23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2025 14:15 Claudia Rizzo var glaðbeitt eftir að hafa verið kynnt sem nýr forseti Ternana. Ternana Calcio Claudia Rizzo er alveg til í að hrista vel upp í karlaveldinu á Ítalíu og það hefur hún heldur betur gert með því að komast til valda hjá ítölsku fótboltafélagi. „Fótbolti hefur lengi verið karlaheimur en hlutirnir eru að breytast. Konur geta komið með annað sjónarhorn og aukið virði, jafnvel á þessu sviði,“ sagði Claudia Rizzo í samtali við Guardian. Hin 23 ára gamla Rizzo varð fyrr á þessu tímabili fyrsti kvenkyns forseti C-deildarliðsins Ternana. „Þetta er gríðarleg ábyrgð en líka tækifæri til að koma með eitthvað nýtt. Ég vil sanna að konur geti leitt í fótbolta alveg eins og á hvaða öðru sviði sem er,“ sagði Rizzo. Félagið hundrað ára í ár Ternana Calcio heldur upp á hundrað ára afmæli sitt á þessu ári en það var endurvakið árið 1993. Ternana er núna í C-deildinni en hefur spilað tvö tímabil í Seríu A (tímabilin 1972–73 og 1974–75) auk þess að hafa spilað 28 tímabil í Seríu B. Félagið er frá borginni Terni í Úmbríu-héraði á Mið-Ítalíu en hún er með yfir hundrað þúsund íbúa. Fótbolti hefur alltaf verið sönn ástríða mín Rizzo byrjaði að vinna fyrir fjölskyldufyrirtækið áður en hún færði sig yfir í íþróttirnar. „Fótbolti hefur alltaf verið sönn ástríða mín. Þegar þetta tækifæri bauðst, þökk sé fjölskyldu minni, ákvað ég að grípa það. Á þessum aldri er rétt að taka áhættu og henda sér út í hlutina. Maður fæðist ekki frumkvöðull, maður verður það,“ sagði Rizzo. Viðtalið við hana í Guardian.Guardian Þrátt fyrir að nafn fjölskyldu hennar sé áberandi í rekstrinum er hún staðráðin í að vera sjálfstæður forseti. „Það er mikilvægt fyrir mig að sýna að ég er ekki bara hér vegna fjölskyldu minnar. Ég er hér til að vinna, læra og ávinna mér virðingu,“ sagði Rizzo. Forseti ætti ekki að vera fjarlægur Hún fer sínar eigin leiðir sem forseti. „Forseti ætti ekki að vera fjarlægur. Leikmennirnir verða að finna að það er stuðningur og stöðugleiki á bak við þá. Sú ró er nauðsynleg og ég er viss um að með skuldbindingu og réttu hugarfari getum við átt gott tímabil og gert alla stolta,“ sagði Rizzo en er hún of ung fyrir starfið? „Ég lít á aldur minn og æskuna sem styrk. Hún gerir manni kleift að koma með ferskar hugmyndir og nútímalega nálgun. Hjá Ternana er mikilvægt að byggja brú milli nýrra og eldri kynslóða á meðan sjálfsmynd félagsins er haldið lifandi. Ég vil standa mig vel hér og uppfylla væntingar stuðningsmanna, liðsins og starfsfólksins,“ sagði Rizzo. „Lykillinn er að senda skýr skilaboð: þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag eða vinna í stjórnun fótbolta. Framtíðin er kvenkyns og smátt og smátt mun fótboltinn bjóða velkomnar fleiri konur sem geta gefið íþróttinni ferska orku og jákvæða framþróun,“ sagði Rizzo. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Ítalski boltinn Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
„Fótbolti hefur lengi verið karlaheimur en hlutirnir eru að breytast. Konur geta komið með annað sjónarhorn og aukið virði, jafnvel á þessu sviði,“ sagði Claudia Rizzo í samtali við Guardian. Hin 23 ára gamla Rizzo varð fyrr á þessu tímabili fyrsti kvenkyns forseti C-deildarliðsins Ternana. „Þetta er gríðarleg ábyrgð en líka tækifæri til að koma með eitthvað nýtt. Ég vil sanna að konur geti leitt í fótbolta alveg eins og á hvaða öðru sviði sem er,“ sagði Rizzo. Félagið hundrað ára í ár Ternana Calcio heldur upp á hundrað ára afmæli sitt á þessu ári en það var endurvakið árið 1993. Ternana er núna í C-deildinni en hefur spilað tvö tímabil í Seríu A (tímabilin 1972–73 og 1974–75) auk þess að hafa spilað 28 tímabil í Seríu B. Félagið er frá borginni Terni í Úmbríu-héraði á Mið-Ítalíu en hún er með yfir hundrað þúsund íbúa. Fótbolti hefur alltaf verið sönn ástríða mín Rizzo byrjaði að vinna fyrir fjölskyldufyrirtækið áður en hún færði sig yfir í íþróttirnar. „Fótbolti hefur alltaf verið sönn ástríða mín. Þegar þetta tækifæri bauðst, þökk sé fjölskyldu minni, ákvað ég að grípa það. Á þessum aldri er rétt að taka áhættu og henda sér út í hlutina. Maður fæðist ekki frumkvöðull, maður verður það,“ sagði Rizzo. Viðtalið við hana í Guardian.Guardian Þrátt fyrir að nafn fjölskyldu hennar sé áberandi í rekstrinum er hún staðráðin í að vera sjálfstæður forseti. „Það er mikilvægt fyrir mig að sýna að ég er ekki bara hér vegna fjölskyldu minnar. Ég er hér til að vinna, læra og ávinna mér virðingu,“ sagði Rizzo. Forseti ætti ekki að vera fjarlægur Hún fer sínar eigin leiðir sem forseti. „Forseti ætti ekki að vera fjarlægur. Leikmennirnir verða að finna að það er stuðningur og stöðugleiki á bak við þá. Sú ró er nauðsynleg og ég er viss um að með skuldbindingu og réttu hugarfari getum við átt gott tímabil og gert alla stolta,“ sagði Rizzo en er hún of ung fyrir starfið? „Ég lít á aldur minn og æskuna sem styrk. Hún gerir manni kleift að koma með ferskar hugmyndir og nútímalega nálgun. Hjá Ternana er mikilvægt að byggja brú milli nýrra og eldri kynslóða á meðan sjálfsmynd félagsins er haldið lifandi. Ég vil standa mig vel hér og uppfylla væntingar stuðningsmanna, liðsins og starfsfólksins,“ sagði Rizzo. „Lykillinn er að senda skýr skilaboð: þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag eða vinna í stjórnun fótbolta. Framtíðin er kvenkyns og smátt og smátt mun fótboltinn bjóða velkomnar fleiri konur sem geta gefið íþróttinni ferska orku og jákvæða framþróun,“ sagði Rizzo. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport)
Ítalski boltinn Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira