„Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. nóvember 2025 21:28 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH. vísir / Diego „Ég er bara mjög ánægður. Við spiluðum góðan fyrri hálfleik og lögðum grunninn að þessu þar,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, eftir öruggan sigur sinna manna í Olís-deildinni í kvöld. FH-ingar unnu vægast sagt öruggan sigur er liðið tók á móti KA í 10. umferð Olís-deildarinnar, en lokatölur urðu 45-32, FH í vil. „Þetta var kannski ekki okkar besti varnarleikur, en ég er ánægður með sóknarleikinn og kraftinn í honum. Góð tvö stig á móti KA-liði sem mér finnst búið að vera rábært í vetur.“ Þrátt fyrir að hans menn hafi skorað 45 mörk í leik kvöldsins vildi Sigursteinn ekki meina að FH-ingar hafi spilað fullkominn sóknarleik. „Nei, kannski ekki tía, en það var margt mjög jákvætt sem við vorum búnir að leggja góða vinnu í fyrir þennan leik. Gaman að sjá hvernig okkur tókst að koma því í verk.“ Þá nýtti hann einnig tækifærið og hrósaði KA-mönnum fyrir sína frammistöðu í vetur, en fyrir leikinn gat KA jafnað Aftureldingu og Hauka á toppi deildarinnar. „Mér finnst þeir búnir að vera frábærir. Ég er búinn að sjá fullt af leikjum hjá þeim og það er kominn flottur bragur á þetta hjá KA. Andri er bara að gera geggjaða hluti með þá,“ sagði Sigursteinn áður en hann nefndi það sem honum fannst vanta hjá sínum mönnum í kvöld. „Við vorum í brasi varnarlega í seinni hálfleik. En það var kominn góð staða og við slökuðum kannski óþarflega mikið á. Svo náðum við að bæta aftur í þetta í lokin og það skilaði stórum og góðum sigri.“ Að lokum var Sigursteinn spurður út í frammistöðu Garðars Inga Sindrasonar, sem gerði sér lítið fyrir og skoraði 13 mörk úr 13 skotum fyrir FH. „Mér fannst hann stórkostlegur, eins og öll útilínan okkar. Eins og ég sagði hérna áðan þá lögðum við mikla vinnu í sóknarleikinn eftir síðasta leik þar sem sóknarleikurinn var ekki góður. Það hafa margar góðar hendur í Krikanum komið að verki í þeim málum og ég er mjög ánægður með það. Bæði Garðar og Ómar (Darri Sigurgeirsson) og fleiri að gera þetta af miklum og góðum krafti. Við vorum að koma á réttum tíma og þar af leiðandi voru þeir í mesta brasi með okkur,“ sagði Sigursteinn að lokum. Olís-deild karla FH KA Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira
FH-ingar unnu vægast sagt öruggan sigur er liðið tók á móti KA í 10. umferð Olís-deildarinnar, en lokatölur urðu 45-32, FH í vil. „Þetta var kannski ekki okkar besti varnarleikur, en ég er ánægður með sóknarleikinn og kraftinn í honum. Góð tvö stig á móti KA-liði sem mér finnst búið að vera rábært í vetur.“ Þrátt fyrir að hans menn hafi skorað 45 mörk í leik kvöldsins vildi Sigursteinn ekki meina að FH-ingar hafi spilað fullkominn sóknarleik. „Nei, kannski ekki tía, en það var margt mjög jákvætt sem við vorum búnir að leggja góða vinnu í fyrir þennan leik. Gaman að sjá hvernig okkur tókst að koma því í verk.“ Þá nýtti hann einnig tækifærið og hrósaði KA-mönnum fyrir sína frammistöðu í vetur, en fyrir leikinn gat KA jafnað Aftureldingu og Hauka á toppi deildarinnar. „Mér finnst þeir búnir að vera frábærir. Ég er búinn að sjá fullt af leikjum hjá þeim og það er kominn flottur bragur á þetta hjá KA. Andri er bara að gera geggjaða hluti með þá,“ sagði Sigursteinn áður en hann nefndi það sem honum fannst vanta hjá sínum mönnum í kvöld. „Við vorum í brasi varnarlega í seinni hálfleik. En það var kominn góð staða og við slökuðum kannski óþarflega mikið á. Svo náðum við að bæta aftur í þetta í lokin og það skilaði stórum og góðum sigri.“ Að lokum var Sigursteinn spurður út í frammistöðu Garðars Inga Sindrasonar, sem gerði sér lítið fyrir og skoraði 13 mörk úr 13 skotum fyrir FH. „Mér fannst hann stórkostlegur, eins og öll útilínan okkar. Eins og ég sagði hérna áðan þá lögðum við mikla vinnu í sóknarleikinn eftir síðasta leik þar sem sóknarleikurinn var ekki góður. Það hafa margar góðar hendur í Krikanum komið að verki í þeim málum og ég er mjög ánægður með það. Bæði Garðar og Ómar (Darri Sigurgeirsson) og fleiri að gera þetta af miklum og góðum krafti. Við vorum að koma á réttum tíma og þar af leiðandi voru þeir í mesta brasi með okkur,“ sagði Sigursteinn að lokum.
Olís-deild karla FH KA Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira