserar spila flesta sína heimaleiki á stærri velli í borginni. Klippa: Hákon klár í slaginn Þurfti tíma til að venjast Hákon segir mikið til asersku höfuðborgarinnar koma. „Ég hef aldrei komið hingað áður. Það var smá langt ferðalag, ég var allan sunnudaginn að ferðast en þetta er mjög flott. Flottar byggingar og ekkert slæmt að segja um þetta,“ segir Hákon sem þurfti smá tíma til að jafna sig eftir langan ferðadag og tímamismuninn sem fylgir því að flykkjast svo langt austur. „Það er svo mikill tímamismunur, þrír tímar. Maður er ekkert þreyttur klukkan þrjú um nótt, og er að fara að sofa þá. Þetta er mjög steikt. Það tekur tíma fyrir lappirnar að jafna sig en ég verð klár.“ Menn hafi því náð sér vel og getað sprikklað á æfingum, sem voru þó í rólegri kantinum. Einblínt var á uppleggið fyrir leik dagsins. „Við höfum bara náð tveimur æfingum svo það er mikil taktík og hvernig við setjum upp leikinn. Það er ekki mikið action á æfingunum en þær voru vel nýttar,“ segir Hákon. Allt annar leikur Ísland spilaði frábæran leik og vann öruggan 5-0 sigur á Aserum í fyrsta leik undankeppninnar á Laugardalsvelli í september. Í kjölfarið var Fernando Santos, þjálfara Asera, sagt upp störfum og allt annað verið að sjá til liðsins síðan. Búast má því við frábrugðnum leik í dag. „Þeir hafa bætt sig í öllum þáttum leiksins og orðið betra lið. Það er annar þjálfari með aðra dýnamík. Þeir stilla upp öðruvísi. Þetta er allt annar leikur,“ segir Hákon. Ísland er í þriðja sæti riðilsins með fjögur stig, þremur á eftir Úkraínu sem er í öðru sæti sem er jafnframt umspilssæti. Ísland kom stigamuninum í þrjú stig með fræknu jafntefli við Frakka í október og þar af leiðandi er staðan nokkuð góð og umspilssætið í höndum íslenska liðsins. Tveir sigrar duga fyrir umspilssæti burtséð frá öðrum úrslitum. „Svo sannarlega. Þetta er í okkar höndum, það stig gerði helling fyrir okkur. Við þurfum að vinna leikinn fyrst. Leikurinn skiptir gríðarmiklu máli. Ef við vinnum og Úkraína tapar dugar okkur stig gegn Úkraínu sem gerir helling. Þetta er úrslitaleikur og verður erfitt að vinna þá,“ segir Hákon. Leikur Aserbaísjan og Íslands hefst klukkan 17:00 og verður sýndur beint, í opinni dagskrá, á Sýn Sport.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Tengdar fréttir Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Ísland mætir Aserbaísjan í Bakú í undankeppni HM 2026 síðdegis. Teymi Sýnar á staðnum hitaði upp á leikdag. 13. nóvember 2025 11:30 Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Samkvæmt upplýsingum frá skipulagsaðilum leiks Aserbaísjan við Ísland í Bakú verða áhorfendur á bandi heimamanna umtalsvert færri en gert var ráð fyrir. 13. nóvember 2025 08:55 Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilar á morgun fyrri úrslitaleik sinn af tveimur í D-riðli í undankeppni HM 2026. Aserar eru í hefndarhug í Bakú. 12. nóvember 2025 08:15 Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Teymi Sýnar komst loksins til Bakú síðustu nótt eftir langt ferðalag frá Íslandi og dugði ekkert minna en þrjú flug til þess að komast á áfangastað. 12. nóvember 2025 18:46 Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Karlalandsliðið í fótbolta æfði á keppnisvelli morgundagsins, heimavelli Neftci, í dag. Létt var yfir mönnum á æfingu dagsins en einn leikmaður tók ekki þátt. 12. nóvember 2025 12:51 Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Það er aðeins einn dagur í leik Aserbaísjan og Íslands í undankeppni HM. KSÍ var með blaðamannafund í Bakú í dag og Vísir var með beina útsendingu frá fundinum. 12. nóvember 2025 12:46 Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Íslenska fótboltalandsliðið á enn góða möguleika á komast í umspil um sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins en það þarf þó ýmislegt að ganga upp hjá liðinu í lokaleikjunum sem eru í þessum landsliðsglugga sem stendur nú yfir. 12. nóvember 2025 10:31 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Sjá meira
Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Ísland mætir Aserbaísjan í Bakú í undankeppni HM 2026 síðdegis. Teymi Sýnar á staðnum hitaði upp á leikdag. 13. nóvember 2025 11:30
Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Samkvæmt upplýsingum frá skipulagsaðilum leiks Aserbaísjan við Ísland í Bakú verða áhorfendur á bandi heimamanna umtalsvert færri en gert var ráð fyrir. 13. nóvember 2025 08:55
Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilar á morgun fyrri úrslitaleik sinn af tveimur í D-riðli í undankeppni HM 2026. Aserar eru í hefndarhug í Bakú. 12. nóvember 2025 08:15
Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Teymi Sýnar komst loksins til Bakú síðustu nótt eftir langt ferðalag frá Íslandi og dugði ekkert minna en þrjú flug til þess að komast á áfangastað. 12. nóvember 2025 18:46
Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Karlalandsliðið í fótbolta æfði á keppnisvelli morgundagsins, heimavelli Neftci, í dag. Létt var yfir mönnum á æfingu dagsins en einn leikmaður tók ekki þátt. 12. nóvember 2025 12:51
Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Það er aðeins einn dagur í leik Aserbaísjan og Íslands í undankeppni HM. KSÍ var með blaðamannafund í Bakú í dag og Vísir var með beina útsendingu frá fundinum. 12. nóvember 2025 12:46
Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Íslenska fótboltalandsliðið á enn góða möguleika á komast í umspil um sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins en það þarf þó ýmislegt að ganga upp hjá liðinu í lokaleikjunum sem eru í þessum landsliðsglugga sem stendur nú yfir. 12. nóvember 2025 10:31