Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2025 15:37 Jóhann Berg Guðmundsson spilar tímamótaleik í Bakú í kvöld. Getty/Rafal Oleksiewicz Jóhann Berg Guðmundsson er í byrjunarliði Íslands í leiknum mikilvæga á móti Aserbaísjan í undankeppni HM í kvöld sem þýðir að hann leikur sinn hundraðasta leik á Neftvi Arena í Bakú. Arnar Gunnlaugsson hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt og hann gerir þrjár breytingar á byrjunarliðinu á milli leikja. Logi Tómasson, Sævar Atli Magnússon og Daníel Tristan Guðjohnsen byrjuðu allir síðasta leik liðsins, sem var á móti Frökkum í október, en þeir eru ekki í byrjunarliðinu í dag. Sævar Atli meiddist í þeim leik en hinir tveir byrja á bekknum í dag. Jóhann Berg kemur inn í liðið ásamt þeim Andra Lucasi Guðjohnsen og Kristian Nökkva Hlynssyni. Andri Lucas var í banni í Frakkaleiknum en Kristian kom þá inn á sem varamaður fyrir Daníel Tristan og skoraði þá jöfnunarmarkið. Jóhann Berg verður inni á miðjunni með Ísaki Bergmann Jóhannessyni, Hákoni Arnari Haraldssyni og Kristian Nökkva Hlynssyni. Þeir eru allir fæddir annaðhvort árið 2003 eða árið 2004 en Jóhann Berg lék sinn fyrsta A-landsleik árið 2008 þegar þessir þrír liðsfélagar hans voru enn á leikskóla, fjögurra eða fimm ára gamlir. Fyrsti landsleikur Jóhanns var líka á móti Aserbaídsjan en hann fór fram á Laugardalsvellinum 20. ágúst 2008 en Ólafur Jóhannesson var þá landsliðsþjálfari. Leikurinn endaði 1-1 og var Jóhann Berg í byrjunarliðinu í sínum fyrsta landsleik. Jóhann lagði upp mark Íslands í leiknum sem Grétar Rafn Steinsson skoraði með skalla eftir aukaspyrnu Jóhanns en það var jöfnunarmarkið í leiknum. Leikurinn í kvöld verður aftur á móti fyrsti A-landsleikur Jóhanns síðan í nóvember 2024 og því um leið fyrsti landsleikur hans fyrir Arnar Gunnalaugsson. Jóhann Berg verður aðeins fimmti leikmaðurinn sem nær að spila hundrað A-landsleiki fyrir karlalandsliðið og átjándi leikmaðurinn til að spila hundrað landsleiki fyrir A-landslið karla eða kvenna. Birkir Bjarnason (113), Aron Einar Gunnarsson (107), Rúnar Kristinsson (104) og Birkir Már Sævarsson (103) hafa einnig spilað hundrað landsleiki fyrir A-landslið karla en hundrað landsleikjakonurnar eru þrettán talsins. Byrjunarliðið á móti Aserbaísjan Elías Rafn Ólafsson - Guðlaugur Victor Pálsson Sverrir Ingi Ingason Daníel Leó Grétarsson Mikael Egill Ellertsson - Jóhann Berg Guðmundsson Ísak Bergmann Jóhannesson Hákon Arnar Haraldsson Kristian Nökkvi Hlynsson - Albert Guðmundsson Andri Lucas Guðjohnsen Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt og hann gerir þrjár breytingar á byrjunarliðinu á milli leikja. Logi Tómasson, Sævar Atli Magnússon og Daníel Tristan Guðjohnsen byrjuðu allir síðasta leik liðsins, sem var á móti Frökkum í október, en þeir eru ekki í byrjunarliðinu í dag. Sævar Atli meiddist í þeim leik en hinir tveir byrja á bekknum í dag. Jóhann Berg kemur inn í liðið ásamt þeim Andra Lucasi Guðjohnsen og Kristian Nökkva Hlynssyni. Andri Lucas var í banni í Frakkaleiknum en Kristian kom þá inn á sem varamaður fyrir Daníel Tristan og skoraði þá jöfnunarmarkið. Jóhann Berg verður inni á miðjunni með Ísaki Bergmann Jóhannessyni, Hákoni Arnari Haraldssyni og Kristian Nökkva Hlynssyni. Þeir eru allir fæddir annaðhvort árið 2003 eða árið 2004 en Jóhann Berg lék sinn fyrsta A-landsleik árið 2008 þegar þessir þrír liðsfélagar hans voru enn á leikskóla, fjögurra eða fimm ára gamlir. Fyrsti landsleikur Jóhanns var líka á móti Aserbaídsjan en hann fór fram á Laugardalsvellinum 20. ágúst 2008 en Ólafur Jóhannesson var þá landsliðsþjálfari. Leikurinn endaði 1-1 og var Jóhann Berg í byrjunarliðinu í sínum fyrsta landsleik. Jóhann lagði upp mark Íslands í leiknum sem Grétar Rafn Steinsson skoraði með skalla eftir aukaspyrnu Jóhanns en það var jöfnunarmarkið í leiknum. Leikurinn í kvöld verður aftur á móti fyrsti A-landsleikur Jóhanns síðan í nóvember 2024 og því um leið fyrsti landsleikur hans fyrir Arnar Gunnalaugsson. Jóhann Berg verður aðeins fimmti leikmaðurinn sem nær að spila hundrað A-landsleiki fyrir karlalandsliðið og átjándi leikmaðurinn til að spila hundrað landsleiki fyrir A-landslið karla eða kvenna. Birkir Bjarnason (113), Aron Einar Gunnarsson (107), Rúnar Kristinsson (104) og Birkir Már Sævarsson (103) hafa einnig spilað hundrað landsleiki fyrir A-landslið karla en hundrað landsleikjakonurnar eru þrettán talsins. Byrjunarliðið á móti Aserbaísjan Elías Rafn Ólafsson - Guðlaugur Victor Pálsson Sverrir Ingi Ingason Daníel Leó Grétarsson Mikael Egill Ellertsson - Jóhann Berg Guðmundsson Ísak Bergmann Jóhannesson Hákon Arnar Haraldsson Kristian Nökkvi Hlynsson - Albert Guðmundsson Andri Lucas Guðjohnsen
Byrjunarliðið á móti Aserbaísjan Elías Rafn Ólafsson - Guðlaugur Victor Pálsson Sverrir Ingi Ingason Daníel Leó Grétarsson Mikael Egill Ellertsson - Jóhann Berg Guðmundsson Ísak Bergmann Jóhannesson Hákon Arnar Haraldsson Kristian Nökkvi Hlynsson - Albert Guðmundsson Andri Lucas Guðjohnsen
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Sjá meira