Tíska og hönnun

„Ekki spá í hvað öðrum finnst“

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Ofurpæjan Móeiður Lárusdóttir ræddi við blaðamann um tískuna.
Ofurpæjan Móeiður Lárusdóttir ræddi við blaðamann um tískuna. Aðsend

„Mér líður alltaf aðeins betur þegar ég klæði mig upp,“ segir tískuskvísan og tveggja barna móðirin Móeiður Lárusdóttir, sem er búsett í Aþenu í Grikklandi þar sem sambýlismaður hennar Hörður Björgvin spilar fótbolta. Hún ræddi við blaðamann um tískuna, fataskápinn og persónulegan stíl.

Móeiður er 33 ára gömul og vinnur sem heimavinnandi húsmóðir og lífskúnstner í Grikklandi. Hún og Hörður eiga saman dæturnar Mattheu og Mörlu og njóta lífsins saman í sólinni.

Móeiður ásamt dætrum sínum, allar í stíl.Aðsend

Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna?

Það sem mér finnst skemmtilegast við tískuna er hversu breytileg hún er, hvernig hún fer oft í hringi og hvernig hver og einn skapar sinn eigin stíl.

Móeiður elskar tjáningarform tískunnar.Aðsend

Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju?

Eins og er verð ég að segja Anine Bing svartur blazer jakki. Hann er klassískur og passar við allt.

Móeiður er stílhrein og smart í klæðaburði.Aðsend

Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni?

Það er mjög misjafnt. Ég er oft búin að setja það saman í huganum á mér nokkrum dögum fyrir og vona það besta. 

Stundum gengur það upp, stundum ekki.

Móa er oft búin að setja saman klæðnað í huganum.Aðsend

Hvernig myndirðu lýsa stílnum ?

Stíllinn minn er annað hvort derhúfa og afslöppuð föt eða alveg „fancy“. Það er ekkert þar á milli.

Móa er annað hvort afslöppuð eða fer alla leið í glæsileikanum.Aðsend

Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá?

Já, ég reyni að kaupa vandaðar flíkur og færri, þannig þær endast lengur. Svo hefur hann þróast yfir í róló outfit eftir að maður eignaðist börn.

Móa ofurpæja reynir að kaupa vandaðar flíkur og á líka flíkur sem er gott að klæðast á róló með börnunum hennar.Aðsend

Nýturðu þess að klæða þig upp?

Já mér líður alltaf aðeins betur þegar ég klæði mig upp. 

Við fjölskyldan reynum að klæða okkur upp einu sinni í viku á frídögum og fara saman í kaffi eða hádegismat.

Móa segir að það bæti alltaf líðan að klæða sig upp.Aðsend

Hvað skiptir þig mestu máli í klæðaburði?

Að líða vel í flíkinni, bæði hvað þægindi varðar og að líta vel út.

Vellíðan að innan sem utan stýrir ferðinni í klæðaburði hjá Móu.Aðsend

Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni?

Ég nota mikið samfélagsmiðlana Pinterest og TikTok.

Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði?

Nei, ég hef oft sagt að ég myndi aldrei klæðast þessu og hinu, svo nokkrum vikum seinna er ég mætt í því sem ég hélt ég myndi aldrei klæðast.

Móa er lítið fyrir boð og bönn því þau geta verið svo afstæð.Aðsend

Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju?

Ætli það sé ekki bara hafmeyjukjóll sem ég klæddist í fimm ára afmæli dóttur minnar. Hann var akkúrat í þema afmælisins og hún var svo ánægð með hann.

Hafmeyjukjóllinn sló í gegn.Aðsend

Hvað finnst þér heitast fyrir haustið?

Ég er að elska rúskins eða suede tískuna. Kápur hnepptar upp í háls, góð stígvél og svo er fallegur pels alltaf klassískur.

Móa elskar rúskin, peysur hnepptar upp í háls, stígvél og pelsar.Aðsend

Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku?

Ekki spá í hvað öðrum finnst og að klæðast því sem þig langar hverju sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.